Heima er bezt - 01.10.1961, Síða 5

Heima er bezt - 01.10.1961, Síða 5
Sanitas, sem þá var á Seltjarnarnesi. Hafði Gísli stofn- að hana ásamt með þeim Guðmundi Ólafssyni í Nýja- bæ og Jóni Jónssyni í Melshúsum. Var hún staðsett á Seltjarnarnesi vegna þess, að vatn var talið bezt þar. Þegar Tómas hafði starfað eitt ár hjá Gisla var svo komið, að hann sá um alla framleiðsluna, og þegar Gísli fór utan til gerlafræðináms, ári síðar, tók Tómas við rekstrinum og vann hjá fyrirtækinu til ársloka 1912. Þegar hér var komið sögu er Tómas orðinn 24 ára gamall og telur að tími sé kominn til, að hann fari að eiga með sig sjálfur að öllu leyti. Hann hefur aflað sér undirstöðuþekkingar í þeirri atvinnugrein, sem hann ætlar að helga starfskrafta sína, og er þess albú- inn, að leggja hart að sér til þess að læra það sem á vantar. Hann ákveður að stofna ölgerð. Nokkru áður hafði Gísli Guðmundsson gerlafræðingur reynt að koma á fót ölgerð, en sú ráðagerð fór út um þúfur, vegna óheppilegra afskipta stjórnarvaldanna, og flestir misstu trúna á slíkum atvinnurekstri um sinn. Tómas var þó á annarri skoðun og Gísli hvatti hann til fram- kvæmda. Hann hafði eftir reynslu sína af Tómasi, með- an þeir störfuðu saman, óbilandi trú á dugnaði hans og hæfileikum, og skal í því sambandi vitnað hér í orð Gísla sjálfs, í 15 ára afmælisriti um Ölgerðina Egil Skallagrímsson, árið 1928, en þar segir svo: „Hann stofnaði ölgerðina „Egil Skallagrímsson11 17. apríl 1913. Menn héldu að hér yrði aðeins um apríl- hlaup að ræða, en höf. var á annarri skoðun í þessu efni, og eggjaði hann Tómas til framkvæmda, því að það bar þegar í stað á því, þegar hann kom austan úr Rangárvallasýslu árið 1906, að hér yrði ekki um með- almann að ræða. Tómas var áræðinn, framúrskarandi þrautseigur og góður drengur, en það eru þeir kostir, sem koma mönnum jafnan langt áleiðis.“ Eins og fram kemur hér á undan telur Tómas stofn- ■dag ölgerðarinnar vera 17. apríl 1913, en þann dag :seldi hann fyrstu framleiðsluna. Fyrsta árið var ölgerð- ín til húsa í Þórshamars-kjallaranum, Templarasundi 3, ■en þar reyndist húsrými brátt of lítið, og var hún þá flutt í svonefnt Thomsenshús við Tryggvagötu og var þar til ársins 1917. Fyrsta hálfa árið var Tómas einn við framleiðsluna, en hafði dreng til að aka út vörun- um á handvagni. Fyrsta framleiðslan var maltöl, sem •strax þótti afbragðs gott, og svo er enn í dag, að Egils- :maltöl þykir kostadrykkur. Arið 1915 fór Tómas til Danmerkur og vann þar í ■ölgerðinni Stjernen í Kaupmannahöfn, til þess að læra meira og kynna sér rekstur ölgerðarhúsa. Og síðan hef- ur hann farið margar slíkar ferðir. Árið 1917 keypti hann eignina Njálsgötu 21 og byggði þar, í smáum stíl fyrst, ölgerðarhús, hið fyrsta, sem reist var hér á landi í þeim tilgangi. Það nægði til ársins 1924, en þá voru keypt nýtízku áhöld til framleiðslunnar og reist ný- bygging fyrir ölgeymslu og gerjun ölsins. Vélar og áhöld hafa alltaf verið endurnýjuð í samræmi við kröf- ur tímans og þær framfarir, sem orðið hafa í starfs- Tómas Tómasson og fjölskylda hans. Jlgnes Jónsdóttir Bryndal, Tómas Agnar, Jóhannes Heimir, greininni erlendis. Árið 1926 réði Tómas til sín þýzkan fagmann, sem starfaði hjá honum næstu 10 árin og reyndist ágætlega fær maður í sinni grein; og síðan hafa alltaf starfað erlendir sérfræðingar við ölgerðina, nema á stríðsárunum. Árið 1930 keypti Tómas gosdrykkjaverksmiðjuna Síríus, og sama ár var Ölgerðin Þór stofnuð í Reykja- vík. En tveimur árum síðar var stofnað hlutafélag úr báðum verksmiðjunum og gekk það inn í „Egil Skalla- grímsson“. Varð Tómas aðaleigandi fyrirtækisins og forstjóri þess, og stjórnarformaður, að fyrsta árinu undanteknu. Á gömlu Þórs-lóðinni var síðar reist full- komin gosdrykkjaverksmiðja, ásamt bílaviðgerðarverk- stæði, kassasmiðju o. fl. Eins og sjá má af því, sem sagt hefur verið hér að framan, hefur fyrirtækið vaxið og eflzt undir hinni öruggu stjórn forstjórans. Og enn er svo komið, að húsakostur og starfsrými er að verða ófullnægjandi. Eins og áður var sagt var Tómas sjálfur eini starfs- maðurinn í byrjun, ásarnt dreng sem annaðist útkeyrsl- una á handvagni. Nú starfa hjá ölgerðinni frá 70—100 manns, eftir árstímum. Fyrsti bíllinn var keyptur 1930 og mun hafa annað því, sem þá var að gera. Nú eru bílarnir orðnir tíu. Hvernig húsbóndi Tómas Tómasson muni vera, má ráða af því, að fæstir, sem til hans koma í starf, fara frá honum aftur meðan þeim endist starfsorka. Elzti starfsmaðurinn við ölgerðina, Sigurður Jónsson, fyrrv. skákmeistari íslands, hefur unnið þar í 48 ár. Margir hafa verið þar milli 30 og 40 ár og aðrir 20—30 ár o. s. frv. Sjálfur orðar Tómas þetta þannig, að hann hafi verið einstaklega heppinn með starfsfólk, en augljóst er að heppnin hefur verið gagnkvæm, því að á þessum tímum mundi gott fólk tæplega una svo lengi í starfi hjá öðrum en góðum húsbónda. Það er einróma álit allra, sem til þekkja, að Tómas Tómasson sé bæði hagsýnn og samvizkusamur atvinnu- rekandi. Hann eys ekki fé í óþarfan kostnað, en hefur hins vegar ekkert til sparað, þegar um það hefur verið að ræða, að fullkomna vélakost og annan útbúnað fyrir-

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.