Heima er bezt - 01.08.1962, Page 10

Heima er bezt - 01.08.1962, Page 10
prédikunarstóllinn milli kórs og framkirkju, og aðal- dyrnar eru komnar á vesturgaflinn. (Ekki var þó kirkj- an tekin í notkun fyrr en ári síðar.) Vegabætur, Lækurinn o. fl. Fyrst er rætt um hver hafi eftirlit með vegabótum, eða hvort það sé enginn, því að ef eftirlit væri með vegum; væri ekki leyft að setja byttur og báta m. fl þversum vegina, vagnbrautir og annað, grjót og hrúgur eins og t. d. fram undan kirkjunni, þar sem oft hefir legið og liggur að nokkru stórgrýti, svo varla verður gatan farin, nema einum manni í senn, auk þess sem kirkjan stendur svo nærri sjávarmálinu.... að ekki er hægt fyrir þá, er fara götu þessa, og hásjávað er að krækja fram fyrir, nema ef það þætti mælilegra að leggja götuna upp fyrir kirkjuna eða þá fram í sjó, sem fyrir forvaða eða klif, eins og sums staðar á sér stað hér í bænum, þá stórstreymt er.-------— .... Þá er nú lækurinn og farvegur hans.... og er furða hvað menn hafa lengi búið við hann, svona illan, ljótan og óþverralegan, sem hann hefir verið og er .... byggingarnefndinni til lítils heiðurs, eins og torfhúsa- ræflarnir er hún líður að standi,.... eða hvar haugarn- ir eru bornir.... Ekki að tala um að stétt sé hlaðin, sem oft hefir þó verið talað um, fyrir gangandi menn eftir endilöngum hlöðunum í aðalbænum, hvar oft verður ekki gengið, svo að menn ekki atist út, af for og bleytu. .... Þá þyrfti að taka duglega ofan í lurginn á þeirri hættulegu og illu venju, sem á sér alloft stað, að flestir ríðandi menn, sem fara hér um bæinn, þeytast fram og aftur, sem í annarri gapareið um götur bæjar- ins, svo að við sjálft liggur, að menn og málleysingjar séu riðnir um koll, sem líka ekki allsjaldan hafir borið við og væri títt, ef ekki menn sem í dauðans ofboði forðuðu sér eða aðrir þeim. Helgihaldið. Það er líka engin nýlunda hér að sjá hvíldardaginn vanhelgaðan með skemmtunum og nauðsynjalausri vinnu, og eiga ekki síður þátt í því sumir aðkomandi menn en bæjarmenn sjálfir, t. a. m. er fara hér fram og aftur ferða sinna, enda með klyfjaða eyki, sunnu- dagana sem hverja aðra daga, og alltaf er það látið af- skiptalaust af lögreglustjórninni. Inn- og útfluttar vörur 1861. í grein er fjallar um inn- og útflutning frá Akureyri 1861 kemur ýmislegt skemmtilegt fram. Alls voru flutt- ar inn vörur fyrir 104.144 rd. en út fluttar vörur fyrir 136 þús. rd. Alatvara var flutt inn fyrir 54 þús. rd., en t. d. vínföng fyrir 17.092 rd. enda voru í því 77259 pottar af brennivíni, auk annars. Af útflutningsvör- unni má nefna 1430 tunnur af lýsi, 484 Ipd. af saltkjöti (1 líspund var 8 kg), en 10504 Ipd. af tólg, af sokkum voru flutt út um 40 þús. pör, yfir 13 þús. pör af vett- lingum og 1034 álnir af vaðmáli. Þá voru og flutt út 4 lpd. af geitarskinnum. BREFASKIPTI Elfar Hjaltason, Snotrunesi, Borgarfirði eystra, óskar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 15—16 ára. Æski- legt að mynd fylgi. Andrés Sigurvinsson, Geitavik, Borgarfirði eystra, óskar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 12—13 ára. Æskilegt að mynd fylgi. Anna Hjaltadóttir, Snotrunesi, Borgarfirði eystra, óskar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 12—13 ára. Æskilegt að mynd fylgi. Júlíana S. Sigurlaugsdóttir, Ragnheiðarstöðum, Gaulverja- bæjarhr., Flóa, Árn., óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 11—13 ára. — Æskilegt að mynd fylgi. Bjarney Sigurlaugsdóttir, Ragnheiðarstöðum, Gaulverjabæj- arhr., Flóa, Árn., óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 11—13 ára. — Æskilegt að mynd fylgi. Sigriður G. Sigurlaugsdóttir, Ragnheiðarstöðum, Gaulverja- bæjarhr., Flóa, Árn., óskar eftir bréfaskiptum við stúlkur á aldrinum 12—14 ára. — Æskilegt að mynd fylgi. Hinrik V. Sigurlaugsson, Ragnheiðarstöðum, Gaulverjabæj- arhr., Flóa, Árn., óskar eftir bréfaskiptum við stúlkur á aldr- inum 14—16 ára. — Æskilegt að mynd fylgi. Sœunri Sigurlaugsdóttir, Ragnheiðarstöður, Gaulverjabæjar- hr., Flóa, Árn., óskar eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 17—19 ára. — Æskilegt að mynd fylgi. Gunnhildur Aðalbergsdóttir, Fossgötu 5, Seyðisfirði, óskar eftir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á aldrinum 15—16 ára. Kristín Kristinsdóttir, Reykjarfirði, pr. Djúpavík, Strand., óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 12— 14 ára. — Æskilegt að mynd fylgi. Nína Hafstein, Reykjarfirði, pr. Djúpavík, Strand., óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 12 og 13 ára. — Æskilegt að mynd fylgi. Björg Valgeirsdóttir, Höfðahúsum, Fáskrúðsfirði, S.-Múl., óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 12— 14 ára. Sigrún Halldórsdóttir, Hrófá við Hólmavík, Strand., óskar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 12—14 ára. — Æskilegt að mynd fylgi. Hólmfríður Jónsdóttir, Hrófá við Hólmavík, Strand., óskar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 12—14 ára. — Æskilegt að mynd fylgi. Guðlaug Sigmarsdóttir, Bessastöðum, Raufarhöfn, óskar eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 14—16 ára. Sigrún Júliusdóttir, Norðurvegi 15, Hrísey, Eyjafirði, óskar eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 18—20 ára. Guðrún Þ. Guðmundsdóttir, Skrapatungu, Laxárdal, A.- Hún., óskar eftir bréfaskiptum við stúlku á aldrinum 12—15 ára. — Áhugamál: Söfnun servíetta. Runólfur Gislason, Vestmannabraut 60, Vestmannaeyjum, óskar eftir bréfaskiptum við pilt á aldrinum 12—13 ára. — Æskilegt að mynd fylgi. Brynhildur Hallgrimsdóttir, Sultum, Kelduhverfi, N.-Þing., óskar að komast í bréfasamband við drengi á aldrinum 15—16 ára. — Æskilegt að mynd fylgi. Kristjana B. Hallgrimsdóttir, Sultum, Kelduhverfi, N.Þing., óskar eftir bréfaskiptum við drengi á aldrinum 13—15 ára. — Æskilegt að mynd fylgi. Camilla Olsen, Vagnsstöðum, Suðursveit, Hornafirði, óskar eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 14—16 ára. — Æskilegt að mynd fylgi bréfi. 266 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.