Heima er bezt - 01.03.1960, Blaðsíða 22

Heima er bezt - 01.03.1960, Blaðsíða 22
Pál H. Jónsson á Hvítafelli, frænda minn, þekkti ég frá því áður. Hann hafði komið til mín í Danmörku. Kona hans, Rannveig Kristjánsdóttir frá Fremstafelli, er einnig skyld mér. Þau fóru með mér að Laxárvirkj- un og Uxahver. Að síðustu ók Páll mér fram í Fljóts- bakka til systur minnar, Hólmfríðar. Það var mér mikil gleði að hitta hana. Við töluðum mikið saman, og hún mundi margt, sem ég var búin að gleyma. Karl sonur hennar býr á Fljótsbakka. Hann málar og steypir í gips. Frá systur minni fór ég fram í Sandhauga að jarðar- för mágkonu minnar, Guðrúnar Jónsdóttur frá Jarls- stöðum, konu Eiríks bróður míns. Hún dó á sjúkrahúsi í Reykjavík. Bræður hennar og börn komu með lík hennar þaðan. Það var slegið upp tjaldi handa 200 manns, og hvert mannsbarn úr Bárðardal var viðstatt jarðarförina. Páll H. Jónsson stjórnaði söngnum, og á eftir sálmunum var sungið „Þú bláfjallageimur". Frá Sandhaugum fór ég aftur til Akureyrar í byrjun september. Þegar ég kom þangað aftur, voru þau Steingrímur Jónsson og Guðný kona hans komin heim, og höfðum við gaman af að rifja upp margt frá gamalli tíð. Ég hafði því ekki nema gaman af því að vera hríð- teppt á Akureyri í viku. Meðan ég dvaldist þar, kom aska Steingríms Matt- híassonar læknis, og var ég viðstödd fjölmenna og virðulega útför frá Akureyrarkirkju. Á Akureyri var ég í boðum hjá systkinunum, börn- um Odds Björnssonar. Oddur Björnsson og Ingibjörg kona hans voru ágætir vinir okkar hjóna, meðan þau bjuggu í Höfn, og söknuðum við þeirra mikið, þegar þau fluttu heim. Börnin létu mig njóta þessarar vináttu, og Sigurður bauð mér eitt kvöld til sín, ásamt frú Guðnýju, og átt- um við indælt kvöld hjá þeim hjónum. Elztu systkin- in, sr. Björn og Ragnheiður, mundu vel eftir mér frá Höfn. Annað kvöld var ég boðin til Ragnheiðar. Þau systkinin voru öll þar saman komin og konur bræðr- anna. Það var fæðingardagur móður þeirra, sem nú er dáin fyrir mörgum árum. Það hlýtur að vera indælt að geta komið saman og minnzt horfinna ástvina. Við Ragnheiður O. Björnsson höfum skrifazt á síðan. Frá Akureyri flaug ég til Reykjavíkur og var þá komið glaðasólskin eftir hríðarveður, enda var fallegt að sjá fannprýdd fjöllin, og ég mátti gæta þess að fá ekki snjóbirtu af að horfa á Langjökul. Anna bróðurdóttir mín, kona Bjöms Sigurbjörnsson- ar á Selfossi, sótti mig til Reykjavíkur, og hjá þeim hjónum var ég um tíma. Þau sýndu mér m. a. Flóann og Laugarvatn. Ég átti eftir að heilsa upp á fjöldann allan af kunn- ingjum og vinum í Reykjavík, og þangað til ég fór var ég í sífelldum heimboðum og þurfti oft að skipta deg- inum milli kunningjanna. Ég var m. a. boðin til Agnars Klemenzsonar, frænda míns. Hann hafði safnað ættingjunum saman, og sátum við þar að veizlu. Heimili hans er indælt, eins og víðar, sem ég kom. Hvar sem ég kom heima, sá ég eitthvað nýtt, og allt bar merki framfara, en það merkasta, sem ég sá, var safn Einars Jónssonar. Þar gekk ég um heilan dag og dáðist að listaverkunum, og ég hefði getað dvalizt í safninu rnarga daga. Verk Einars eru sannarlega gim- steinn Islands. Ég fór með „Drottningunni“ aftur til Danmerkur, og var samferða mörgu góðu fólki. Þegar til Kaupmannahafnar kom, 3. nóvember, toku maðurinn minn og sonur á móti mér, og heimilið bauð mig velkomna. Manni mínum hafði orðið biðin löng, enda hafði ég verið lengur í burtu en í upphafi var ráð fyrir gert og ekki gefizt mikið tom til skrifta, þvi að a íslandi var svo margt að sjá og heyra. Mín beið mikið annríki, því að 25. nóvember áttum við hjónin gullbrúðkaup. 18 manns borðuðu hádegisverð með okkur, og allan daginn var stöðugur straumur kunningja okkar og ætt- ingja manns míns, og færðu þeir okkur feiknin öll af blómum. Ættingjar mínir heima höfðu heldur ekki gleymt deginum og sendu fjölda skeyta. En þegar þessir annadagar voru liðnir hjá, varð mér tíðhugsað heim - og heimþráin hafði aukizt um allan helming. Veturinn eftir var maðurinn minn jafnan lasinn, en hann vildi ekki gefa upp vonina. Hvítasunnumorgun 1950 var hann á fotum, en sat í hægindastól með púða og teppi um sig og las í Politiken eins og venjulega, því að alltaf fylgdist hann vel með. — Ég sit í trjálundi fyrir neðan gluggana hjá mér, Guðrún Eiríksdóttir, bróðurdóttir mín frá Sandhaug- um, sem hefur búið hjá mér í ár, er að búa til hádegis- kaffið. Það er sólskin í heiði og logn. Lævirki á sér hreiður í einni trjákrónunni og syngur fyrir konu sína, og mér kemur í hug lóukvakið heima á vorin. Ég stend á hlaðinu á Ingjaldsstöðum og endurlifi bernskuna. Fljótlega er ég rifin frá þeirri æskusýn, því að Guðrún kallar------- Um „Heima er bezt — Heima er bezt — ég heiðursgest hiklaust ætla að telja. Andans nesti flytur flest fyrir menn að velja. — Heima er bezt - og hefur frétzt heimilisrita prýði. Eystra, vestra, syðra sést, sem hjá norðurs lýði. — Heima er bezt — á báruhest berist lengi veiði. — Heima er bezt — ég hylli mest. Heillir veg þess greiði. Tóhannes Örn á Steðja. 94 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.