Heima er bezt - 01.08.1960, Blaðsíða 6

Heima er bezt - 01.08.1960, Blaðsíða 6
Skógargerði. nefnd, einnig í skattanefnd og sýslunefndarmaður hef- ur hann verið yfir 40 ár og er enn. Hefur aldrei komið fyrir að hann hafi ekki mætt á sýslufundi, og er þó yfir erfiðan fjallveg að fara til Seyðisfjarðar. í héraðsmálastarfi sínu hefur Gísli verið raunsær og hagsýnn. Hefur hann jafnan verið í þeim flokki, sem lengst vildi sækja fram, svo lengi sem forsjár var gætt. Er honum Ijóst, að engin kynslóð rækir sitt hlutverk sómasamlega, nema með nokkurri hliðsjón til framtíð- arinnar. Hefur hann sýnt þetta engu síður í einkalífi sínu, t. d. gaf hann fyrir nokkrum árum Fellahreppi 100 gimbrar, sem hreppsnefnd hefur til ráðstöfunar. Skulu þær fyrst og fremst þjóna því hlutverki að létta undir með þeim, sem eru að hefja búskap. Skulu þeir fá gimbrarnar um 5 ára bil endurgjaldslaust. Má fram- lengja þann tíma, nema því aðeins að nýir menn komi til. Sýnir þetta betur en flest annað skilning hans og umhyggju fyrir þörfum framtíðarinnar. Gísli hefur tekið mikinn þátt í stjórnmálum. Hefur hann þar sem annars staðar staðið framarlega. Hann hefur alltaf fylgt Sjálfstæðisflokknum að málum og hef- ur nokkrum sinnum boðið sig fram fyrir flokkinn í Norður-Múlasýslu. En honum sem öðrum hefur reynzt um megn að sigrast á fylgi Framsóknarflokksins hér um slóðir. Gísli Helgason er glæsimenni í sjón. Hann er hár vexti og réttvaxinn, fríður sýnum, svipmikill og drengi- legur. Hann er gleðimaður mikill og allra manna skemmtilegastur í viðræðum. Hann er vel að sér um ættir og annan þjóðlegan fróðleik, enda hefur hann rit- að mikið um þau efni. Hefur komið út eftir hann ein bók, Austfirðingaþættir, auk fjölda ritgerða í blöðum og tímaritum. Þó má fullyrða, að það er ekki nema brot af öllu því, sem Gísli hefur skráð og á í handriti. Kennir þar margra grasa. Þó mun það mest fjalla um atburði og menn á Austurlandi, auk geysimikils vísna- safns. Gæti ég trúað því, að útgefendum þætti fengur í að komast í þá syrpu. Árið 1951 var Gísli sæmdur riddarakrossi hinnar ís- lenzku Fálkaorðu. Hinn 4. nóvember 1958 áttu þau Skógargerðishjón gullbrúðkaup. Stóðu þá börn þeirra og tengdabörn fyr- ir miklu hófi í tilefni af þeim atburði. Settu gullbrúð- hónin aðeins eitt skilyrði fyrir samþykki sínu á þessu hófi, en það var að um engar gullbrúðkaupsgjafir væri að ræða. Var fjöldi fólks saman komið í hófi þessu. Var margt vel og maklega til þeirra hjóna talað við það tækifæri. En minnisstæðast verður mönnum samt það, sem Gísli sagði sjálfur í ræðu, sem hann hélt í lok sam- sætisins. Taldi hann að starfsþrek sitt væri nú mjög farið að réna, en þó ekki með öllu þrotið. Sagðist hann helzt hafa hugsað sér að verja því, sem hann ætti eftir af því til skógræktar. „Það getur komið einhverjum að notum eftir 100 ár“. Hugsunarhætti Gísla verður tæp- ast betur lýst, en hann hefur sjálfur gert með þessari einu setningu. 258 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.