Heima er bezt - 01.08.1960, Blaðsíða 12

Heima er bezt - 01.08.1960, Blaðsíða 12
ARNI ARNASON FRA GRUND: Tólf ára Káseti að er mjög trúlegt að þú, lesandi góður, haldir, að svo jarðgróinn landkrabbi sem ég er, hafi aldrei á sjó komið og gegnt þar stöðu sem há^ seti á bát, svo ekki sé nú talað um hærri stöður né stærri skip. Ekki t. d. eiturbrasari á vélbát eða skútu, viðurnefni, sem sjómennirnir hafa urn matreiðslumenn sína, hversu góðir sem þeir eru í starfi sínu. En þama skjöplast þér í hugmyndum þínum gagnvart mér. Eg var einu sinni lítið brot úr sjómanni, reri til fiskjar með handfæri part úr einni vor- og sumarvertíð, og var há- seti hjá ágætum formanni, sem hafði góða fiskimenn. Ég komst meira að segja í mjög hættulegt ævintýri á sjó, og stóð mig eftir atvikum vel og hreystilega. (Það sagði reyndar enginn, nema ég sjálfur). iVIér datt í hug að segja þér frá þessum fyrsta virkilega róðri mínum sem háseta, frá formanni mínum og meðhásetum. Mér er það í fersku minni, þótt liðin séu nær 50 ár síðan. Ef til vill hefur þú gaman af að heyra um þetta.... Ég hafði legið vakandi í rúminu síðasta klukkutím- ann og hlustað, horft upp í loftið og hlustað. Ég svaf inni hjá foreldrum mínum og hafði sem allra minnst bært á mér, til þess að vekja þau ekki, bæði örþreytt eftir erfiði dagsins. Loks heyrði ég fótatak nálgast húsið og beið í of- væni um, hvað gerast mundi. Skyldi það vera formað- urinn? Fótatakið kom nær glugganum, alveg að hon- um, en svo varð allt hljótt fyrir utan. Nokkur augna- blik liðu. Svo var drepið ofurlétt á rúðuna, svo létt, Róðrarbátar við bryggju. Þannig leit út við Edinborgarbryggju 1919—14, pegar ég var háseti. Til hœgri sést á pakkhus G. J. Johnsens. A miðri mynd sést Nausthamarshús. að ef ég hefði ekki verið vakandi, hefði ég alls ekki orðið þess var, auk heldur að ég hefði vaknað við það, ef ég hefði verið sofandi. Formaðurinn hefur áreiðan- lega ekki ætlað sér að vekja pabba og mömmu. Hann hefur vitað, að þau voru hvíldarþurfi, blessaður karl- inn. Ég læddist fram úr rúminu, teygði hendina inn undir gluggatjaldið og bankaði örlítið í rúðuna. Það var svarmerki frá mér um það, að ég væri vaknaður. Formaðurinn fjarlægðist þá húsið léttum skrefum. Hann hafði verið að kalla mig á sjóinn, ófermdan strákhvolp- inn, sem enginn réði við fyrir bannsettri óþekkt, hér- aðsfrægan ólátabelginn, sem nú hafði legið andvaka meiri part næturinnar, af tilhlökkun yfir að fara að róa. Ég leit á klukkuna. Hún sýndi 15 mínútur yfir fimm. Ég klæddi mig í flýti og ekki alveg hávaðalaust, greip sjóbitann, sem mamma hafði útbúið mér kvöldinu áður, og gekk að rúmi foreldra minna. Þau voru þá bæði vakandi. Ef til vill höfðu þau verið það lengi, þó ég yrði þess ekki var, og höfðu fylgzt með því, hvemig ég útbyggi mig á sjóinn. Ég var viss með að gleyma að fara í einhverja flíkina af tilhlökkuninni. Vafalaust hafa þau líka hugsað margt viðkomandi mér, þar eð þetta var í fyrsta skipti, sem ég fór í fiskiróður sem ráðinn háseti og átti að lúta stjórn vandalausra. Ég settist á rúmið hjá þeim og hélt í hönd pabba. Þau báðu mér velfarnaðar á sjónum, vera formanninum hlýðinn, há- setunum góður félagi og taka öllum leiðbeiningum vel. „Mundu eftir, Addi minn“, sagði pabbi, „að gera eins og þeir segja þér. Þeir vilja þér vel, eru ágætis menn, og er þér óhætt að treysta þeim í öllu, vinur minn.“ Ég lofaði þessu fúslega, kyssti þau svo ynnilega og flýtti mér til skips, með matarbitann í annarri hend- inni, en færið mitt og tvo varaöngla í hinni. Ég mætti fyrstur til skips, og þótti mér það ekki slæm byrjun. Gerði ég ráð fyrir, að hinir væru að sækja bösl sín og farviðu bátsins upp í kró, svo að ég eyddi tím- anum, meðan ég beið þeirra, með því að skoða skipið, sem ég átti að róa á. Það var reyndar ekki hægt að kalla það skip, en það var allra fallegasti bátur. Hann var grár á lit með svartri rönd, svonefnt fjögramannafar. Formaður minn var Sigurður Ólafsson í Vegg, alltaf kallaður Siggi í Vegg. Hann átti bátinn, sem var stolt hans og dýrmætasta eign. Sigurður hafði lofað pabba að taka mig með á sjóinn fram að lundaveiðitíma þetta sumar og kenna mér til sjómennsku. Hann var vanur að hafa stráka sem háseta, þótti afbragðs kennari og lag- inn við það að fá það bezta fram, sem í strákunum bjó. í þeirri sérgrein hafði Sigurður ærinn starfa, marga 264 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.