Heima er bezt - 01.08.1962, Qupperneq 22

Heima er bezt - 01.08.1962, Qupperneq 22
ÁTTUNDI HLUTI „Viltu ekki koma og sækja með okkur mjólkina?“ spurði Ingunn. „Veðrið er svo yndislegt, logn og sól- skin, finnurðu ekki skógarilminn leggja inn til þín?“ Hún opnaði gluggann upp á gátt og gekk út. „Er Ásta vöknuð?“ spurði hann, um leið og móðir hans gekk út. „Já, og ef þú vilt fá að sjá þá litlu baða sig, skaltu koma strax. Þú ættir að sjá, hve hún er fjörug í bal- anum.“ Karlsen klæddi sig og gekk út á hlaðið. Það var satt. Þetta var indæll morgun. Loftið titraði af fuglasöng. Hann þandi út brjóstið og dró djúpt andann, eins og væri hann að búa sig undir að taka lagið með þeim, en hætti við það og gekk inn í eldhús. Ásta var þar að afklæða Ingu litlu, en móðir hans kom með bala og setti hann á gólfið, og kom svo með ketil fullan af heitu vatni og blandaði hæfilega heitt í balann. Telpan spriklaði öllum öngum og skríkti hátt. Karlsen lagðist á hnén við balann, tók þvottapokann og vatt úr honum ofan í koll telpunnar. Fyrst sat hún grafkyrr með skringilegan alvörusvip á andlitinu, svo fitjaði hún upp á nefið og rak út úr sér tunguna, eins og til að smakka á þessari bleytu. Svo sló hún hraust- lega litlu höndunum ofan í vatnið. „Varaðu þig, Kalli!“ kallaði Ásta hlæjandi, en hann var of seinn og fékk vatnsgusu framan í sig. Hann skellihló og skvetti aftur á telpuna, en fann þá, að hann var orðinn blautur á hnjánum. Stór lækur rann eftir gólfinu og stefndi til dyra. Ásta tók telpuna upp úr balanum og vafði hana inn í handklæði. Hún rak upp öskur og vildi ólm fara í vatnið aftur. „Litla skinnið vill sulla rneira," sagði Karlsen og þurrkaði upp úr gólfinu. „Ég er viss um, að hún kann vel við sig á sjó, þegar hún stækkar." „Hún líkist mér þá ekki mikið,“ sagði Ásta. „Ég er engin sjóhetja." „Nei, hún sækir það í mig,“ sagði Karlsen hlæjandi. Hann leit til Ástu og sagði: „Nei, ég man að þú ert engin hetja á sjó.“ — Þau fóru öll til að sækja mjólkina yfir að Brekku. Ingunn litla var færð í „galla“, og húfa sett á dökka kollinn á henni til mikillar ánægju. Ingunn sagðist vera alveg viss um, að hún hefði vit á, að þegar húfa væri sett á hana, ætti hún að fara út, því þá ljómaði hún öll og iðaði af ánægju. Það var bíll fyrir á brautarstúfnum heim að sumar- bústaðnum, svo að ekki varð fram hjá komizt. Var helzt að sjá, að hann væri mannlaus. Karlsen steig út og aðgætti, hvort hægt væri að komast fram hjá. Hon- um varð litið inn um bílgluggann, og í sömu svifum reis bílstjórinn upp með stírurnar í augunum. „Er ég fyrir?“ spurði hann og opnaði hurðina. „Nei,“ anzaði Karlsen, „ég kemst vel fram hjá, ég fer bara fyrir utan, og það er jafnvel betra.“ Honum varð litið inn um afturrúðuna og sá, hvar þau Sólveig og Friðgeir sváfu. „Það var djammað heldur betur í nótt,“ sagði bíl- stjórinn og brosti. Karlsen eldroðnaði og spurði bílstjórann fljótmælt- ur, hvort þetta væri kærustupar. „Bara í nótt, býst ég við,“ svaraði hann. „Mér skild- ist, að þau væru sitt úr hvorri áttinni.“ „Viltu taka bréf til stúlkunnar?“ spurði Karlsen. „Sjálfsagt.“ „Og einskis spyrja.“ „Einskis.“ „Og ekkert segja stúlkunni.“ „Ekkert,“ sagði bílstjórinn ákveðinn á svip. 278 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.