Heima er bezt - 01.03.1960, Blaðsíða 33
ars hefði ég verið búin að tala við hana. Ég trúi ekki
öðru en að hún hefði skipt um skoðun.“
„Þú kemur heldur seint,“ greip Stefán fram í fyrir
henni. „Rósa fór héðan í gærkvöldi og er nú komin á
leið heim til sín.“
„Heim til sín?“ sagði Ásdís. „Hver skyldi nú geta
sagt um, hvar svona manneskjur eiga heima?“
Stefán fór inn og kom aftur með Munda og eldri
son sinn og tvo hunda.
„Er það meiningin að fara að smala?“ spurði Ásdís.
„Já, það er nú meiningin," sagði Stefán og fór upp
fyrir bæinn án þess að kveðja gestinn.
Ekki var kvenfólkið að hafa fyrir því að koma út í
dyrnar og bjóða henni inn, en það var þó alsiða í sveit-
inni. Hún hélt heimleiðis í heldur slæmu skapi því að
hún fann, að sér hefði verið misboðið á margan hátt
þennan dag.
Hún kom með talsverðum gusti inn í maskínuhúsið,
albúin að taka ofan í við Geirlaugu fyrir óhreinlyndið
og ómerkilegheitin.
Húsbóndinn sat við borðið og var að ljúka við morg-
unmatinn, þó að það væri í fyrra lagi.
„Það er líklega hugur í þér að fara að smala,“ sagði
hún.
Enginn svaraði.
„Stefán í Þúfum ætlar að fara að smala,“ hélt hún
áfram.
„Það er komið mál til þess að fara að reyna að ná í
eitthvað af gemlingunum,“ sagði Kristján. „Þið farið í
móinn stúlkurnar og klárið að kljúfa það, sem eftir er.
Svo hjálpið þið mér til að rýja, þegar þið eruð búnar.“
„Það er svo lítið eftir að kljúfa að þær geta gert það
Bogga og Geirlaug. Hún þarf víst ekki að tefja sig við
að taka á móti fínum frúm í dag,“ sagði Ásdís og glotti
kjánalega. „Ég vil heldur smala en fara í móinn. Er
orðin dauðleið á honum.“
Kristján anzaði þessu engu en spurði Sveinka, hvort
hann væri ekki til. Hann var til fyrir löngu.
„Ætlarðu kannske að ljá mér hest í smalamennsk-
una?“ sagði Ásdís.
„Ég var að segja þér að ljúka við að kljúfa móinn.
Ertu ekki búin að heyra það?“ svaraði hann á leiðinni
út göngin.
„Sá er eitthvað súr í sinninu,“ sagði Ásdís um leið
og hún settist niður til að borða. „Þakka þér fyrir söð-
ullánið, Bogga mín. Því þótti ég vera heldur en ekki í
fínum söðli þarna fram frá. Það hélt, að Kristján væri
búinn að gefa mér hann. En svo rausnarlegur hefur
hann nú ekki verið enn þá, enda óþarfi. En líklega hef-
ur kona hans lítið með söðul að gera í Reykjavík, og
þá er eins gott að ég fái hann.“
„Það vona ég að ég þurfi aldrei að sjá, að þú hlassir
þér í hann,“ sagði Geirlaug í nístingsköldum rómi.
Ásdísi hnykkti við. „Er hann kominn heim í skemm-
una?“ spurði hún Boggu í hálfum hljóðum, því að hún
sat rétt hjá henni.
„Það veit ég ekkert um,“ sagði Bogga. ,.Ég hef ekk-
ert komið út í skemmuna. Hún virtist vera eins þung-
búin og geðvonzkuleg og aðrir.
Ásdís tók harðfiskbita og smurða brauðsneið vafði
það innan í bréfsnifsi sem hún fann inni í skáp. Svo
hvíslaði hún að Boggu, að það væri sjálfsagt bezt fyrir
hana að hafa eitthvað með sér líka. Þær fengju sjálfsagt
ekkert kaffi, fyrst svipurinn á ráðskonumyndinni væri
svona.
„Hún kemur nú líklega upp eftir með kaffið eins og
hún er vön,“ sagði Bogga.
Svo héldu þær af stað upp í móinn. Bleikur varð á
vegi þeirra rétt hjá túngirðingunni.
„Ef ég hefði eitthvað upp í hann, skyldi ég ríða hon-
um upp eftir,“ sagði Ásdís. „Hún þvælir honum víst
ekki meira þetta sumarið, þessi fína frú sem átti hann
og á hann kannske enn þá. Ef ég væri í Kristjáns spor-
um skyldi hún ekki fá eina einustu skepnu.“
Bogga anzaði engu en fór að snökta.
„Hvað gengur eiginlega að þér, Bogga, ertu lasin?“
spurði Ásdís.
„Mér finnst svo leiðinlegt að Rósa kemur ekki aftur,
fyrst hún er orðin frísk. Hún var svo góð við mig, og
svo sendi hún mér svo fallegt slifsi og svuntuefni, sem
Lauga í Þúfum ætlar að sauma fyrir mig,“ kjökraði
Bogga.
„Nú, er hún svona rausnarleg?" sagði Ásdís stuttlega.
„Veiztu að hún hefur verið að sveima hér á milli bæj-
anna undanfarna daga? “
„Já, víst veit ég það. Hún var að bíða eftir því að
sýslumaðurinn þingaði. Svo voru þau skilin, og hún
kemur aldrei aftur eða Jón litli. Kristján reið eins og
vitlaus maður heim af þinginu. Það sá ekki í hestinn
fyrir svita. Geirlaug sagði að það sæist alls staðar að
hann væri fantur og illmenni.“
„Svona talar hún um hann þessi kerlingarálka, þó
að hann fóðri fyrir hana átta kindur, þó að hún vinni
ekkert annað en að dunda við inniverkin,“ sagði Ásdís
sárreið. „En ég veit að hún er eyðilögð yfir því að Rósa
fór aftur. Það sjá allir eftir henni, enda veit ég að hún
er ágætismanneskja. Hún var það þegar hún var heima-
sæta hér á Hofi. Það hlýtur að vera úr því Þúfnafólki,
þetta uppátæki í henni, að fara að skilja við manninn
sinn. En ég býst við því, að hann þurfi engu að kvíða.
Það er víst enginn vandi að fylla út sætið hennar.“
Bogga anzaði henni engu. Hún vann langt frá henni.
Geirlaug kom upp eftir með kaffi um miðjan dag-
inn, eins og vanalega. Hún athugaði, hvað eftir væri
af mónum. Það var lítið.
„Við Bogga getum klárað þetta. Þú skalt fara heim
og hjálpa til að reka inn og rýja,“ sagði hún, þegar
kaffið var búið úr katlinum.
Það hýrnaði yfir Ásdísi. Hún ætlaði að kljúfa, þang-
að til þeir væru komnir heim undir stekkinn, en það
drógst nokkuð lengi.
Stúlkurnar unnu skammt hver frá annarri án þess að
talast við. — Það leit út fyrir að það ætlaði ekki að
æra hvað annað, heimilisfólkið á þessu heimili, með
glaðværð eða samræðum, hugsaði Ásdís. Hún skyldi
Heima er bezt 105