Heima er bezt - 01.08.1960, Blaðsíða 22

Heima er bezt - 01.08.1960, Blaðsíða 22
Daginn eftir birtist myndin og viðtalið á forsíðu í „Betgens Tidende". Eitt það fyrsta sem vekur athygli, þegar stigið er á land í Björgvin, er svonefnd Þýzkabryggja og Hákon- arhöllin, sérkennilegar stórbyggingar frá gömlum tíma. Þýzkabryggja er fimm til sex hæða raðhús, brúnmál- uð í burstastíl, minna nokkuð á gamla héraðsskólann á Laugarvatni, hvað byggingarstílinn snertir. Þetta munu vera gömul vörugeymsluhús frá dögum Hansa- kaupmanna. Mikill eldsvoði lagði Þvzkubryggju í rúst árið 1958, en er nú endurbyggð í sínum upprunalega stíl. Hákonarhöllin, fornfáleg en stórglæsileg bygging frá því um 1400, varð fyrir miklum skemmdum í sprengjukasti Þjóðverja í síðustu heimsstyrjöld. Nú var að mestu lokið að gera við skemmdirnar. Fyrri hluta dagsins notuðum við til þess að skoða borgina. Kona mín og dóttir höfðu ekki heldur komið fyrr til Noregs. Björgvin er afar falleg og snyrtileg borg. í miðri borginni er allstór tjörn, eins og hjá okkur hér í Reykjavík. Þótt borgin sé gömul, eru þar mörg opin svæði og skemmtigarðar. Trjárunnar og blóma- breiður eru þar á hverju strái, og gefa umhverfinu líf og lit. Sums staðar gnæfa upp úr gömul, hávaxin tré, eins og risar á verði. Víða gefur að líta myndastyttur og minnismerki. Má nefna myndastyttur af skáldunum Björnstjerne Björn- son og Nordal Grieg, og undrasnillingunum á sviði tón- listarinnar, Edvard Grieg og Ole Bull. Minnismerkið af Ola Bull er jafnframt gosbrunnur. Ole Bull stendur hnarrreistur með fiðluna sína, baðaður í úða vatnsins. í tjörninni við fætur Ole Bull er líkan af ferlegum nykri, kannski á það að tákna, að Ole Bull hafi seitt skrímslið úr fossinum með töfrandi tónum fiðlunnar. Ole Bull var stofnandi leikhússins í Björgvin, og stærsti hljóm- leikasalur borgarinnar ber nafn hans. Rétt utan við Björgvin var heimili skáldsins Nordal Grieg, og nú er húsið varðveitt sem minjasafn, og hef- ur við engu verið hróflað, síðan hann bjó þar. Grieg var mikill íslandsvinur og dvaldi hér á stríðsárunum. Eins og margir muna, var flugvél hans skotin niður yfir Berlín árið 1943. Nordal Grieg var þá aðeins liðlega fertugur að aldri. Mikið hefur verið þýtt af Ijóðum hans á íslenzku, og einnig skáldsagan „Enn er jörðin ung“. Allir þekkja höfuðskáld Norðmanna, Björnstjerne Björnson. Talsvert hefur verið þýtt eftir hann á ís- lenzku. Unglingasaga hans „Sigrún á Sunnuhvoli“ er íslenzkum lesendum, ungum sem gömlurn, einkar kær. Mörg fleiri minnismerki eru ótalin á ýmsum torgum og opnum svæðum í borginni, t. d. minnismerki um sjó- menn í Björgvin, sem týndu lífinu í síðustu heimsstyrj- öld. Og síðast en ekki sízt vil ég nefna myndastyttu snill- ingsins Gustav Vigeland af Snorra Sturlusyni. Það mun vera afsteypa þessarar styttu, sem Norðmenn gáfu Is- lendingum, og sett var upp í Reykholti. Eitt fjallanna sjö, sem umlykja Björgvin, heitir Flöy- en. Uppi á fjallinu er stórt veitingahús, sem mikið er sótt af ferðamönnum. Engin farartæki eru tiltæk upp fjallið nema sporbraut Myndin sern birtist í fíergens-Tidende af höfundi meö konu og dóttur. 274 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.