Heima er bezt - 01.08.1962, Qupperneq 15

Heima er bezt - 01.08.1962, Qupperneq 15
SIGURÐUR BJORNSSON, KVISKERJUM: Prek í raun r bók Þorleifs Jónssonar í Hólum „Samgöngur og verzlunarhættir Austur-Skaftfellinga“, er sagt frá hrakningnum frá Höfðasandi árið 1843. Önnur frásögn um sama atburð, er í öðru bindi bókarinn- ar „Brim og boðar“, skrásett af Þórbergi Þórðarsyni. Þegar haft er í huga, að þessar frásagnir eru ekki skráðar fyrr en löngu eftir að atburðirnir gjörðust, er Ijóst, að þær eru furðu greinargóðar, en samt er ekki að efa, að margt er óskráð um þetta efni, sem frásagna vert hefði verið, en úr því verður lítið bætt héðan af. Þó hafa geymzt munnmæli um þennan atburð bæði í Öræfum og Suðursveit, sem mér finnst rétt að varð- veita frá gleymsku, og eru þau á þessa leið: Að morgni 5. maí 1843 fóru tveir menn úr Öræfum á fjöru, í björtu og góðu veðri, en undangengin dægur hafði verið norðaustan hvassveður og því ekki verið farið á fjöru, enda lítil rekavon. Sagnir herma að menn þessir hafi verið frá Hofsnesi, enda er trúlegast að svo hafi verið, en hugsanlegt þó að þeir hafi verið frá Hofi. Sennilegast er, að þetta hafi verið bændumir á Hofs- nesi; Þorlákur Jónsson, fæddur á Núpsstað 1806, frábær maður að afli og skjótleika, og Eiríkur Pálsson, fædd- ur að Mörk á Síðu 1790, en um hann er sagt í samtíma heimild (tíundaskrá) að hann sé „maður eikinn“ (= fylginn sér). Þeir voru ríðandi og fóru út á fjör- una vestan við Ingólfshöfða. Vestan við Ingólfshöfða er sandalda mikil, sem Kóngsalda nefnist, og framan undir henni fjörustúfur, sem kallaður er Kóngsvík. Þessi örnefni munu þó ekki eldri en frá árinu 1646, því að það ár varð kóngurinn fyrir því happi, að eigandi þessa fjörustúfs (og fleiri eigna) hengdi sig, en kóngurinn var talinn réttur erf- ingi allra sem það gjörðu. Úr Kóngsvíkinni byrgir Kóngsaldan sýn til bæja og í hana sést ekki fyrr en á Kóngsölduna er komið. Fjörumennirnir urðu því all undrandi, er þeir sáu lítinn hóp manna koma yfir Kóngsölduna. Hópur þessi fór hægt, enda báru þeir einn manninn. Þeir félagar hröðuðu því ferðinni, og sáu brátt að þarna var kom- in skipshöfn austan af Mýrum, og voru þó mennirnir úr þrem sveitum. Þeir höfðu róið frá Höfðasandi (við Skinneyjarhöfða) um morguninn, 3. maí, en lent þenn- an sama morgun (5. maí) í Kóngsvíkinni. Formaðurinn var Rafnkell Eiríksson bóndi í Holtum á Mýrum, fæddur á Smyrlabjörgum í Suðursveit um 1806, Konráð Erlendsson, einnig af Mýrum(P), fædd- ur á Hala í Suðursveit um 1783, Gísli Þorsteinsson bóndi á Uppsölum í Suðursveit, fæddur á Felli í Suð- ursveit um 1806, Árni Arngrímsson, fæddur á Skála- felli í Suðursveit um 1819, Þórarinn Pálsson, bóndi í Krossbæ í Nesjum, fæddur í Mörk á Síðu um 1791, al- bróðir Eiríks bónda á Hofsnesi, en báðir ólust þeir upp á Hofi í Öræfum, enda voru foreldrar þeirra úr Öræf- um, þó þau byggju um tíma í Mörk. Sjötti maðurinn var Halldóra Pálsdóttir, sennilega frá Skálafelli, fædd á Kvískerjum í Öræfum 18. desember 1816, en uppalin í Suðursveit. Auk þeirra sem hér hafa verið nefnd, var á sldpinu piltur frá Smyrlabjörgum, 16 ára gamall; en hann hafði dáið af kulda og vosbúð þennan sama morg- un. Hann hét Bergur Jónsson. Var nú hætt við fjöruferðina og Konráð, sem var verst á sig kominn af þeim, settur á bak öðrum hestin- um, en þau Halldóra og Þórarinn skiptust á um að sitja á hinum hestinum á leiðinni heim að Hofsnesi. Þeir Rafnkell, Gísli og Árni gengu hins vegar alla leið, enda voru þeir allir á bezta aldri; Ámi þó tæplega fullharðn- aður, en hann var talinn heljarmenni að kröftum og þolið hefur verið eftir því. Þeir Rafnkell og Gísli sögðu hrakningasöguna á leið- inni heim, enda höfðu þeir nægan tíma til þess því vegalengdin er um tveggja tíma gangur (8—10 km). En líklegt er þó að Þórarinn og Halldóra hafi sagt hana nánar síðar, því hann dvaldi nokkurn tíma hjá Eiríki bróður sínum, og hún réðst til vistar hjá Þorláki og var svo á Hofsnesi alla ævi, því hún giftist Þorláki eftir lát fyrri konu hans. Þeir Árni og Gísli höfðu róið hvíldarlaust allan tím- ann meðan á hrakningnum stóð, en hin orðið að hvíla sig öðra hvoru. Þó tóku þeir mjög til þess hvað Hall- dóra hefði staðið sig vel. Rafnkell hafði stýrt bátnum fram á þriðja dægrið og voru þau þá komin nærri landi skammt austan við Stemmu, en þá hvessti að nýju og rak þau til hafs aftur. Þá fékk Rafnkell Þórami stýrið, en settist sjálfur undir ár, og skiptust þeir á um að stýra eftir það. Sagði Gísli að sér hefði þótt vont að Rafnkell skyldi ekki skipta fyrr við Þórarin, því þau hefðu örugglega náð landi austan við Stemmu hefði Heima er bezt 271

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.