Heima er bezt - 01.08.1962, Page 5
Systliinin i Hólum. — Frá vinstri, fremri röð: Sigurborg, skrif-
stofustúlka i Búnaðarbankanum, f. 27. febr. 1926; Halldóra,
húsfreyja á Seljavöllum i Nesjahreppi, gift Agli Jónssyni,
ráðunauti, f. 3. jan.1929; Hjálmar Kristinson, fósturbarn, f.
14. april 1943 (á milli systranna). — Efri röð: Þorleifur, bóndi
i Hólum, f. 23. okt. 1930; Sigurður, skrifstofumaður hjá Kf.
A.-Skaftfellinga, giftur Aðalheiði Geirsdóttur frá Reyðará, f.
12. maí 1923; Jón, héraðsdómslögmaður i Vestmannaeyjurn,
giftur Steinunni Sigurðardóttur frá Efri-Langey i Dalasýslu,
f. 27. mai 1924.
námi í heimahúsum, svo að hann varð ágætlega fær í
O O
þeim greinum.
Eftir fermingu naut hann kennslu hjá Þorgrími lækni
í Borgum í 3 vetur um 2ja mánaða tíma í hvert sinn.
Nam hann þá aðallega dönsku og ensku. Þó ekki væri
um lengri námstíma að ræða kom enskukunnáttan
honum að góðu liði vegna samskipta hans sem hrepp-
stjóra við setuliðið, sem í síðari heimsstyrjöldinni var
staðsett á Höfn og Horni.
Snemma lagði Hjalti gjörva hönd á flest er að bú-
skap laut, einkum alls konar smíðar og viðgerðir. Sú
hneigð er honum í blóð borin. Allt var það traust og
vandað sem hann lagði hönd á, hvort sem það var í
smiðju, við hefilbekk eða rennibekk. Honum bárust
því víðs vegar að alls konar hlutir til viðgerðar og end-
urnýjunar, að því studdi líka vinnugleði hans og hjálp-
fýsi er til hans var leitað. Engin tala er á því, hvað
marga rokka hann lagfærði, hvað margar klukkur eða
úr hann gerði við, eða hversu margar líkkistur hann
smíðaði. Þetta er aðeins nefnt til að benda á vinnuþrek
hans og fjölhæfni.
Nú er þessi iðja úr sögunni. Ný viðhorf hafa breytt
því sem öðru. Rokkar eru ekki lengur í notkun, fag-
menn og vinnustofur annast viðgerðir sigurverka og
smíði líkkistna, amboð og búsáhöld eru keypt á sölu-
stöðum. Þetta er hin alkunna þróun sem nú gerist.
Þó Hjalti sé hættur slíkum störfum, sem að framan
getur, hefur hann ásamt umfangsmiklum búskap haft
með höndum margs konar verkefni. Hann er ágætur
félagsmaður og hefur sinnt þeim málum af heilum hug.
Hann var einn þeirra er stofnuðu ungmennafélagið
„Mána“ 1907 og lengi í stjórn þess, einnig var hann
félagi í „Málfundafélagi Hornfirðinga“, sem stofnað
var skömmu síðar. Félög þessi héldu út skrifuðum
sveitarblöðum um nokkur ár og mun Hjalti hafa átt
drjúgan þátt í þeim. Hann hefur lengi verið í stjórn
safnaðar- og búnaðarfélagsmála og er það enn. Hrepp-
stjóri Nesjahrepps var hann skipaður 1944, hafði áður
aðstoðað tengdaföður sinn við það starf. I stjórn Kaup-
félags Austur-Skaftfeliinga hefur hann verið frá 1946
og endurskoðandi reikninga Búnaðarsambands Austur-
Skaftfellinga frá stofnun þess 1950. Veðurathuganir
fyrir Veðurstofuna hefur hann haft á hendi í Hólum
síðan 1924. Sendir hann athuganir sínar 8 sinnum á
solarhring. I sambandi við það starf hefur hann ónæðis-
saman og slitróttan svefntíma, en skyldurækni og ár-
vekni endist honum vel í því starfi sem öðrum.
Þá má geta þess að hann hefur verið góður liðsmað-
ur Orðabókarnefndar Háskólans með söfnun orða og
orðatiltækja héðan úr sýslunni. Enn fremur hefur hann
skráð margvíslegan fróðleik um búnaðarhætti á ýms-
um sviðum eftir beiðni þeirra, sem vinna að atvinnu-
sögu þjóðarinnar.
í uppvexti þótti Hjalti ærslafullur og gamanglett-
inn, en sérstaklega orðprúður, notar aldrei ljót orð, sem
mörgum er þó tamt. Kímni og gamansemi á hann í
fullum mæli. Prúðmannleg framkoma og rólyndi er
ákveðin skapgerð hans.
Fyrir mörgum árum tók Jón Eyþórsson, veðurfræð-
ingur, viðtal við Hjalta á plötu, segulbönd voru þá ekki
í notkun og viðtöl sem útvarpið flytur nú voru þá
lítið tíðkuð. Málrómur hans og málfar varð þá hlust-
endum kunnugt, það út af fyrir sig gefur góða hug-
mynd um Hjalta.
Geta má þess að Hjalti hefur gert dálítið að því að
ríma bögur, og leikrit hefur hann samið, en lítið hefur
hann haldið slíku á lofti svo það mun fáum kunnugt.
Hjalti kvæntist í Hoffelli 17. júní 1922 frændkonu
sinni, Önnu, fæddri 13. nóv. 1893, dóttur Þorleifs al-
þingismanns Jónssonar í Hólum og konu hans Sigur-
borgar Sigurðardóttur. Að Hólum fluttu þau vorið
Framhald á bls. 264.
Hólar i Hornafirði.
Heima er bezt 261