Heima er bezt - 01.10.1961, Qupperneq 21
ÞATTUR ÆSKUNNAR
RITSTJORI
Pi
jorsaraaiur
c I a I
(Niðurlag.)
Þegar ég réð mig að Ásólfsstöðum í nokkrar vikur
sumarið 1922, var Þjórsárdalurinn takmarkið. Harm-
sagan og auðnir dalsins seiddu mig. Páll á Ásólfsstöð-
um stóð við loforð sitt, sem hans var von og vísa. Ann-
an sunnudaginn, sem ég var þar, voru reiðskjótar heim-
reknir snemma morguns og undirbúin ferð um Þjórs-
árdal. Páll er þaulkunnugur dalnum. Hann veit nöfn á
eyðibýlunum og hann veit hvar bæirnir stóðu, þótt
rústirnar séu huldar vikri og sandi.
\ ið höfðum ákveðið að koma fyrst og fremst á þessa
staði: Eyðibýlin Stöng og Steinastaði, Gjána, Skelja-
staði og að Hjálparfossi. —
Frá Ásólfsstöðum liggur leiðin inn í Þjórsárdal fram
hjá innsta byggða bænum, Skriðufelli, — inn með
Skriðufellsskógi inn á auðnir Þjórsárdals. Vegurinn er
greiðfær, — ágætur reiðvegur. — Þetta er leiðin norð-
ur á Sprengisand, sem einu sinni var fjölfarin leið milli
Suðurlands og Norðurlands. — Á hörðum, sléttum
graseyrum á móts við Ásólfsstaði taldi ég 14—15 hálf
uppgrónar götur hlið við hlið á þessari leið. Þessar
götur myndast þannig á fjölförnum leiðum, að þegar
ein gatan dýpkar, þá myndast önnur meðfram henni
og svona koll af kolli, þegar farið er um sléttar grund-
ir af fjölmenni.
Við Páll létum klárana spretta úr spori „og ei var áð
og ekkert strá þeir fengu,“ því að landið var að mestu
gróðurlaust. Fyrst héldum við inn að Stöng „en það-
an er til Steinastaða leiðin ekki löng“.
Ég gat naumast trúað því þá, að í þessum vikurhól-
um væru grafin bæjarhús frá horfnum öldum, — frá
Söguöld eða Sturlungaöld. — Engar rústir sáust upp
úr vikurhaugunum, nema hornið á einhverju garð-
broti eða byggingu, sem reyndist vera fjós, að mig
minnir, er bærinn, eða rústir hans, voru grafnar upp.
Kristján Eldjárn þjóðminjavörður lýsir þannig út-
sýn og umhverfi, þegar komið er heim að Stöng:
„Bærinn í Stöng stendur suðvestan undir Stangar-
felli a grænum holrana, sem rís með allbrattri brekku
upp ftá Rauðá. Að húsabaki er Stangarfell, allbratt,
hömrótt og prýtt fallegu stuðlabergi sums staðar. Aðal-
útsyn frá bænum er niður eftir hinum miklu söndum
Þjórsardals, en sjónhringurinn er girtur mörgum fell-
um og fjöllum. Næst bænum, í suðri, er Skeljafell,
sviplíkt Stangarfelli, fremur lágt, en víða hömrótt;
bæði eru fell þessi allvel gróin.---Skeljafellshálsinn
byrgir sýn til Heklu, svo að aðeins bryddir á blátoppi
hennar. Fyrir mynni Þjórsárdals sjást Hagafjall og
Skriðufell, grænni og grösugri en önnur fjöll. í Skriðu-
fell ber hamraborgina Dímon með fjölbreytilegu
stuðlabergi og skógivöxnum brekkum. Fegurð hans nýt-
ur sm þo ekki fra Stöng, af því að hann ber í önnur
fjöll. Hún er stórfenglegust, þegar útlínur fjallsins fá
að skera af við heiðan himin. Inn af Dímon, í vestri
frá Stöng, sézt Reykholt, hið syðsta af fjöllum þeim,
er skipta Þjórsárdal í tvær álmur, og ofar því í fjarska
Hestfjallahnúkur; hann er hæstur Hreppafjalla. Reyk-
holt dregur nafn af gufum hvers, sem liggur á milli
þess og Rauðukamba. Má glöggt sjá reyki hans frá