Heima er bezt - 01.10.1961, Side 30

Heima er bezt - 01.10.1961, Side 30
GUÐRÚN FRÁ LUNDI FERTUGASTI OG FIMMTI HLUTI „Jú, þau eiga dóttur, sem er að læra að verða hjúkr- unarkona eins og ég. Hún ætlar bara að verða þetta duglegri en ég, að sigla og verða eitthvað mikið, en ég ætla bara að verða bóndakona. Dálítill munur kannske. Svo eiga þau giftan son. Hann fékk jörð og bú með konunni svo þú sérð að þau verða að kaupa út alla vinnu.“ „Já, það er nú bara það að ef ég má aldrei vinna neitt og þú ætlar að geyma mig í traföskjum er sjálf- sagt lítið gagn fyrir þau að fá mig,“ sagði hann. „En pabbi þinn er soddan dugnaðarþjarkur,“ sagði hún. „Hann er nú kominn nær áttræðu og fer sjálfsagt að bila til heilsunnar,“ sagði hann stuttlega. Hann var í þessu leiða skapi, sem hann komst í þeg- ar hann fór fram hjá Hofi. Hún sá það og furðaði sig ekkert á því, heldur fór hægt í sakirnar en hélt sig þó við efnið: „Svo er það Valborg. Hún er prýðilega þrifin, sem eldri kona. Ég reyni að fá hana líka. En hvað segirðu um Boggu?“ „Hún er nú bara eins og hver annar vesalingur, sem lítið er hægt að nota innanbæjar. Getur rakað og rifj- að og unnið öll útiverk. Eitthvað hefur hún verið að prjóna í vetur. Valborg hefur meiri þolinmæði við hana en Geirlaug hafði.“ „En hvar er hún þessi Ásdís, sem Hartmann hefur minnzt á að væri karlmanns ígildi til allra útiverka? Það væri bærilegt að fá hana.“ Hún gaf kærastanum hornauga. Henni fannst það skrítið að það var eins og allir forðuðust að tala um þá manneskju svo hann heyrði. Það var dálítið grun- samlegt. Það hnussaði í Kristjáni. „Ég fer að halda að heimili foreldra þinna sé ekki hjúasælt ef þú hugsar þér að fara með allt vinnufólk sem ég hef haft með þér. Nú eru þau að koma með hestana. Ég held ég verði að hjálpa til að spretta af. Svo verða þau að fá kaffi hjónin, sem fóru með okkur út eftir.“ „Farðu ekki út í kvöldkulið jakkalaus maður. Hún Bogga böðlast við að hjálpa honum eða þá bændumir, sem eru þarna úti,“ sagði hún. Hann anzaði því engu. Hún heyrði til stúlknanna frammi í bæjardyranum. Þær voru að losa sig við reiðfötin. Svo komu þær og konumar með þeim, sem sátu í kerrunni. „En hvað hér er notalegt. Þú hefur borið inn flöguna og kveikt upp,“ sagði Valborg. „Kristján gerði það. Það var sárkalt þegar við kom- um heim og ekkert sást til ykkar,“ sagði Svava. „Já, ég kunni betur við að fylgjast með gamla mann- inum. Honum finnst hann áreiðanlega vera orðinn einmana, þó hann væri ekki alltaf notalegur í svörum til hennar, aumingjans. Það gengur nú svo stundum,“ sagði Valborg. Grannkonumar færðu sig hálffeimnislegar að „kabyssunni“. Þær voru eiginlega ókunnugar á þessu heimili, höfðu farið þetta vegna þess að veðrið var svo gott. Önnur þeirra sagði afsakandi: „Mér er bara hálf ónotalegt af að sitja svona hreyfingarlaus, en það er alltaf svo ánægjulegt að koma að Hofi þó maður sjái enn betur fátæktina og ómyndarskapinn hjá sjálfum sér á eftir.“ „Það er mikill myndarbragur á öllu þar,“ sagði Svava. „Þessi bær hérna getur varla talizt íbúðarfær finnst mér. En svo ég víki að öðm þá talaði Kristján um að aðkomufólkið fengi kaffi.“ „Það er nú líklega ekki nema sjálfsagt,“ sagði Val- borg. „Setjið ykkur niður konur meðan ég mala og helli á könnuna.” Þær þáðu boðið með þökkum. Þegar nágrannamir voru búnir að hressa sig á kaffinu fóm þeir að hugsa til heimferðar. Svava beið þess með óþreyju að það færi að kveðja. Hún hafði áríðandi mál að flytja við Valborgu. Loks voru þau farin. „Ég var nú að tala við Kristján um framtíðarhorfur okkar, því eins og þú hefur lík- lega ímyndað þér erum við trúlofuð. Ég vil að hann flytji norður til foreldra minna. Það er mikið betri jörð og betri húsakynni. Nú vil ég endilega fá þig til að flytja með okkur. Mér hefur fallið svo vel við þíg-r „Ég er nú aldeilis hissa,“ sagði Valborg. „Hvað ætti ég að gera með það að fara að flytja í aðra sýslu kom- in á þennan aldur. Hér hef ég verið allan minn aldur og verð það sem eftir er. Ég flutti á þetta heimili sem húskona en hef unnið hér eins og ég væri vinnukona, 358 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.