Heima er bezt - 01.10.1961, Qupperneq 16
Landlyst 1958. Ný’ir og starri gluggar, en annars mikið til
óbreytt frá fyrstu tið.
lega stórt, til þess að ég gæti búið þar og ljósmóðirin.
En af því að hún fékkst ekki til að búa þar, nema fjöl-
skylda hennar flytti í stofnunina, þá var því þannig
fyrir komið, að hún komi tvisvar á dag í stofnunina
til þess að vitja kvennanna og barnanna, fyrir tveggja
dala borgun fyrir hverja konu og jafnháa upphæð fyr-
ir hvert barn. Til þess að búa í stofnuninni var ráðin
matselja, sem fékk 3 marka laun á dag fyrir hvert barn,
sem lifði, og tvö fyrir hvert barn, sem lézt. Auk þess
þóknun fyrir mat handa fátækum konum. Meðan ver-
ið var að koma stofnuninni í lag, tókst ég á hendur
ferð til fastalandsins og kom fyrst aftur 20. september.
(Sbr. hér á undan.)
Ég komst að raun um að íbúarnir voru langt frá því
að vera hlynntir fyrirtækinu. Konurnar voru ófúsar til
þess að leggjast inn á stofnunina, jafnvel þess fullviss-
ar, að ekki væri hægt að afstýra dauða ungbarnanna.
Ég átti því erfitt með að koma fyrirtækinu í fram-
kvæmd og þrátt fyrir það þótt ég legði margt í söl-
urnar. Ég gat aðeins fengið átta konur til að leggjast á
stofnunina. Aftur á móti voru öll börn, sem fæddust
þann tíma, sem ég dvaldist á þessum stað, flutt þang-
að annað hvort sama dug eða daginn á eftir, að þau
fæddust. Með því að sjúkdómurinn kemur venjulega
í ljós, hér sem annars staðar, innan 14 daga eftir fæð-
inguna, var börnunum hjúkrað, og þau alin aðeins 2
til 3 vikur á stofnuninni.
Ég þarf ekki að taka fram, að ég gætti allra varúðar-
reglna með tilliti til dragsúgs, hitabreytinga og óþæg-
inda m. a. við að gefa börnunum að borða (kunstliche
auffiitterung), sem ekki varð hjá komizt vegna að-
stæðna. Einkum gaf ég gætur að naflastrengnum og
lét, eftir ráði amerískra Iækna, binda um naflann á öll-
um börnum, þangað til að hann féll af, með „balsamum
copaivae“ þar sem vart varð við hið minnsta grun-
samlegt sjúkdómseinkenni, t. d. ef naflasárið hafði mis-
litt útlit, brúnirnar uppflenntar og bólgnar, neðri hluti
líkamans heitur og stífur, notaði ég líka sem varúðar-
reglu, heit jurtablöð og lét binda naflann einu sinni
eða tvisvar daglega með sárabindi, sem bleytt var í
„Laud. liq. Syd.“
Af þeim 23 börnum, sem tekin voru á stofnunina (sá
fjöldi svarar til meðaltals barna sem fæddust árlega),
fengu aðeins 3 ginklofaveikina og létust þau, þó meðöl
væru notuð. Tvö létust á 7. degi en eitt á 9. degi. Auk
344 Heima er bezt
þess dóu 2 börn, annað af vondu kvefi, sem þá gekk
og barnið hafði frá fæðingu, en hitt barnið fæddist fyr-
ir tímann og lézt af vesaldómi, án þess að nokkuð fynd-
ist athugavert á því við líkskurð.
Eftir útreikningi, sem ég hef gert eftir kirkjubókum
síðustu 20 árin, kemur í ljós að af lifandi fæddum börn-
um dóu árlega að meðaltali 62% áður en liðnar voru 2
fyrstu vikurnar eftir fæðingu....“ (Elann á hér við
árin 1828 til 1848.)
Dr. Schleisner kveðst hafa orðið var ginklofa um allt
land, en hvergi sé hann jafnskæður og í Vestmannaeyj-
um. Hann segir að barnadauðinn sé þar mestur hjá
bændum, en húsnæði þeirra sé verst og sóðaskapur
mestur. Næst gangi barnadauðinn hjá tómthúsmönn-
um, þá embættismönnum og verzlunarfólki en minnst-
ur sé hann hjá kaupmönnum, enda séu húsakynni þeirra
bezt. Einnig segir hann, að híbýli manna í Eyjum séu
þau langverstu, er hann hafi séð á öllu landinu, og er
lýsing hans á þeim mjög ófögur.
Enginn vafi er á, að húsakosti manna hér hefur ver-
ið mjög ábótavant um þessar mundir og hreinlæti af
skornum skammti bæði í Eyjum og annars staðar, að
minnsta kosti í augum dr. Schleisners. Það er ekki að
undra þótt honum hafi blöskrað, þegar þess er gætt, að
allar líkur eru til að fyrstu mannahíbýlin, sem hann
hefur kynnzt, hafi verið fjósbaðstofur, sem vitanlega
voru mjög misjafnar að gæðum og hreinlæti. Við hús-
dyr margra heimila hér í Eyjum voru þá safnþrær, sem
í var hent alls konar úrgangi, hefur óefað lagt af þeim
magnaðan óþef, því að allar voru þær opnar. Þá hefur
fýlafiðurlyktin af sængurfatnaði og fólkinu sjálfu ekki
verið sérlega heilnæm, að ógleymdri fýlunni og reykn-
um af eldiviðnum, sem var þurr bein, þang, fuglshamir
tað, grútur o. fl. þess háttar. Segir læknirinn að húsin
séu oftast full af svælu og reyk frá þessum óþverra, og
sé þetta mjög skaðvænlegt heilsu fullorðina, hvað þá
nýfæddra barna. Loftrými í húsum segir hann að hafi
minnst verið 48 rúmfet á mann en mest 192 rúmfet,
meðaltalið sé 99.6 rúmfet. Margt fleira telur hann upp,
sem ábótavant sé í hreinlæti og heilbrigðisháttum, og
hafa ályktanir hans efalaust haft við full rök að styðjast.
Fyrsta barnið sem fæddist og hélt lífi á fæðingar-