Heima er bezt - 01.08.1962, Qupperneq 18
Laugaskóli með nýju viðbyggingunni.
fessor, sr. Hermann Hjartarson og Sigurður Kristjáns-
son, sem verið hefur skólastjóri síðustu 12 starfsárin.
Fyrstu árin gaf nemendasamband skólans út ársrit,
sem í birtust meðal annars úrvals-ritgerðir skólanema,
en hin síðari ár hefur skóla-ritið Skólabjallan gegnt
svipuðu hlutverki. Með góðu leyfi skólastjóra og kenn-
ara, hef ég fengið að blaða í þessum ritum og tek
mér það „bessaleyfiu að birta hér nokkur sýnishorn af
ritsmíðum skólanemenda frá ýmsum starfsárum skól-
ans, bæði í bundnu og óbundnu máli.
Hér kemur þá fyrsta sýnishornið af ritsmíðum
Lauga-nema. Það er skólastíll, sem heitir Stórhríð. Höf-
undur er Sigurbjörg Sigurjónsdóttir.
„Það var hálfrokkið í baðstofunni, — þó var klukkan
ekki nema tvö, — og stormurinn kvein ömurlega á
þekjunni, stundum lágt.og lymskulega, en hinn sprett-
inn sótti hann í sig veðrið og þá skalf baðstofan við.
Fólkið sat við vinnu sína, þögult og þungbúið. Myrkr-
ið, kuldinn og gnauðið í storminum, lagðist eins og
þungt farg á hug þess. Bóndinn gekk um gólf með
hendurnar fyrir aftan bakið, og hann var enn lotnari
í herðum en venjulega, og það bar miklu meira á
hrukkunum á enni hans en endranær.
Húsfreyjan sat við spuna og þeytti rokldnn með
ákafa, eins og hún vildi með því forðast óyndið, sem
lagðist eins og mara á alla, er inni sátu. Á gólfinu sat
lítill drengur og lék sér að leggjum, skeljum og horn-
um. Hann var sá eini, sem óveðrið virtist ekki hafa
mikil áhrif á. Hann ímyndaði sér að hann væri að reka
stóra hjörð út í grænan og ilmandi haga. En við og
við leit hann þó upp frá leiknum, starði alvarlega út í
gluggann og hlustaði á þytinn í storminum. Og brátt
snerist leikurinn þannig við, að hann þóttist vera uppi
á heiði í grenjandi stórhríð og var að berjast við að
koma kindunum sínum heim. Og loks tókst honum að
koma fénu heim með hjálp Snata og forystu Móra.
Snjónum hlóð á gluggana, svo að brátt varð al-
dimmt baðstofunni, þá settist litli drengurinn hjá
mömmu sinni, og nú var eins og óljós kvíði settist að
sál hans.
„Ég vil láta fara að kveikja,“ sagði hann með grát-
staf í kverkunum. „Ekki strax, barnið mitt,“ sagði móð-
ir hans og strauk honum um vangann.
Litlu síðar kom fjármaðurinn upp á gluggann og
sópaði snjónum af honum. Maðurinn var svo fannbar-
inn, að það var eins og hann væri í hvítum feldi. „Nei,
sjáið þið snjókarlinn,“ hrópaði drengurinn og ldappaði
saman lófunum, og nú var ekkert gráthljóð í röddinni
lengur. Það birti í baðstofunni í bili, en það var að-
eins „skammgóður vermir,“ því að brátt varð eins
dimmt og áður.
Það var óyndislegt í baðstofunni, en fram í bænum
var reglulega ömurlegt. Snjóinn skóf inn um hverja
glufu. Það voru að verða stórir skaflar í göngum og
bæjardyrum og kaldur gustur fyllti hvern krók og
kima. Ef útidyrnar voru opnaðar, stóð snjóstrokan
beint inn um þær, og það var svo dimmt af hríð og
renningi, að ekki sást, nema rétt út á varpann.
Þetta var regluleg norðlenzk stórhríð.
Nú kom fjármaðurinn inn, klökugur og fannbarinn
og rjóður í framan af frostinu. „Þetta er meira veðr-
ið,“ sagði hann. „Það var naumast að ég gæti haft mig
á milli húsanna.“ En þó var fjármaðurinn miklu hress-
ari í bragði en fólkið, sem inni sat.
Þegar fjármaðurinn var kominn inn, var kveikt á
lampanum, og breidd hvít tjöld fyrir gluggana. Hús-
bóndinn tók bók ofan úr skápnum og fór að lesa fyrir
fólkið, en það var þó ekki vani hans. „Nú ætlar pabbi
að reyna að létta af sér farginu,“ hugsaði dóttir hans,
sem sat á einu rúminu við vinnu sína.
Óveðrið lamdi enn á þekjunni, en nú var eins og
það hefði ekki eins lamandi áhrif á fólkið og áður, því
að nú var orðið bjart og heitt í baðstofunni, og lestur-
inn hafði mildandi áhrif á huga þess.-----Sigurbjörg
Sigurjónsdóttir.“
Þá birtist hér fallegur frásöguþáttur, sem kom út í
Skólabjöllunni haustið 1955. — Um höfund er mér
ókunnugt. Hann dylur sig undir upphafsstöfunum:
Á. J. — Frásöguþátturinn heitir: Frú Kata.
„Við köllum hana Kötu. — Ekki vegna þess, að hún
hafi hlotið það nafn í heilagri skím, heldur af því að
hún hlaut sömu örlög og önnur, sem það nafn bar. —
Hún Kata mín var bara rjúpa.
Vorið 1953 tókum við eftir því, að rjúpu-hjón höfðu
setzt að nálægt bænum. Það er skógræktargirðing rétt
við bæinn, og er farið var að planta í hana, fannst
hreiðrið þeirra með nokkram eggjum. Síðan var fylgzt
með hreiðrinu, og eftir nokkra daga voru eggin orð-
in níu.
Á hverjum degi kom rjúpan heim í varpann, þar sem
mikið var um súru, fíflablöðku og þvílíkan gróður, og
beit af miklu kappi, en karrinn vappaði í kringum hana
með bugti og blíðmælum. — Annars hafði hann valið
sér stað á hlöðumæni skammt frá og sat þar lengst af
og hélt vörð. — Eftir venjulegan tíma komu ungamir
úr eggjunum, og þá var ekki beðið með að yfirgefa
hreiðrið. Það tæmdist um leið og síðasti unginn var
274 Heima er bezt