Heima er bezt - 01.10.1961, Page 27
í gangi, og brátt hætta ferðamennirnir að greina veg-
inn, og útsýnið verður stöðugt þrengra. Að lokum er
skollinn á iðulaus blindbylur með sívaxandi vindhraða,
og þeir vita ekki lengur, hvar þeir eru staddir. Veður-
ofsinn hrekur hestana í hverju spori, og helsár kuldi
gagntekur nú sýslumanninn. Hann stígur því af baki
ásamt Jóni og ætlar sér að ganga sér til hita um stund,
en gönguþol hans gegn hríð og stormi í siíkri ófærð,
sem nú er komin, varir aðeins skamman spöl, og svo
nemur hann staðar.
Nú verður sýslumanni fyrst ljóst, hve illa þeir eru
staddir. Sennilega eru þeir villtir af réttri leið, og hann
að örmagnast af þreytu og kulda. Sýslumaður óskar
því eftir að setjast niður um stund til hvíldar, og Jón
er fús að veita honum það. En brátt sækir lamandi sljó-
leiki á sýslumanninn, og hann verður enn kaldari og
stirðari en áður. Jón reynir brátt að fá hann til að
rísa á fætur aftur, og það tekst með erfiðleikum, en
lengra treystir sýslumaður sér ekki að ganga. Jón kem-
ur honum þó á hestbak að nýju og teymir undir hon-
um smáspöl, en skyndilega hnígur sýslumaður af hest-
inum og treystir sér nú engan veginn að komast lengra
að sinni.
Jón sér nú ekki annan kost vænni en að reyna að
grafa sig í fönn og láta einnig skefla yfir hestana. Þeir
hola sér nú niður í skaflinn, og fönnin býr þeim brátt
mjúka hvílu í köldu skauti sínu. Þungur svefnhöfgi
sækir fast á sýslumann, óðar er þeir hafa setzt að um
kyrrt, en Jón reynir eftir megni að halda honum vak-
andi og hlúir að honum eftir föngum. Sjálfur treystir
Jón sér vel til að brjótast lengra áfram, þrátt fyrir
óveðrið, en sýslumanninn má hann ekki yfirgefa nú,
hver sem afdrif þeirra kunna að verða. Til þess er Jón
of drenglyndur fylgdarmaður.
Kvöldið færist óðum yfir, og ástand sýslumannsins
fer stöðugt versnandi. Jón er þegar orðinn vonlítill um,
að hann lifi til morguns við sömu aðstæður, en hann
verður þá að taka þeim örlögum. Um hjálp að svo
stöddu gerir hann sér enga von. Og tíminn líður.
Gunnar vetrarmaður heldur rösklega af stað frá
Grund. Hann hefur markað sér vissa stefnu fram að
Litla-Ási og er nokkurn veginn viss með að halda
henni, þrátt fyrir hið tæpa skyggni. En á þeirri leið
væntir hann þess helzt að geta fundið þá, Árna sýslu-
mann og Jón fylgdarmann hans.
Gunnar á undan veðrinu að sækja, og léttir það
göngu hans að miklum mun. Hann er alveg viss á
réttum áttum, og karlmennska, áræði og æskuþróttur
svellur í æðum hans. Endurminningin um síðustu
kveðjustund hans og sýslumannsdótturinnar á Grund
vermir hjarta hans í trylltum vetrarofsanum og eykur
honum þrótt gegn hættu og þrautum. Hann á Elsu og
enginn annar, um það efast hann ekki framar, þótt
hann eigi ekkert annað en sjálfan sig að bjóða henni
og gefa.
Hávær veðurgnýrinn vekur Gunnar brátt til nýrra
hugleiðinga. Hann hefur þegar gengið drjúgan spöl, og
einskis orðið vísari í leit sinni. Nú má hann ekki halda
lengra áfram án þess að athuga leitina betur. Það er
alls ekki víst, að ferðamennirnir séu nálægt réttri leið.
Hann verður því að gefa frá sér hljóð öðru hvoru, ef
ske kynni að það mætti vekja athygli þeirra á ferðum
hans. Gunnar hóar því hátt og hvellt nokkrum sinn-
um, en árangurslaust. Hann gengur enn um stund og
hóar alltaf við 05 við.
I hinu kalda fannbyrgi þeirra Jóns og Árna sýslu-
manns er ástandið orðið ömurlegt, og hver stundin
lengi að líða. Nú er sýslumaðurinn alveg lagstur fyrir í
óminnisdvala, kaldur og stirður og hreyfir sig hvergi.
En Jón situr enn uppi og starir vonlítill um hjálp út í
hríðarkófið. Enn er hann sæmilega hress og finnur lítið
til kulda.
Skyndilega heyrist Jóni hann greina eitthvert annar-
legt hljóð, sem sker sig úr þungum veðurgnýnum. Það
er sem ný og óvænt lífbylgja streymi um hann allan.
Hann fer hálfur út úr snjóbyrginu og hlustar af öllum
mætti, og brátt endurtekur sama hljóðið sig aftur, og
nú enn greinilegar en áður. Það er ekki lengur um að
villast: skammt frá er hóað hátt og hvellt!
Jón hefur þegar upp rödd sína og hóar á móti af
öllum mætti. Svo brýzt hann út úr snjóbyrginu, snýr
sér í veðrið, því úr þeirri átt berast hljóðin, og heldur
stöðugt áfram að svara á sama hátt greinilegri manns-
röddinni, sem óðum færist nær og nær honum. Einhver
óvænt hjálp er vonandi að berast þrátt fyrir ofstopa-
illviðrið.
Jón rýnir fast út í dimmuna, og eftir skamma stund
greinir hann mann í sortanum, og Gunnar, vetrarmað-
ur á Grund, nemur brátt staðar hjá honum. Aldrei
fyrr hefur Jón fundið slíkan fögnuð gagntaka sig sem
þessa stundina við að sjá annan mann, og hugur hans
verður klökkur. Þeir þekkjast óðar, og Gunnar segir:
„Hamingjunni sé lof, ég hef þá fundið ykkur!“
„Ferð þinni hefur þá verið heitið okkur til hjálpar? “
„Já, sá var tilgangur hennar, mætti ég verða að ein-
hverju liði.“
„Hér er líka full þörf á traustum liðsmanni. Komdu
inn í snjóbyrgið, Gunnar.“
Þeir smeygja sér báðir inn í snjóbyrgið, þar sem Ámi
sýslumaður liggur, og setjast sitt hvoru megin við
hann, en hann virðist enga hugmynd hafa um nærveru
þeirra.
„Jæja, það er þá svona ástatt hér,“ segir Gunnar.
Jón hristir höfuðið dapurlega. „Já, hann er orðinn
meðvitundarlaus. En veiztu hvar á jörðinni við erum
staddir, Gunnar?“
„Já, það veit ég hér um bil.“
„Er langt héðan heim að Grund?“
„Nei, það er ekki langt. Og þið eruð nokkurn veg-
inn á réttri leið, annars hefði ég sennilega ekki fundið
ykkur, að minnsta kosti ekki svona fljótt. En nú meg-
um við ekki tefja hér lengur, heldur reyna að komást
,með sýslumanninn sem fyrst heim að Grund.“
„Hvernig eigum við að haga förinni, Gunnar? Ég
treysti þér bezt til að stjórna benni.“
Heima er bezt 355