Heima er bezt - 01.08.1960, Blaðsíða 33

Heima er bezt - 01.08.1960, Blaðsíða 33
Sleppiá ekki tækifærinii til aá eignast gónteppi frá A eíaicuium* 4. Þá er komið að síðasta þætti getraunarinnar, sem hófst í júní-heftinu. Það er ekki á hverjum degi sem tækifæri gefst til að eignast alveg ókeypis tólf fer- metra gólfteppi frá hinum listrænu iðnaðarmönnum hjá ,,Vefaranum“ h.f. á Kljásteini í Mosfellssveit. í júní- og júlí-blöðunum sáuð þið myndir af fjór- urn kunnum þjóðskörungum úr hópi hinna svo- nefndu „Aldamótamanna“. Hér sjáið þið svo loks myndir tveggja manna í viðbót úr þessum glæsilega hóp. Nú er vandinn ekki annar en sá, að rita niður nöfn allra þessara sex „Aldamótamanna“ í þeirri röð, sem myndirnar birtust af þeim hér í blaðinu. Síðan sendið þið lausnina í umslagi, auðkenndu með orðinu „ALDAMÓTAMENN“, til „Heima er bezt“, pósthólf 45, Akureyri. Eins og áður birtum við hér nöfn nokkurra „Aldamótamanna", ykkur til hægðarauka: Skúli Thoroddsen Tryggvi Gunnarsson Elín Briem Magnús Stephensen Hannes Hafstein Þorsteinn Erlingsson Stefán Stefánsson, skólameistari Arnljótur Ólafsson Þorbjörg Sveinsdóttir Benedikt Sveinsson Björn Jónsson Valtýr Guðmundsson Aðeins þeir, sem eru fastir áskrifendur að „Heima er bezt“, geta tekið þátt í getrauninni. Ráðningar þurfa að hafa borizt afgreiðslu blaðsins fyrir 20. október næstk. Úrslitin í getrauninni verða birt í nóvember-hef tinu. Auk hinna glæsilegu fyrstu verðlauna, verða veitt 5 auka-verðlaun. Verða það eintök af hinni bráð- skemmtilegu og fróðlegu bók Jónasar Jónssonar frá Hriflu „Aldamótamenn". Heima er bezt 285

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.