Heima er bezt - 01.10.1961, Síða 20
þá afhent Guðmundi, syni sínum, jörðina. Manni dett-
ur í hug, að hann, sem þá hefur verið kominn á efri ár,
hafi ekki treyst sér að búa þar lengur við eyðileggingu
þá sem orðin var. Guðmundur, sonur hans, sem tók þá
við jörðinni, bjó þar til 1889 — í 50 ár og var talinn
gildur bóndi. Honum var haldið samsæti af sveitung-
um hans í því tilefni það ár. Þá flutti fróðleiksmaður-
inn sér Jón Jónsson á Stafafelli, sem þá var prestur í
Bjarnanesi, kvæði til Guðmundar og minnist þar meðal
annars á eyðileggingu þá, sem vötnin höfðu gert.
Hann segir:
En aldir langar liðu
og landi hnigna nam,
þá hhðar huldust skriðu
og hlupu jöklar fram,
þá eyddust engjar vænar,
er ólgan vatna svall
og hurfu grundir grænar
en grjótmöl yfir skall.
Þá bú hér bóndi reisti,
er brátt nam sýna dáð o. s. frv.
Svo virðist sem skriðjökullinn hafi ekki lengi staðið
í stað, er hann hafði náð hámarki en það mun hafa
verið um 1880, því á síðasta áratug 19. aldarinnar fóru
að sjást merki til þess, þar sem hann lá við fjöllin að
hann lækkaði. Þá fór að bóla á fjallshnjúk fyrir vestan
Múlann, sem nú er orðinn talsvert stór og jöklafar-
arnir Jón Eyþórsson og Sigurður Þórarinsson gáfu
nafnið Nýju-Núpar. Síðan má segja að árlega hafi sézt
munur á honum og sérstaklega nú síðustu 20 árin. Hann
gengur, að vísu, nær eins langt fram og áður, en nú er
hann orðinn þunn skán, samanborið við það sem var
og er sennilegt að nú fari hann óðum að styttast úr
þessu, en þunginn frá hálendinu heldur honum enn við.
Nú lokar hann ekki lengur fyrir vatnsrennslið frá fjöll-
unum, svo nú er það jafnara og ekki hætt við stór-
hlaupum nema ef um eldsumbrot væri að ræða.
Þegar ég man fyrst, komu Fljótin undan jöklinum
fast við Geitafellsbjörgin og lágu farvegir þeirra þaðan
víðs vegar um sandinn. Féllu þau þá sitt á hvað út með
Svínafellsfjalli, Hoffellsfjöllunum eða um miðjan sand.
Vanalega var það svo þegar ísa leysti á vorin, að þá
varð sandurinn alveg þurr nema lítilsháttar læna, sem
féll út með austurlandinu og myndaðist af vatni úr
giljum fyrir framan Geitafell. Jafnvel þó rigningar væru
á Einmánuði og allt fram að mánuð af sumri, uxu þau
ekki því ekkert vatn kom undan jöklinum á þeim
tíma, en úr því kom það oft þegar minnst varði og
byrjaði þá stundum með stórhlaupi.
Þegar Fljótin féllu austur, lokuðu þau alveg leið að
Hoffelli, eftir sandinum yfir hásumarið og var þá mjög
erfitt að nytja Hoffellsengjar. Þá var ekki síður erfitt
að komast í Skógey til heyskapar og flytja hey þaðan,
en þangað sótti öll sveitin, fyrir utan Þveit, heyskap,
að meira eða minna leyti. Þá var líka mjög erfitt að
halda við vegi yfir Fljótin ytra, sem kallað var og er,
frá Bjarnaneshjáleigum, um Skógey, að Holtum. Var
það algengt, að menn yrðu að sundríða yfir álana —
Prestsfitarál og ál fyrir vestan Skógey, sem var nafn-
laus að öðru leyti en því, að sumir kölluðu hann Vonda-
ál. Kom það þá stundum fyrir að menn losnuðu við
hestana og urðu fyrir hrakningi, en sjaldnar varð þó
dauðaslys af því en von var til. A fyrsta áratug 20. ald-
arinnar drukknuðu tveir merkisbændur í Fljótunum.
Þorleifur Pálsson bóndi í Holtum 1904 og Guðmundur
Jónsson bóndi í Þinganesi 1909. Þá flutti skáldið og
hugsjónamaðurinn Eymundur Jónsson bóndi í Dilks-
nesi erfiljóð eftir Guðmund. í þeirn er þetta erindi:
Plerjans fljót á hvers manns slóðum.
Hvað ert þú að grafa og vinna?
Vilt þú engu öðru sinna
en að bana drengjum góðum?
Ef ég væri auðkýfingur
ég þig skyldi grafa niður,
niður í jarðar innstu iður,
um þig skyldi spenntur hringur.
Hér sér skáldið í anda það sem nú er fram komið.
Þó hann tali um að grafa Fljótin niður í jarðar innstu
iður, er það líkingamál. Nú er búið að beizla þau og
kreppa svo að þeim, að þau verða að grafa sig niður
sjálf. Hringurinn er spenntur um þau með hinni glæsi-
legu brú, sem við sjáum hér í dag og nú er tekin í
notkun. Stórt landsvæði, sem þau hafa haldið gróður-
lausu urn hálfa aðra öld, er nú verndað fyrir ágangi
þeirra. Ég las í blaðagrein í sumar, að það væri 4 fer-
kílómetrar að stærð og þótti mikið, en ég held að
blaðamaðurinn hafi ekki gert sér glögga grein fyrir
því hvað stórt það er, eða litið smáurn augum á það.
Ég býst við að óhætt sé að margfalda þá tölu með fjór-
um, að minnsta kosti og telja það 16 ferkílómetra.
Þó hér sé mikill sigur unninn, megum við ekki
gleyma því, að það er aðeins áfangi á þeirri leið, að
brúa öll jökulvötn í Skaftafellssýslum. Eftir eru Steina-
vötn í Suðursveit, Fjallsá og Jökulsá á Breiðamerkur-
sandi. Nú verður vonandi að stefnt næstu árin að brúa
þær, en hætt er við, að nokkur bið verði á því, að hægt
verði að brúa vötnin á Skeiðarársandi, en væntum þess,
að þeir tímar komi, að með minnkandi jökli og vax-
andi tækni verði það gert og þá fyrr en okkur þykir
nú útlit fyrir.
Ég lýk svo þessum hugleiðingum með því að lesa
síðasta erindið úr Brúardrápu Hannesar Hafstein, sem
hann flutti við vígslu Ölfusárbrúarinnar gömlu.
Heill sé hug og snilli.
Heill sé ráði og dáðum.
Heill sé hönd og anda.
Heiður um foldu breiðist.
Fíti sól hver sæmd og nýjar tryggðir.
Sveipi gæfan fósturjarðar byggðir.
Blómgist framkvæmd, blessist sveiti lýða.
Brúin rísi fram til nýrra tíða.
348 Heima er bezt