Heima er bezt - 01.10.1961, Side 28

Heima er bezt - 01.10.1961, Side 28
„Við reynum þá fyrst að koma sýslumanninum á hestbak, og takist það, verður annar okkar að styðja hann á hestinum, en hinn að teyma, og svo freistum við þess að reyna að finna Grund.“ „Eg vil að þú teymir hestana, Gunnar, og ráðir al- gerlega ferðinni. Sjálfur treysti ég mér ekki til að rata rétta leið, ég var orðinn áttavilltur, þegar sýslumaður- inn gafst hér upp.“ „En treystir þú þér þá til að styðja sýslumanninn á hestinum?“ „Já, það skal ég reyna að gera.“ „Jæja, við skulum þá ekki tefja hér lengur.“ Gunnar snarast út úr snjóbyrginu aftur, og Jón á eftir honum. Fara þeir svo að athuga ástand hinna traustu ferðahesta sýslumannsins, sem standa hlið við hlið í óveðrinu. Þeir virðast með fullum þrótti, og þeim er ekkert að vanbúnaði. Því næst taka þeir Arna sýslu- mann meðvitundarlausan á milli sín og lyfta honum á bak fílefldum reiðhesti hans, og þeim tekst að koma honum í hnakkinn, en hann getur engan veginn hald- ið jafnvæginu. Þeir láta hann því hallast fram á makka hestsins og hagræða honum þar eftir föngum. Jón styð- ur svo sýslumanninn, en Gunnar tekur taumana á hest- unum, og svo er haldið af stað. I fyrstu er Jón stirður í spori, en hann hefur alltaf getað haldið á sér sæmilegum hita í snjóbyrginu, og þrek hans er ólamað. Nú einbeitir hann öllum sínurn kröftum til þess að halda sýslumanninum kyrrum á hestinum, og honum tekst það vel, þrátt fyrir harð- skeyttan mótvind og hríð. En Gunnar beinir göngu sinni rösklega gegn hríðarbylnum og stjórnar öruggur för þeirra áleiðis til Grundar. Frú Helga hefur iegið róleg um stund og notið nokk- urrar hvíldar. En svo grípur hana óstjórnleg hræðsla á ný. Hún sprettur á fætur og tekur að æða fram og aftur um húsið, yfirkomin af angist og vonleysi. Elsa fylgist stöðugt með ferðum móður sinnar og sér, að við svo búið má ekki standa. Hún verður að reyna að fá hana til að beina huganum að nýjum við- fangsefnum, annars geti farið svo, að andleg heilsa hennar bíði tjón á þessari þungu reynslustund. Hún stöðvar því móður sína, tekur þétt um hönd hennar og segir rólega, en ákveðið: „Nú megum við ekki lengur láta okkar hlut eftir liggja til að bjarga ferðamönnunum, mamma. Skyldan kallar okkur báðar til starfa." „Okkur! Hvað getum við svo sem annað en ekki neitt?“ „Jú, það erum nú einmitt við hér heima, sem getum mikið gert þeim til hjálpar.“ „Og hvað eigum við þá að gera, barn?“ „Nú byrjum við á því að kveikja ljós í hverjum glugga á húsinu, og því næst höfum við tilbúin öll þau hjálpartæki, sem til eru á heimilinu, ferðamönnunum til bjargar, þegar þeir koma, því það verður okkar hlutverk að hjúkra þeim, ef þess þarf með.“ „Heldur þú í raun og sannleika, að þeir komist hing- að lifandi í þessu voðalega veðri?“ „Ég trúi því örugg. Gunnari tekst giftusamlega að bjarga þeim, — þú sannar það, mamma.“ „Hann vildi að minnsta kosti gera tilraun til að leita þeirra, og því gleymi ég ekki, hver svo sem árangur- inn verður.“ „Og hann vinnur sigur í þessari þrekraun, trúðu því, mamma, og nú skulum við báðar hefjast handa strax og kalla á Stínu í lið með okkur.“ Frú Helga finnur á þessari stundu ,það öryggi í ná- vist dóttur sinnar, sem hún hefur aldrei áður þekkt, og orð Elsu hafa þegar náð tilætluðum árangri. Nýr áhugi og nýjar vonir fara sem elding um sál frú Helgu. Ekki skal hún láta sinn hlut eftir liggja ferðamönnunum til bjargar, og hún veit ekkert sælla nú en rnega tendra ljós, er lýsa mætti manni hennar og félögum hans heim að Grund á þessari stundu. Vaxandi þróttur streymir um æðar hennar, hún snýr sér að Elsu og segir styrkri röddu: „Við skulum byrja á því strax að tendra Ijósin! “ „Já, mamrna, ég er tilbúin að fylgja þér.“ Brátt er sýslumannssetrið á Grund orðið uppljómað í hríðarsortanum. Þar er ljós við ljós í hverjum glugga og lýsa eins og skínandi vitar út í sortann. Gunnar vetrarmaður stjórnar öruggur og djarfur förinni heim að Grund, og hefur haldið réttri leið, þrátt fyrir hríð og myrkur. Brátt eygir hann skær ljós gegnum dimrn- una, skammt undan, og veit þegar að þau ljóma frá sýslumannssetrinu, og sigurinn er þegar unninn. Hann herðir gönguna síðasta áfangann og nemur brátt stað- ar heima á hlaðinu á Grund. „Þá erum við komnir á leiðarenda,“ segir hann við Jón. „Já, fyrir þína hetjudáð, Gunnar, sem aldrei gleymist mér, er sigurinn unninn,“ segir Jón veikum rómi. „Þú átt þar sjálfur engu að síður hlut að máli, en við ræðum það ekki frekar að þessu sinni. Nú er fyrst að bera Árna sýslumann inn.“ Þeir lyfta nú sýslumanninum af hestbaki og bera hann meðvitundarlausan inn í húsið. Frú Helga er stödd í eldhúsinu ásamt Elsu og Stínu. Þær hafa lokið eftir beztu föngum undirbúningsstarfi sínu fyrir heimkomu ferðamannanna og bíða nú þess er koma skal. En skyndilega heyra þær, að húsið er opnað, og þungt fótatak kveður við. Frú Helga verður fyrst fram í forstofuna, en þar mætir hún Gunnari vetrarmanni og Jóni, sem bera mann hennar á milli sín. Hún horfir rannsakandi á mann sinn nokkur and- artök, og hrópar svo upp yfir sig í skelfingu: „Er hann dáinn!“ Gunnar lítur á frú Helgu og segir rólega: „Það er hann vonandi ekki, frú Helga, en nú þarf hann skjótra lífgunartilrauna við. Hvert eigum við að bera hann?“ „Inn í eldhúsið, til að byrja með.“ Þeir bera svo sýslumann inn í eldhúsið og leggja 356 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.