Heima er bezt - 01.10.1961, Síða 26
NÍUNDI HLUTI
„Það er ekki nema sjálfsögð skylda að gera tilraun
til þess, hver sem árangurinn verður.“ Gunnar fer að
klæða sig í hlífðarfötin að nýju.
Húsmóðirin minnist þess nú, að Gunnar var að koma
að utan frá gegningum og hefur engrar hressingar
neytt, og hún segir því:
„Ætlar þú ekki að fá þér einhverja hressingu, áður
en þú leggur út í óveðrið aftur?“
„Nei, þakka þér fyrir, ég verð að fara strax.“
Elsa hefur komið fram í forstofuna, án þess að þau
veittu því athygli. Hún gengur nú að hlið Gunnars og
nemur þar staðar.
„Gunnar, ætlar þú að hætta þér út í þetta hræðilega
veður til að leita föður míns og fylgdarmanns hans?“
segir hún.
„Já, Elsa.“
„Þú hefur þá staðizt það próf í skóla lífs og starfs
að bregðast ekki, þegar mest á reynir.“
„Við hvað áttu, Elsa, nú skil ég þig ekki?“
„Ég ætla ekki að útskýra það fyrir þér núna, það
geri ég seinna, vinur minn.“
Frú Helga snýr sér að dóttur sinni og lítur á hana.
Hún skilur vel við hvað hún á, en að þessu sinni detta
henni engin andmæli í hug. Gunnar hefur staðizt hina
stærstu prófraun í vitund hennar.
Gunnar hefur hildaust og ótrauður lokið við að klæð-
ast hlífðarfötunum á ný og er tilbúinn að leggja af
stað aftur út í dimmviðrið. Aðdáunaraugu sýslumanns-
dótturinnar ungu hvíla stöðugt á honum, og enginn
konungssonur gæti nokkru sinni skipað æðra sæti í
hjarta hennar, en Gunnar gerir þessa stundina. En hana
ógnar við þeim hættum, sem nú hljóta að bíða hans úti
í hríðinni. Hún má þó ekki láta hugfallast. Takist hon-
um að bjarga lífi föður hennar og Jóns, verður sigur
hans meira en tvöfaldur.
Elsa leggur armana um háls Gunnari, án þess að
skeyta hið minnsta um nærveru móður sinnar, og mæt-
ir vörum hans i innilegum kveðjukossi. Nokkur andar-
tök þrýstir Gunnar sýslumannsdótturinni fast að sér
og teygar unað ástar hennar í algleymisfögnuði, en fyr-
ir hana er hann fús að fórna öllu.
354 Heima er bezt
„Vertu sæl, Elsa,“ hvíslar hann.
„Vertu sæll, Gunnar. Guð og gæfan fylgi þér!“
Gunnar hneigir sig fyrir sýslumannsfrúnni í kveðju-
skyni, opnar útidyrnar og hverfur þegar út í hríðar-
bylinn.
Elsa tekur undir hönd móður sinnar og leiðir hana
upp í dagstofuna. Þar fær hún hana til að leggjast á
legubekkinn og reyna að hvílast ofurlítið. Frú Helga
er enn í ofsalegri geðshræringu og hefur naumast vald
á sér. Sjálf heldur Elsa fullkomnu jafnvægi þrátt fyrir
allt, og nú reynir líka fyrir alvöru á þrek hennar og
sálarkrafta. Hún skal ekki láta hugfallast, heldur reyna
að verða samboðin hetjunni hugdjörfu, sem á þessari
stundu stríðir gegn trylltum hamförum vetrarins í leit
að föður hennar og fylgdarmanni hans.
XVII.
Barizt gegn vetrarveldi.
Árni sýslumaður og Jón fylgdarmaður hans leggja
af stað frá Litla-Ási árla morguns, þrátt fyrir mjög
ískyggilegt veðurútlit. Sýslumaðurinn hefur ákveðið
að komast heim þennan dag, og hann er því óvanur að
breyta ferðaáætlun sinni. Jón reynir að fá sýslumann
til þess að fresta förinni, þar til lengra er liðið fram á
morguninn, og veðrið betur ráðið, því honum lízt allt
annað en vel á útlit þess. En sýslumaður er með öllu
ófáanlegur til að bíða lengur, og hans vilji verður að
ráða.
Jón söðlar þá hesta þeirra, og förin er hafin frá Litla-
Ási. Gengur ferðin greiðlega í fyrstú, og er sýslumað-
ur hinn hressasti. En er fram á daginn kemur, hvessir
skyndilega, og dimm fannkoma skellur á samfara veð-
urofsanum. Jón stingur þegar upp á því við sýslu-
mann, að þeir snúi þegar heim til næsta bæjar og sjái
síðan hverju fram fari með veðrið, en sýslumaður vill
ekki heyra það nefnt. Hingað til hafi hann ekki flúið
af hólmi fyrir smávegis hríðarfjúki, og enn sé hann
ekki orðinn það vesalmenni, að honum komi slíkt til
hugar. Nei, áfram skal halda heim að Grund, þótt móti
blási, og enn verður fylgdarmaðurinn að lúta vilja hans.
Færðin fer ört versnandi, og hestarnir verða tregari