Heima er bezt - 01.08.1960, Blaðsíða 28

Heima er bezt - 01.08.1960, Blaðsíða 28
verða lúin, þótt aldurinn væri ekki meiri. Ég var held- ur aldrei vel hraust, eftir að ég frétti svo óvænt um lát unnusta míns forðum. Þá var eins og eitthvað brysti innra með mér, sem aldrei varð heilt síðan. Þegar ég var þrátíu og fimm ára, lenti ég eitt sum- ar í kaupavinnu með manni héðan úr Reykjavík, er Jón hét. Hann var kominn undir fimmtugt og hafði aldrei kvænzt. Jón var ekki fríður maður að útliti, en hægur í framkomu og bauð af sér góðan þokka. Hann var duglegur til vinnu og traustur. Jón hafði hug á því að stofna eigið heimili og færði það eitt sinn í tal við mig, hvort ég hefði ekki líka hug á að eignast fast heim- ili. Ég var farin að þreytast á því að vinna alltaf hingað og þangað hjá öðrum og vildi garnan eignast fastan samastað. Það varð því að samkomulagi með oltkur Jóni, að við stofnuðum heimili saman, án þess að nokk- ur ást kæmi þar til greina af minni hálfu. Hana gat ég ekki gefið honum. Um haustið keypti Jón iítið hús hér í Reykjavík, og við giftum okkur og fórum að búa. Árið eftir eignað- ist ég dreng, stóran og efnilegan, sem ég lét heita Gunn- ar, og nú var ég hamingjusöm móðir. En þegar Gunn- ar minn var aðeins ársgamall, veiktist hann af kíghósta og dó. Þá dró dimmt sky yfir líf mitt, en Guð leiddi mig gegnum þá þungu sorg eins og allt annað. Ári síðar eignaðist ég svo dóttur, en missti hana líka, fárra vikna gamla. Svo liðu tvö ár, en þá eignaðist ég annan dreng, sem ég lét einnig heita Gunnar, og ári síðar eignaðist ég svo stúlku, og þau fengu bæði að lifa hjá mér. Jón hafði oftast vinnu, svo að við komumst sæmilega -af með börnin, eftir þeim kröfum, sem þá voru gerðar. Sambúð okkar Jóns var alltaf friðsöm, og við reynd- um bæði að gera okkar skyldur gagnvart hvort öðru. Börnin okkar voru skýr og efnileg, en þó sérstaklega drengurinn. Hann var bráðger mjög til sálar og líkama. Mig dreymdi líka marga og fallega drauma um Gunnar litla son minn. Þegar hann yrði stór, ætlaði ég að leggja allt í sölurnar til þess að hann gæti gengið menntaveg- inn, og helzt átti hann að verða prestur, eins og Gunnar Geirsson, nafni hans, hafði ætlað sér. En honum kaus ég að drengurinn minn líktist í sem flestu. Þegar börnin voru tíu og ellefu ára gömul, veiktist Jón hastarlega og lá heima mjög þungt haldinn. Ég reyndi að hjúkra honum eftir beztu getu og fékk til hans hvem lækninn af öðram, en þeir gátu ekki við neitt ráðið. Það stóð ekki í mannlegu valdi að bjarga honum til þessa lífs, og hann andaðist eftri langa og þunga sjúkdómslegu heima hjá mér. Nú var ég orðin ekkja með tvö börn í ómegð, og hóf nú ein baráttuna fyrir uppeldi þeirra. Á sumrin fór ég með þau í kaupavinnu austur í sveit, en á veturna tók ég sauma heim til mín og vann fyrir okkur á þann hátt. Stundum var þröngt í búi, því get ég ekki neitað, en altaf komst ég af án þess að þiggja nokkurn opin- beran fjárstyrk. Þegar búið var að ferma Gunnar minn, hvatti ég BARNAGETRAUN Þá erum við komin að lokaþætti barnagetraunarinn- ar, og nú gildir að standa sig. Við höfum glímt við rándýr og apa, og nú er röðin komin að selunum. Af þeim eru einnig til margar ó- líkar tegundir, en um eina þeirra segir svo í Dýrafræði Jónasar Jónssonar: „...... er á lengd við fullorðinn mann, ljósgrár að neðan, dekkri að ofan, með mörgum dökkum díl- um. Búkurinn er ávalur og fleygmyndaður. Hálsinn stuttur og gildur. Höfuðið fremur lítið, hnöttótt og trýnið stutt. Fæturnir, sem kallaðir eru hreifar, eru mög stuttir og með sundfit milli tánna. Selurinn er all- ur snögghærður og þétthærður, með veiðihár eins og köttur. Hann er illa fallinn til að hreyfa sig á þurru landi, en kafar prýðilega, syndir jafn vel á bringunni, bakinu eða hliðinni og treður marvaða, svo að hálfur skrokkurinn er upp úr. Þegar selurinn ætlar að skríða á land eða upp á ís, sveiflar hann sér upp úr vatninu og upp á bakkann, réttir þá úr sér, styður framhreifun- um niður, hefur upp kryppuna, dregur afturhreifana að sér, réttir síðan úr sér, og svo koll af kolli. Þó að þess- ar hreyfingar selanna á landi séu mjög þunglamalegar, þá geta þeir samt verið svo fljótir, að fullorðinn maður hafi ekki við þeim.“ Jæja, þá er ekki annað en að segja til um hvaða sela- tegund það er, sem Jónas Jónsson er hér að lýsa fyrir ykkur. Er það rostungurinn, landselurinn, útselurinn, vöðuselurinn eða blöðruselurinn? 3..................................... Þegar þið eruð viss um réttu svörin við öllum þrem- ur spurningunum, þá skrifið þið svörin á blað, ásamt nafni ykkar og heimilisfangi, setjið blaðið í umslag, sem þið merkið með orðinu „DÝRAFRÆÐI“, og send- ið síðan til „Heima er bezt“, pósthólf 45, Akureyri. Svörin þurfa að hafa borizt afgreiðslu blaðsins fyrir 20. september n. k. Fyrstu verðlaun í bamagetrauninni eru nýtízku skrif- borð frá „Valbjörk“ h. f. á Akureyri, að verðmæti kr. 1960.00. Auk þess verða veitt 5 aukaverðlaun, og verða það eintök af „Dýrafræði“ Jónasar Jónssonar frá Hriflu. 280 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.