Heima er bezt - 01.08.1962, Síða 9
100 árum
A kureyrarbær hlaut kaupstaðarréttindi með kon-
/\ unglegri tilskipan 29. ágúst 1862 eða fyrir
/ ^ réttum 100 árum, en nokkur seinagangur virð-
ist hafa orðið á framkvæmdum, því að það er
fyrst 3. febrúar 1863, sem Stefán Thorarensen, sýslu-
maður, er þá var settur amtmaður, birtir reglugjörðina
um réttindi kaupstaðarins, og að hann sé þá að öllu
skilinn frá Hrafnagilshreppi að öðru en ómögum, en
31. marz það ár fór fram hin fyrsta bæjarstjórnarkosn-
ing og tóku 15 manns þátt í henni. íbúar kaupstaðarins
voru þá 286.
Á Ákureyri hafði þá komið út blað um 10 ára skeið.
Fyrst Norðri og síðar Norðanfari, sem hóf göngu sína
1862, og var um aldarfjórðungsskeið eitt hið merkasta
blað landsins, sakir fjölþættra fréttabréfa. Enda þótt
samtíðarmönnum hans þætti oft lítið til hans koma og
kölluðu hann „ruslakistu Norðurlands“. En margt er
fróðlegt í ruslakistunni, og meðal annars ýmsir smá-
þættir frá Akureyri á fyrsta ári kaupstaðarins 1862.
Fara hér á eftir nokkrar smáglefsur úr Norðanfara, og
geta menn síðan skemmt sér við samanburð við nú-
tímann.
Húsaby ggingar.
Árið 1859—60 Jét apótekari J. P. Thorarensen reisa
hér í bænum hús 24 áln. langt, 14 al breitt, 4 al undir
loft en 6 al undir þakskegg með kvisti 12 al breiðum,
sem gengur yfir þvert húsið. Undir því er kjallari,
manngengur, múraður í botninn en þiljaður umhverfis,
9 al langur en 5 al breiður. Hús þetta er með 22 glugg-
um 2 al háum og 6 minni, þrídyrað og yfir höfuð mjög
vandað að allri smíð og tilhögun innan sem utan og
ber langt af öllum húsum er hér voru áður.... Mælt
er að hús þetta hafi kostað 10 þús. dala. Apotekarinn
á að bænum miklar þakkir skildar fyrir að hafa reist
hér svo fagurt og veglegt hús og sem er sannkölluð
bæjarprýði.-----Yfirsmiður var Jón Chr. Stephánsson
timburmeistari hér í bænum.
------í vor kom kaupmaður P. Th. Johnsen með
mölunarmylnu frá Kaupmannahöfn út hingað, yfir
hverja hann lét byggja lítið timburhús, sem nú stend-
ur utast hans húsakynna og norðast eru í bænum.
Mylnuvél þessi er mest af járni og mjög ramgerð. 4
hestar ganga fyrir henni þá malað er, þegar allt er í
lagi og ekkert tálmar áframhaldi hennar, þá er sagt að
hún mali korntunnuna á fjórðungi stundar, en tvímala
þarf, ef mjölið á að verða smátt. Henni er enn fremur
svo tilhagað, að hún getur snúið hverfisteini, spunnið
hamp eða lín og snúið strengi, sagað tré og flett borð-
um, en hvert þetta þarf sérstaka tilhögun og kostnað,
einltum sögunin, sem hinn mikli framkvæmdamaður
fyrirtækis þessa ætlar að koma í gang með tímanum.
-------Þess virðist og vert að geta, að hann hefur
eigi alllítið breytt og bætt tilhögunina í verzlunarbúð
sinni, svo fáar munu hér á landi taka henni fram eins
að fegurð. Hann hefur líka í henni ofn, sem er fullar
3 álnir á hæð, svo þar var í vetur heitt, sem í hverri
annarri ofnstofu.------Kaupmaður Tærgesen hefur
líka látið setja ofn í búð sína. Það ræður því að líkind-
um, að ofnar verði hér bráðlega í hverri verzlunarbúð,
sem ekki er lítill kostur fyrir aðkomandi fólk á vetrar-
dag, eða þá veður eru ill og menn ýmislega á sig komn-
ir....
Alls eru hér nú í bænum 45 timburhús, smá og stór
til íbúðar og geymslu. 20 með torfþaki, 6 með einum
vegg og þald af torfi og 40 með veggjum og þaki af
torfi og framgafli af timbri, auk smáhúsa fjár og hest-
hús, sem reft eru. Torfhúsin eru flest í suðurhluta
bæjarins, og nokkur í ytri parti hans. Það er vonandi
að byggingarnefndin láti sér annt um að torfhús þessi
fremur fækki en fjölgi, eftir því sem kostur er á og
ekki sé farið í kringum byggingarlög bæjarins, sérílagi
hvað snertir aðgjörðir gamalla torfhúsa. Hér ætti að
geta komist á, að öll íbúðar- og geymsluhús væru af
timbri eða steini, en einungis fjós af torfi, sem þilja
mætti síðan utan, svo væri að sjá sem timburhús. Tvö
íbúðarhús standa úti á Oddeyri, annað mestpart af
timbri, en hitt með veggjum og þald af torfi, öðrum
gafli af timbri, auk úthýsa, sem reft eru.
Kirkjuhy ggingin:
Árið 1862 lúnn 28. maímánaðar... var kirkja fyrst
reist á Akureyri. Var þá fagnaðarveifa á hverri stöng
og siglutré, fallbyssunum var skotið, svo að bergmál-
aði í fjöllunum, ekki samt í Tindastól, blómkrans fest-
ur upp í grindina, gleðiópin hljómuðu, staupin klingdu
full af hinum gleðjandi og hressandi legi, sem oftast
verður að vera annars vegar, þá mikið er um dýrðir og
samkoma manna á að vera sem yndælust og minnileg-
ust. En oss virðist sem Bakkus ætti hvergi að koma
nærri við slík tækifæri, fremur en erfisdrykkjur og
ónýtt prjál við greftrun manna eða aðra alvarlega at-
burði. Það hefði miklu betur átt við að fá sóknarprest-
inn til að flytja andlega ræðu eða syngja fagran sálm.
.... Kirkjan er 24 al á lengd. Turninn stendur á
austurenda kirkjunnar, og þykir flestum fara miður, og
hneiksla saklausa, ef ekki lögum bundna kirkjulega
venju. Altarið á þó að fá að standa við austurgaflinn,
Heima er bezt 265