Heima er bezt - 01.03.1960, Blaðsíða 15
■ekki annað af henni ráðið, en að hún boðaði það, sem
orðið var um íslending og skipshöfn hans.
Guðleifur Elísson var fæddur að Yztaskála undir
Eyjafjöllum 24. ágúst 1880. Foreldrar hans voru hjónin
Guðlaug Hieronímusdóttir og Elís Hjörleifsson. Guð-
leifur fór snemma að Miðmörk undir Eyjafjöllum og
ólst þar upp til fermingaraldurs. Þar bjó þá Arni Arna-
son og Margrét Engilbertsdóttir. Um fermingu fór
Guðleifur að Brúnum. Var hann ætíð síðan kenndur
við þann bæ og nefndur Guðleifur á Brúnum.
Hann var snemma bráðþroska og mikið hraustmenni.
Sextán ára fór hann fótgangandi með frænda sínum,
Guðjóni í Ormskoti, síðar að Heiði í Eyjum, suður á
Suðurnes til sjóróðra. Voru þeir frændur á líkum aldri
og líkir um margt, þótt ekki væru þeir líkir í sjón.
Þeir reru nefnda vertíð á Suðurnesjum, en næstu ver-
tíð fóru þeir til Eyja. Mun það hafa verið 1898 og reru
þá á sitt hvoru skipinu.
Guðleifur var mikið með Guðjóni Jónssyni for-
manni á Sandfelli, sem lét svo um mælt, að Guðleifur
væri afbragð annarra manna, aldrei hefði hann kynnzt
öðrum eins, sannkölluðum manni á öllum sviðum. Kall-
aði þó Guðjón á Sandfelli, sem sjálfur var enginn með-
almaður í hvívetna, ekki allt ömmu sína í tali á mann-
kostum.
Arið 1909 tók Guðleifur við formennsku á mb.
Lunda, sem hann átti með Gísla J. Johnsen. Var Guð-
leifur snemma aflasæll formaður og sjósóknari með
þeim fremstu í Eyjum. Jafnhliða var hann svo sumar-
formaður á Austfjörðum, t. d. með mb. Herkules fyrir
Sigfús Sveinsson á Norðfirði. Var Herkules einn af
fyrstu vélbátum austanlands. Sömu ummæli hafði Sig-
fús um Guðleif, sem Guðjón á Sandfelli, að hann væri
afbragð annarra manna á flestum sviðum.
Guðleifur Elísson frd Brúnum, formaður.
Síðar var Guðleifur með mb. Víking á Seyðisfirði
fyrir Brynjólf Sigurðsson og var hann þar ávallt afla-
hæstur og mikils metinn formaður.
Þótt Guðleifur færi snemma frá átthögum sínum,
Eyjafjöllunum, var hann þar þó viðloðandi fram til
æviloka. Þar átti hann t. d. sína ágætu hesta sem hann
unni mjög. Hann var hesta- og vatnamaður ágætur,
með hærri mönnum að vexti, þrekinn, dökkur yfirlit-
um, svipmikill og virðulegur. Hann gat verið fastur
fyrir, ef því var að skipta, og hið mesta hraustmenni
Ólafur Jónsson, vélstjóri, Eyjólfur Sigurðsson, háseti, Símon Guðmundsson, háseti,
frá Landamótum i Véstmannaeyjum. Görðum i Vestmannaeyjum. Kviabóli í Mýrdal.
Heima er bezt 87