Heima er bezt - 01.08.1962, Side 8
minni og sleikti fingurna á eftir, en Bangsímon fór í
holu sína og horfði kalt á mig þaðan, en fékkst helzt
aldrei til að taka úr hendi minni, og ef það bar við,
hrifsaði hann, svo að mér stafaði hætta af. Aftur á
móti réðst hann á bróður sinn, og reif af honum ef
hann gat, og varð ég að passa að Símon fengi sinn
skammt.
Bangsímon var sólginn í fuglakjöt, helzt alveg nýtt,
en Símon lét sér fátt um finnast, og tók augsýnilega
fisk, helzt soðinn, fram yfir kjöt, og mátti hann gjarn-
an vera úldinn. Báðir voru mjög styggir ef ókunnugir
komu að búrinu, og reyndu að fela sig í holum sínum.
í ágústlok varð ég að lóga Bangsímon, var hann þá
orðinn svo harðleikinn við Símon, að ég óttaðist að
hann mundi drepa hann. Ekki gat ég séð að Símon
sæi eftir bróður sínum, nú fékk hann að éta mat sinn í
friði, en fyrsta kastið var hann órólegur, og bjóst við
að á sig yrði ráðizt, en bráðlega fór þetta af honum.
Nú er Símon orðinn snjóhvítur, þótt foreldrar hans
væru blárefur og hrein-mórauð læða, lét ég hann upp
á fjósloft þegar veður fóru að versna og virðist hann
kunna furðu vel við sig þar, og fagnar mér ákaft, þeg-
ar ég kem til hans, en nú hefur brugðið svo við, síðan
hann kom í stærri íbúð, að ég má ekki hafa hönd á
honum, en áður lá hann stundum á bakinu og leyfði
mér að klóra sér á kviðnum.
Ég hafði í hyggju að vana hann, og vita hvort hann
tæki breytingum í umgengni, því að mín skoðun er sú,
að hin margumtalaða ótryggð tófunnar orsakist mikið
af kynhvötinni.
Nú skulum við segja sem svo, að yrðlingurinn sein
lengst varðist í greninu hefði verið læða, gerum ráð
fyrir að ég hefði gefizt upp eftir sex daga, og yrðhng-
urinn hefði komizt út, gerum enn fremur ráð fyrir að
Bangsímon hefði fengið að fara sinna ferða frjáls og
óhindraður, og síðan hefðu yrðlingurinn úr greninu og
Bangsímon fundizt, og aukið kyn sitt. YrðUngurinn,
sem í greninu var, þoldi heldur óbóta hungur, heldur
en að éta það sem ég hafði haft hönd á, og ekki hefði
þýtt að eitra bitana, því ekki einn einasti var snertur.
Bangsímon var frá upphafi illa innrættur, og vildi helzt
ekkert ef það var ekki nýtt. Getum við ekki fallizt á,
að þessi afbrigði hefðu getið af sér harðskeyttari af-
kvæmi en önnur dýr, sem gæfari voru.
Ef við ættum grimmar hundtíkur, og létum þær að-
eins fá við grimmum hundum, myndi þá líða á mjög
löngu, þar til flestir hundar hér á landi yrðu grimmir?
En staðreyndin er sú, að stöku einstaklingar eru grimm-
ir, og kemur það til af því, að strax þegar vart hefur
orðið við grimmd í hvolpum hefur þeim verið lógað.
Það er enginn vafi á því, að hægt er að kynbæta ref-
inn með þeirri stryknin eitrun, sem nú er framkvæmd,
ef til vill finnst eitthvert annað eitur, sem er bragð-
laust, en stryknin er að dómi lyffræðinga hræðilega
bragðvont, en lyktarlaust.
Allar kynbætur byggjast á því, að ala upp undan
úrvalsgripum, á sviði húsdýranna, þetta eru fræði-
greinar út af fyrir sig, og fjöldi ráðunauta starfandi í
landinu. Hvernig stendur á því, að þeir vara ekki við
þeirri hættu, sem eitrun hefur í för með sér, nema síð-
ur sé, þegar það er staðreynd að það drepur helzt þá
refi, er sízt skyldi, og ég staðhæfi að ef ekki er nein
brú í þessari skoðun, þá er heldur ekki heil brú í kyn-
bótaviðleitni manna á húsdýrunum.
Á nýjársdag 1958.
Hjalti Jónsson
Framhald af bls. 261. _____________________________
1924 og bjuggu félagsbúi með þeim feðgum Þorleifi
og Þorbergi. Eftir fráfall þeirra tóku þau algerlega við
búi í Hólum og reka það nú ásamt Þorleifi syni sín-
um. Á þeim 38 árum, sem þau hafa búið í Hólum,
hafa miklar framkvæmdir verið gerðar þar bæði í jarð-
rækt og húsbyggingum, heyskapur er nú allur tekinn
á véltæku, ræktuðu landi og öll hús endurbyggð. Þó
heimilisfólkið sé nú ekki að staðaldri nema 3—4 menn
er þar rekið gott og gagnsamt bú.
Anna hefur reynzt ágæt húsfreyja og manni sínum
samhent. Hún er glaðlynd og örugg í framkomu og þó
hún fyrir nokkrum árum fatlaðist svo, að hún verður
að hafa stafi til stuðnings, er hún gengur um, gegnir
hún sínum skyldustörfum með ótrúlegri þrautseigju og
glaðlyndi eins og ekkert ami að.
Börn þeirra urðu 8, af þeim dóu 3 í bernsku. Hin
eru þessi:
1. Sigurður, f. 12. maí 1923, nú skrifstofumaður hjá
Kaupfélagi Austur-Skaftfellinga, kvæntur Aðal-
heiði Geirsdóttur frá Reyðará.
2. Jón, f. 27. maí 1924, héraðsdómslögmaður í Vest-
mannaeyjum, kvæntur Steinunni Sigurðardóttur
frá Efri-Langey í Dalasýslu.
3. Sigurborg, f. 26. febrúar 1926, vinnur skrifstofu-
störf í Búnaðarbankanum í Reykjavík.
4. Halldóra, f. 3. janúar 1929, húsfreyja á Seljavöll-
um í Nesjum, gift Agli Jónssyni ráðunaut og
búnaðarþingsfulltrúa.
5. Þorleifur, f. 23. október 1930, býr með foreldr-
um sínum í Hólum, ókvæntur.
Auk þeirra hafa þau alið upp Hjálmar Kristinsson,
f. 14. apríl 1945, sem þau tóku að sér móðurlausan á
1. ári. Oll eru börnin mannvænleg, kát og skemmtileg
í viðkynningu.
Þau Hólahjónin Hjalti og Anna hafa skilað góðu
dagsverld. Ástríki þeirra og virðing hvort fyrir öðru,
hefur í sambúð þeirra verið það veganesti, sem mun
endast þeim á vegarenda.
264 Heima er bezt