Heima er bezt - 01.08.1962, Page 17
ýAenntasetur
III. LAUGASKÓLI
A lþýöumenning er talin hafa verið sérlega traust
/ \ og alrnenn í Suður-Þingeyjarsýslu jirjá síðustu
/ áratugi nítjándu aldarinnar og fyrsta tug hinn-
ar tuttugustu aldar, áður en löggjöf um skóla-
skyldu og skólagöngu barna var sett árið 1907. Að
þessu inunu liggja tvær aðalástæður: Stofnun lestrar-
félaga og bókasafria í héraðinu og rekstur einkaskóla
ágætra manna, jiar sem námfúsum ungmennum var gef-
inn kostur á skólanámi. Þessir ungmenna-skólar eða
stuttu námskeið, náðu ótrúlega miklum árangri, þótt
tíminn væri stuttur. Af forgöngumönnum unglinga-
skólanna ntá meðal annars nefna þessa þjóðkunnu
menn: Sigurð Jónsson á Yzta-Felli, Einar Ásmundsson,
Nesi, Guðmund Hjaltason, Kristján Sigurðsson, Hall-
dórsstöðum, sr. Sigtrygg á Núpi, Jónas Jónsson frá
Hriflu, Guðmund Ólafsson frá Sörlastöðum og Arnór
Sigurjónsson. Þá ber og að nefna tvo ágæta menn á
Húsavík, þá Benedikt Björnsson, skólastjóra, og spek-
inginn og bókamanninn Benedikt frá Auðnum.
Upp úr þessum jarðvegi óx Laugaskóli, og hygg ég,
að á engan sé hallað, þótt sagt sé, að forystu-menn
og baráttumenn fyrir framkvæmd skólamálsins síðustu
árin hafi fyrst og fremst verið þeir Jónas Jónsson frá
Hriflu og Arnór Sigurjónsson, síðar skólastjóri. — Og
ckki má þá gleyma ungmennafélögum sýslunnar og
forgöngumönnum jieirra, því að þau munu hafa lagt
skólamálinu öflugt lið og meðal annars lagt fram til
byggingarinnar 24—25 þúsund krónur, en það var rnikil
fjárhæð á árunum 1924—1925.
í strjálbýl inu
Þá er enn ótalinn sá maðurinn, sem studdi skólamálið
af dáð og drengskap og mikilli fórnfýsi, en það er
Sigurjón Friðjónsson, bóndi á Litlu-Laugum, sem gaf
skólanum stóra lóð undir byggingu skólahúsa og næg-
an jarðhita. Síðar lét hann með vægu verði land til
viðbótar við skólalóðina.
Þannig reis upp hinn fyrsti héraðsskóli við hitalind-
ir, fyrir ötula forgöngu bjartsýnna æskumanna og aldr-
aðra hugsjónamanna í héraðinu.
Fjöldi þjóðkunnra manna úr Þingeyjarsýslum, og
víðar að, hafa byrjað námsferil sinn í Laugaskóla og
haldið þaðan til frekara náms með gott veganesti til
framhaldsnáms, þótt hinir séu enn fleiri, er setzt hafa
að í heimahögum og gerzt þar athafnamenn í upp-
byggingu og ræktun héraðsins.
Laugaskóli er, eins og fyrr segir, reistur í landi Litlu-
Lauga í Reykjadal, skammt sunnan við Breiðumýri.
Margir fleiri staðir voru nefndir, er bygging skólans
var í undirbúningi, en tvímælalaust hefur staðarvalið
vel heppnazt..
Ég hef átt þess kost að vera gestur Laugaskóla nokkr-
um sinnum hin síðustu ár og ég veit að þar hefur ver-
ið vel unnið. Laugaskóli hefur nokkra sérstöðu í námi.
saman borið við aðra slíka skóla á liðnum áratugum,
þar sem hann lagði í upphafi mikla rækt við verknám
og hefur smíðadeild skólans veitt mörgum hagnýtan
undirbúning undir lífið.
Laugaskóli hóf starf sitt skólaárið 1925—1926 og hef-
ur því starfað hátt í fjóra áratugi. — Fyrsti skólastjóri
skólans var Arnór Sigurjónsson frá Litlu-Laugum, en
aðrir skólastjórar hafa verið: Leifur Ásgeirsson, pró-