Heima er bezt - 01.08.1962, Page 4
STEFÁN JÓNSSON, HLÍÐ í LÓNI:
Hjalti Jónsson
UfM ætt og uppruna Hjalta bónda í Hólum er
í stuttu máli þetta. Jörðin Hoffell í Nesjum,
þar sem Hjalti er fæddur og uppalinn hefur
víðáttumikið afréttar- og heimaland, enda
hefur jörðin verið höfuðból sem borið hefur stór bú
og margt heimilisfólk. Með þeim búskaparháttum sem
voru fram undir þessa tíma þurfti margt heimilisfólk
til að nytja jörðina, hún var mannfrek.
Jón Helgason sýslumaður settist að í Hoffelli um
1760 og bjó þar til æviloka 1809. Síðan hafa afkom-
endur Þórunnar dóttur hans og manns hennar Eiríks
Benediktssonar frá Árnanesi búið þar í beinan karllegg,
hver fram af öðrum stóru fyrirmyndar búi.
Af Jóni sýslumanni og sömuleiðis Eiríki tengdasvni
hans eru skráðar sagnir, enda voru þeir skapmiklir at-
hafnamenn og því rnjög umtalaðir á sínum tíma.
Eftir Eirík tók við búi Guðmundur sonur hans, sem
Anna Þorleifsdóttir og Hjalti Jónsson.
bóndi í Hólum
kvæntur var Sigríði Eiríksdóttur frá Hlíð í Skaftár-
tungu. — Er þau höfðu búið í Hoffelli í 50 ár var
þeim haldið samsæti og gefin vegleg heiðursgjöf, mun
það hafa verið í fyrsta skipti hér í sýslu að hjón voru
heiðruð á þann hátt.
Synir þeirra voru hinir vel metnu og kunnu Hof-
fellsbræður: Jón eldri, Eiríkur og Jón yngri. Um þá
er grein í 19. árg. Oðins eftir Jón próf. Jónsson á
Stafafelli.
Jón yngri bjó í Hoffelli. Hann kvæntist Halldóru
Björnsdóttur frá Flugustöðum. Þau eignuðust 4 dætur,
af þeim er á lífi Sigurbjörg, til heimilis í Reykjavík, og
3 sonu, Guðmund, Björn og Hjalta. Komu þar aftur
fram á sjónarsviðið 3 Hoffellsbræður, sem urðu ekki
síður kunnir en hinir fyrri, faðir þeirra og bræður hans.
Guðmundur tók við búi í Hoffelli eftir foreldra
sína. Kona hans var Valgerður Sigurðardóttir frá Kálfa-
felli. Bjuggu þau þar rausnarbúi, sem fyrirrennarar
hans. Auk þess stundaði hann umfangsmildar steina-
rannsóknir á vegum Björns kaupm. Kristjánssonar,
fann silfurbergsnámu í Hoffellsfjalli og rak hana um
skeið. Um tíma rak hann verzlun á Höfn, var um 2ja
ára skeið fyrsti kaupfélagsstjórinn við Kaupfélag A.-
Skaftfellfnga. Hann safnaði og skráði alþýðusagnir og
fróðleik innan sýslunnar, stærsta og merkasta safn héð-
an úr svslu. Það var gefið út 1946. Guðmundur and-
aðist árið 1947 en kona hans árið 1949. Nú búa í Hof-
felli 2 synir þeirra og á 3ja býli sonardóttir.
Björn varð bóndi í Dilksnesi og kvæntist Lovísu Ey-
mundsdóttur, bónda þar. Hann var vel gefinn og mikils
metinn og ágætur skrifari. Hann var lengi hreppsnefnd-
aroddviti og samhliða búskapnum stundaði hann mörg
ár vinnu við verzlunina á Höfn, sem móttökumaður og
matsmaður á ull og kjöti, jafnframt skrifstofuvinnu.
Hann andaðist árið 1946.
Þriðji og yngsti bróðirinn, Hjalti, er bóndi í Hólum.
Hefur hér að framan verið aðeins lítillega minnzt á
bræður hans og þann kynstofn, sem að þeim stendur.
Nú verður hans sérstaklega getið eins og til var ætlazt
með grein þessari.
Hjalti fæddist í Hoffelli 6. ágúst 1884. Hann ólst
upp í foreldrahúsum og vandist öllum þeim bústörfum,
sem eru samfara umsvifamiklum og athafnasömum bú-
skap.
Ekki naut hann skólamenntunar fremur en þeir
bræður hans. Skrift og reikning lærði hann með sjálfs-
260 Heima er bezt