Heima er bezt - 01.10.1961, Side 22
Bœjarhúsin á Stöng í Þjórsárdal.
Stöng, þegar veður er hagstætt. Hverinn er vatns-
mikill og allheitur, (71° skv. mælingu Þ. Thoroddsen),
eina heita uppsprettan í dalnum. Inn af Reykholti sjást
Rauðukambar, gróðurlausir, en litskrúðugir með af-
brigðum. Mest ber á rauða litnum, eins og nafnið bend-
ir til, en grænn litur með mörgum litbrigðum lætur
einnig mikið til sín taka. Allir eru litirnir mjög til-
breytilegir eftir veðri. Fyrir innan Rauðukamba er
Fossalda, fagurt og litauðugt fjall, en hún sézt ekki frá
Stöng. Suður og vestur frá bænum er flatlendi mikið,
mest eyrar og blásnir vikrar, þar sem ætla má, að áður
hafi verið engjar og skógar. Sums staðar prýða upp-
typptir hraunhólar þessa flatneskju, rauðir að lit, gervi-
gígar frá því að hraun rann hér yfir mýri eða stöðu-
vatn. Allt er þetta svæði nú friðað og girt.“
Sumarið 1939 voru bæjarrústirnar í Stöng grafnar
upp og kom þá í ljós, að útveggir allra bæjarhúsa voru
í skálanum á Stöng.
ófallnir. Þeir höfðu varðveitzt lítt skemmdir undir vik-
ur-dyngjunum.
Kristján Eldjárn segir svo um þessar uppgröfnu
rústir:
„Þegar bæjarrústirnar höfðu verið grafnar upp, þóttu
þær svo fágætlega fagrar og skýrar, að menn höfðu
ekki geð í sér til að moka ofan í þær þá þegar og varð
því úr, með góðra manna hjálp, að gerð voru þök yfir
öll húsin í því skyni að þau yrðu framvegis til sýnis
almenningi.“
Eftir að þessar bæjarrústir voru grafnar upp, hef ég
tvívegis komið að Stöng og skoðað þessar merkilegu
rústir. — En nú líta þessar rústir ekki út eins og venju-
legar bæjarrústir. Þetta eru núna bæjarhús í sama formi
og hin föllnu, gömlu bæjarhús voru. Veggir eru upp-
gerðir og þak sett á öll húsin. — Ég ætla mér ekki þá
dul að lýsa þessum „uppgrafna“ bæ, en fróðir menn
geta ráðið margt, sem áður var hulið, um híbýli og
heimilishætti sögualdarmanna, eftir uppgröft þessara
bæjarrústa.
Mér er fjósið sérstaklega minnisstætt. Það lítur út
eins og það hefði verið reist fyrir nokkrum árum. Bás-
stokkar, flór, milligerðir, jötur og básar; þetta er allt
óhaggað. Milligerðir milli bása eru vel lagaðir hellu-
steinar. Flórinn er hellulagður og vel gerður. í fjósinu
hafa verið 18—20 básar og má nokkuð ráða efnahag-
inn eftir þessum nautgripafjölda. Þessar rústir allar
segja langa og merka sögu, þótt sú saga sé ekki á bók-
fell skráð.
Um stund nutum við Páll hins víðfeðma útsýnis frá
Stöng og reyndum að hugsa okkur hinn örfoka Þjórs-
árdal eins og hann var á fyrstu öldum íslands-byggðar.
— Frá Stöng sér yfir mikinn hluta Þjórsárdals og þaðan
hafa sézt flestir bæir sveitarinnar, sem í auðn hafa fall-
ið, allt niður undir Skriðufell.
Frá Stöng héldum við svo eins og leið liggur yfir
vikursanda og örfoka mela að Skeljafelli, en í hlíðum
fellsins hefur staðið bærinn Skeljastaðir. Þar var kirkju-
staður í fornöld og munnmæli herma að þarna hafi
búið Hjalti Skeggjason, sem í sögunum er oft kennd-
ur við Þjórsárdal. Hér sést greinilega móta fyrir tún-
garði og eitthvað sér á bæjar- og kirkjurústir. Við Páll
röltum um stund um sandauðnina innan túngarðs, og
hann bendir mér á hvar talið er að kirkjan og bærinn
hafi staðið að fomu. Þarna lágu mannabein á dreif um
sandinn, því að kirkjugarðurinn hefur sýnilega blásið
upp, þótt bæjarrústirnar hafi grafizt í sand. Engar
höfuðkúpur sá ég á sandinum, en leggi, rifbein og liði.
Páll sagði mér þá sögu, að þjóðkunnur maður einn
hefði verið þarna á ferð og tekið lærlegg, sem lá í sand-
inum og látið hann í hnakktösku sína og haft hann á
burt með sér. Nóttina eftir dreymdi manninn mjög
illa, og um morguninn, þegar hann fór að huga að
töskunni, þá var leggurinn horfinn. —
Þessa sögu sel ég ekki dýrara en ég keypti hana. En
eitt vil ég benda á, í sambandi við þessa sögu, að það
hefur aldrei þótt gæfulegt á íslandi, að fara hirðuleysis-
lega með mannabein, sem grafin hafa verið upp eða