Heima er bezt - 01.08.1962, Qupperneq 24

Heima er bezt - 01.08.1962, Qupperneq 24
Það var líkast sem móðir jörð gerði þeim seið, er um veginn fóru. — „Bara að þessi dagur gæti verið óendanlegur, ástin mín,“ sagði Karlsen, er þau gengu aftur í átt til bílsins. Asta svaraði lágt: „Þessi dagur er enn ekki á enda liðinn, Kalli. Við vitum ekki, hvernig honum lýkur.“ — Nöfnurnar voru komnar inn í bílinn og farnar að bíða. Ingunn leit rannsakandi á son sinn. Hann virtist all- ur annar en áður. Nú líktist hann sjálfum sér, en ekki þeim manni, sem hann hafði verið síðustu vikurnar. Karlsen forðaðist skyggn augu móður sinnar. í fyrsta sinn á ævinni óskaði hann henni eitthvað laqgt burt í bláinn. Hann var ekki alveg viss um, hvort hann hefði breytt rétt í dag, en hann hafði ekki getað annað. „Ég verð að tala betur við Astu, þegar við komum heim,“ hugsaði hann og stalst til að líta á hana. Hún var alvarleg og köld. Hann vissi að hún gat verið heit og ástrík og ákvað, að alvörusvipinn skyldi hann kyssa af henni við fyrsta tækifæri. Milt bros lék um varir hans, og augun urðu dreym- andi. Hann var svo niðursokkinn í drauma sína, að hann tók ekki eftir fyrr en hann var kominn fram hjá Fagranesi og langleiðina til Reykjavíkur. Asta sagði ekki orð. Hún þrýsti telpunni fast að sér eins og til að leita sér skjóls. Hví hafði hún látið und- an? Döpur í huga ásakaði hún sjálfa sig fyrir ósjálf- stæðið. En þetta var liðið og yrði ekki aftur tekið. Hún var viss um, að Karlsen elskaði hana, en hún var líka viss um, að nú tæki Sólveig til einhverra örþrifaráða til að missa hann ekki. Bílstjórinn vakti þau Sólveigu og Friðgeir stuttu fyr- ir hádegi. Sólveig var úrill og lengi að átta sig, enda ekki búin að sofa lengi. Hún hafði allt á hornum sér við bílstjórann og spurði, hvern fjandann hann væri að gera hér upp í sveit, hvers vegna hefði hann ekki ekið henni beint heim. Hún steig út úr bílnum og lagaði á sér fötin sem bezt hún gat, arkaði síðan að næsta steini, settist þar og athugaði á sér andlitið. Það var ekki sjón að sjá hana, en í veski hennar var flest það, sem hún hafði þörf fyrir til að lagfæra og fegra útlit sitt. Á nokkrum mínútum breyttist flekkótt, gráfölt andlit hennar og fékk hressilegan brúnan blæ, varirnar voru rauðar sem rósir, augun sýndust stór og dimm sökum grænna augnaskugganna. Að lokum klykkti hún út með dálitl- um brúnum fegurðarbletti á annað kjálkabarðið. Höf- uðverkurinn var verstur, en einhvers staðar átti hún í veskinu góðar töflur, sem fljótt myndu lækna hann. Hvaða bréfsnepill var nú þetta? Hún ætlaði að henda blaðinu, en hætti við það, opnaði það og las það, sem á því stóð. Skilningssljó horfði hún á orðin: „Eftir það sem ég sá í dag, þarftu ekki að búast við, að ég trúi því, að ég sé sá eini. Nú tel ég mig lausan allra mála!“ Karlsen. Sólveig beit saman tönnunum. „Jæja, svo hann hélt það, drengurinn, nei, nei!“ Nú skyldi hann fyrst sjá, að henni væri alvara! í ofsabræði tætti hún bréfið í sundur, trampaði síðan á sneplunum, þar til þeir grófust niður í leirinn við steininn. „Heim!“ sagði hún stutt og skipandi við bílstjórann, um leið og hún skellti sér inn í framsætið, án þess svo mikið sem renna augum til Friðgeirs, sem nú var bú- inn að laga sig til líka, hrista af sér öskuna og greiða sér. Ekki hafði honum þó tekizt að ná af sér varalitn- um, enda engan spegil haft og var því algerlega grun- laus um, hve skrautlegur hann var ásýndum. Bílstjórinn ók af stað. Á andliti hans voru engin svip- brigði að sjá. „Jæja, fröken. Hvert er þá heimilisfangið?“ Hún nefndi götu og húsnúmer. Síðan óku þau þögul. Sólveigu dauðlangaði til að vita, hvenær Karlsen hefði komið blaðsneplinum niður í veskið hennar, en vildi ekki gera svo lítið úr sér að spyrja bílstjórann. Þegar heim að húsinu kom, snaraðist hún út, kastaði lauslega kveðju á Friðgeir og strunsaði hnarreist og hraðstíg heim að húsinu. Nákunnugir henni myndu varla hafa verið í vafa um, að nú væri hún í vígahug. Bílstjórinn ók af stað, um leið og hurðin skall í lás á eftir Sólveigu. Friðgeir bölvaði í hljóði. „Bölvuð tæfan!“ hugsaði hann. „Hún gat þó boðið mér inn, ekki verður þessi túr þó líklega svo gefinn.“ Verst var hve nóttin og atburðir hennar voru óljósir í huga hans. — Sólveig settist inn í herbergi sitt og hugsaði. Ekki skyldi Karlsen sleppa svo auðveldlega, sem hann virtist halda. Eftir skamma stund stóð hún upp, gekk að sím- anum, lævíst bros lék um varir hennar, og augun voru hálflukt. Nú þóttist hún hafa fundið ráð, sem Karlsen sóma síns vegna gæti ekki gengið fram hjá. Hún hringdi til gamallar vinkonu sinnar, sem átti heima í nágrenninu. Margt höfðu þær brallað á sínum yngri árum, og einmitt þessi vinkona' hafði skrifað henni, að Karlsen væri enn á lausum kili og hvatt hana til að tengja á ný böndin, sem hún sjálf hafði slitið fyrrum. „Finndu mig strax, elskan, það er mjög áríðandi,“ sagði hún þegar stúlkan kom í símann. „Gerðu ráð fyr- ir að vera hjá mér í nótt, og máske lengur. Ég þarf að sviðsetja smá leikþátt, sem þú átt að leika áríðandi hlut- verk í!“ Stúlkan varð strax spennt og lofaði að vera eins lengi og Sólveig vildi. Hún væri einmitt í fríi núna, hvort sem væri. Þegar vinstúlkan lcorn, settust þær í sófann og fengu sér glös og vindlinga. „Eklci getum við hugsað mikið þurrbrjósta, og auk þess er ég fjandi timbruð enn,“ sagði Sólvegi bros- andi. Þær töluðu lengi saman, en komust loks að sam- komulagi. Nú skyldi setja leikinn á svið! 280 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.