Heima er bezt - 01.03.1960, Blaðsíða 8

Heima er bezt - 01.03.1960, Blaðsíða 8
bók og skáldsögu. Er honum ljóðagerðin jafn tiltækr hvort sem er til að kasta fram stöku í góðlátlegu gamni, eða yrkja heil kvæði. Það má fara nærri um, að jafn starfhæfur maður hafi verið eftirsóttur til opinberra starfa, en lítt hefur Ólaf- ur eftir því sótzt enda haft öðrum hnöppum að hneppa. Þó sat hann í bæjarstjórn Akureyrar eitt kjörtímabil, og í stjórnarnefnd Amtsbókasafnsins var hann lengi og formaður um skeið. Var honum það Ijúft verk, því að hann er bókamaður af lífi og sál. Þess var áður getið, að Ólafur væri mikill starfsmað- ur í félögum. Auk þeirra félaga, sem þegar hefur verið getið, hefur hann víða við komið. Mest starf mun hann þó hafa unnið í Ferðafélagi Akureyrar, Rotaryklúbb og Bændaklúbb. Lætur hann oft til sín heyra á fundum og getur þá tíðum orðið hvassyrtur um þá hluti, sem honum þykir miður fara. Er tillögum hans ætíð mikill gaumur gefinn, enda fluttar að mjög athuguðu máli. Jafnan hefur Ólafur verið skeleggur málsvari bænda- stéttarinnar og landbúnaðarins og oft stórhöggur og þunghöggur, til sóknar og varnar sem og í öðrum áhugamálum sínum. Hins vegar hefur hann ekki látið undir höfuð leggjast að benda bændum á það, sem hon- um þykir miður fara í búskaparháttum, og hefur stund- um sviðið undan ádeilum hans. En þótt hann láti eink- um hin alvarlegri mál til sín taka, þá er hann ekki síð- ur liðtækur ef um er að ræða gamanfundi, að leggja þar fram sinn skerf öðrum til ánægju. íþróttamál hef- ur hann nokkuð látið til sín taka. Sjálfur er hann skauta- maður ágætur og oft er hann til kvaddur að vera dóm- ari á skíðamótum, hefur hann á ýmsa lund látið sér annt um framgang þessara íþrótta. Ólafur er kvæntur Guðrúnu Halldórsdóttur úr Reykjavík hinni ágætustu konu. Eiga þau tvær dætur, sem báðar hafa lokið stúdentsprófi. Heimili þeirra er alþekkt fyrir gestrisni, enda hafa margir átt þangað er- indi og notið þar ánægjulegra samverustunda með hús- bændunum. Einkenntlegar hraunfnyndanir í Elvannstóði norðiir af Reykjahlíðárfjalli. — Trausti Einarsson. Olafur Jónsson. Móbergskleltar miðja vega milli Dyngjufjalla og Urðarháls. Ólafur, F.ðvarð Sigurgeirsson, Stefán Gunnbjörn Egilsson. Þátttakendur i fyrstu bilferð i Herðubreiðarlindar. Bíllinn var vörubifreiðin A-80 af bifreiðastöð Kristjáns Kristjánsson- ar á Akureyri. — Stefán Gunnbjörn Egilsson, Eðvarð Sigur- geirsson, Gunnar Thorarensen, Pétur Jónsson, Reynihlið, Kristinn Jóhannesson bifreiðarstjóri og Ólafur Jónsson. Tveggja binda rit um það efni kom út 1957. Eru þar bæði fræðilegar lýsingar á skriðuföllum og snjóflóðum og annáll þeirra atburða hér á landi. Annars má vísa til greinar um það rit í „Heima er bezt“ í janúarhefti 1958. Þess má geta til gamans, að þessi tvö rit eru rúm- lega 2400 blaðsíður. En auk mikilla ferðalaga og rann- sókna í náttúrunni liggur geysimikil könnun heimildar- rita að baki þessara stórrita. En Ólafi hefur unnizt tóm til fleiri hluta. Hann yrk- ir ljóð og semur sögur, hefur hann gefið út bæði ljóða- 80 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.