Heima er bezt - 01.03.1960, Blaðsíða 25

Heima er bezt - 01.03.1960, Blaðsíða 25
sinni, sem sat hjá henni þar til svefninn sigraði þennan fjörhnokka, og litla, ljóshærða Inger leið inn í drauma- löndin með bros á vörum. Nú eru þau Áki og Inger litla orðin stór og þrosk- uð. Áki 19 ára og Inger 17 ára. Líldega hafa þau nú gleymt. íslenzka gestinum, sem lék við þau eina kvöld- stund, og ef þau eiga þarna enn heima, þá má segja að litlar líkur eru til þess að þau sjái annan íslending á næstunni, því að þetta litla þorp liggur langt fjarri al- faraleiðum á strjálbýlli heiði rétt við landamæri Finn- lands, um 150—160 km norðar en nyrzta byggð íslands. Seint um kvöldið fórum við með bílinn yfir á sama flekanum fyrir sama gjald. Var svo farið með mig í lítið kauptún, sem heitir Vittangi, sem er finnskt nafn. Var komið þangað um miðnætti. Ég gisti hjá skólastjór- anum og heimsótti svo skólann morguninn eftir. í síð- asta tímanum kom ég í þrettán ára bekk stúlkna. Skóla- stjórinn var í þessum tíma og sagði hann við stúlkurn- ar, að hann ætlaði að sleppa kennslustundinni í þetta sinn, en Islendingurinn, gestur skólans, ætlaði að segja þeim eitthvað frá sínu landi, íslandi. Aldrei hafði nokk- ur íslendingur í manna minnum komið í þennan skóla. Stúlkurnar tókú boðskap skólastjórans með miklum fögnuði. Ég fór svo að spjalla við þessar ungu, lífs- glöðu stúlkur í Kuldabeltinu. Ég sagði þeim ýmislegt frá íslandi, eins og ég gerði jafnan í skólanum, en af því að ég hafði nær því heilan klukkutíma til umráða, þá sagði ég þeim ágrip af Harðar sögu og Hólmverja, sérstaklega sögu Helgu jarlsdóttur. Stúlkurnar hlust- uðu hljóðar og hugfangnar á sögu hinnar sænsku jarls- dóttur, en sagan um sundafrekið hreif þær mest, þegar Helga „bjargaði lífi sona tveggja“. Þegar ég hafði lokið frásögunni, sátu stúlkurnar kyrrar, en ég fór eitthvað að spjalla við skólastjórann. Eitthvað voru stúlkurnar að pískra saman, en allt í einu sagði ein stúlkan hátt og skýrt: „Hilsen til Island.“ „Kveðja til íslands“ eða: „Skilaðu kveðju okkar til ís- lands.“ Ég leit brosandi yfir hópinn og spyr þær á sænsku, hvort þær biðji frekar að heilsa piltum eða stúlkum. Stúlkur eru nefndar „flickoru en piltar „pojkar“ í sænsku máli. Þá fór nú heldur að koma hreyfing á ungfrúrnar. Þær hnipptu hver í aðra brosandi og voru mjög dular- fullar á svipinn. Allt í einu kom svarið í kór frá öllum hópnum: „Pojkarna! Pojkarna,“ tónuðu þær allar í einu, kafroðnuðu og skríktu og hlógu. Þessari kveðju er nú formlega skilað á prenti, en lík- lega eru þessar glæsilegu, ungu stúlkur allar orðnar hús- freyjur og mæður á sænskum heimilum, en vel geta þær hafa flutt sig úr kuldabeltinu. Ekki get ég leynt því, að ég hafði gert mér allt aðr- ar hugmyndir um líf fólksins og gróður í kuldabeltinu, áður en ég kom þangað. Vitanlega kom ég þarna, þeg- ar sólin og vorblíðan höfðu tekið við völdum, en mér skildist á fólkinu, að veturinn langi væri ekkert ægi- legur. Frá litla heiðaþorpinu Vittangi fór ég með stórum áætlunarbíl niður Tornedalinn niður með Torneelv Sví- þjóðarmegin. Þá kynntist ég dalnum betur, fegurð hans og frjósemi. Fólkið í bílnum var vingjarnlegt og fræð- andi, og þegar farið var að fækka í bílnum og hann átti að bíða um stund við krossgötur eftir öðrum bíl, skammt frá litlu sveitaþorpi, var ég sóttur út í bílinn, þar sem ég beið einn, og boðið heim að einu húsinu til að gefa mér kaffi og brauð. Fólkið á bænum var hlý- legt og hljóðlátt í framkomu og mér fannst ég vera kominn heim í dalabyggð á Islandi. Þegar neðar kom í dalinn bar meira á vorleysingu í landamærafljótinu, og varla sá í vatn fyrir timburflota, sem hinn þungi, hægláti straumur flutti með sér ofan úr fjallabyggðinni og niður að sögunarmyllunum, neð- ar í dalnum. Þessi dvöl mín í kuldabeltinu var vorið 1946 — er að- eins eitt ár var liðið frá stríðslokum. Omurlegt var að litast um handan árinnar Finnlandsmegin. Þar höfðu Þjóðverjar dvalizt á stríðsárunum, eftir að Finnar Ientu í styrjöld með þeim. Þegar Þjóðverjar sáu fram á ósigur sinn þarna og hurfu á braut, þá brenndu þeir öll býl- in í dalnum Finnlandsmegin á löngu svæði og þar sáust hvergi bæjarhús uppistandandi, en á stöku stað stóðu uppi einstök hús, svo sem hlöður og útihús, sem eld- urinn hafði ekki unnið á. Byrjað var á að býggja þarna upp bæi að nýju. Stefán Jónsson. \ Bréfaskipti Sigurbjörg Kristjánsdóttir, Háagerði við Skagaströnd, A.- Húnavatnssýslu, óskar eftir að komast í bréfasamband við drengi og stúlkur á aldrinum 14—19 ára. Þórir Steingrímsson, Símstöðinni Brú í Hrútafirði, Stranda- sýslu, óskar að komast í bréfasamband við pilt eða stúlku á aldrinuml2—14 ára. Margrét Jónsdóttir, Hóli, Staðarhreppi, Skagafirði, óskar eftir að komast í bréfasamband við pilt eða stúlku á aldrin- um 14—16 ára (mynd fylgi). Þorgerður Erla Jónsdóttir, Munaðarnesi, Ingólfsfirði,. Strandasýslu, óskar eftir bréfaskiptum. Vilhjálmur Guðnason, Bröttugötu 3, Vestmannaeyjum,. óskar eftir bréfasambandi við pilt eða stúlku á aldrinum 20— 35 ára. Sólveig Ingólfsdóttir, Vatnsdalsgerði, Vopnafirði, N.-Múl., óskar eftir að komast í bréfasamband við pilta á aldrinum 18-22 ára. Helgi Maronsson, Suðurgötu 16, Sandgerði, óskar eftir að komast í bréfasamband við stúlkur á aldrinum 14—16 ára. Óskar Gunnarsson, Reynistað, Sandgerði, óskar eftir að komast í bréfasamband við stúlkur á aldrinum 14—16 ára. Hrafn Guðmundsson, Brjánslæk, Barðaströnd, Vestur- Barðastrandarsýslu, óskar eftir að komast í bréfasamband við pilta á aldrinum 12—15 ára. Helga Þorsteinsdóltir, Höfn í Borgarfirði (eystra), óskar eftir að komast í bréfaskipti við fólk á aldrinum 17—22 ára (óska eftir að mynd fylgi). Sara Eliasdóttir, Skólavegi 24, Vestmannaeyjum, óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 17—19 ára. Heima er bezt 97

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.