Heima er bezt - 01.08.1962, Qupperneq 25
X.
Bíl-slysið
Ekki voru þau Karlsen og stúlkurnar nema rétt kom-
in heim, þegar Sólveig birtist. Asta fór ofan og opnaði.
Sólveig spurði eftir Karlsen án þess að kasta kveðju
á Ástu.
Karlsen bauð Sólveigu inn í herbergi sitt, hún sagð-
ist þurfa að tala við hann undir fjögur augu.
„Ég skil ekki, hvað þú getur viljað mér. Skilurðu
ekki, að við erum algerlega skilin að skiptum,“ sagði
Karlsen og horfði rólega á hana.
Sólveig beit á vörina og leit á hann bænaraugum.
Var helzt að sjá, sem hún ætlaði að fara að gráta. Karl-
sen varð ekki um sel. Þetta var þó ólíkt Sólveigu. Hann
hafði aldrei orðið þess var, að hún ætti til viðkvæmni.
„En barnið þitt? “ stundi hún upp og horfði niður
fyrir sig.
„Ég trúi því ekki, að það sé mitt barn,“ sagði hann.
Hún sperrti brýnnar. „Jæja, ætlar þú að þræta fyrir
það, því hefði ég ekki trúað á þig, Kalli!“
Ingunn og Ásta héldu sig í eldhúsinu, meðan samtal-
ið fór fram. Þær komust þó ekki hjá því að heyra orð
og orð á stangli, þegar á leið. Bæði voru farin að ger-
ast hávær.
„Gerðu það bara,“ heyrðu þær Karlsen segja ögr-
andi. Sólveig talaði svo hratt, að engin orð urðu greind.
Hún opnaði hurðina og þaut út úr stofunni og niður
stigann. Karlsen stóð við gluggann og horfði á eftir
henni geisast yfir götuna og hverfa fyrir hornið á skó-
'búðinni. Hún var auðsjáanlega öskureið.
Ingunn gekk inn til hans.
„Það var hraði á henni út,“ sagði hún.
Karlsen hló kuldalega. „Mér er sama. Ég vona bara,.
að hún komi aldrei aftur.“ Hann var eldrauður í fram-
an og æstur. „Þú hefðir átt að heyra allt það, sem hún
bar upp á mig. Ég er nærri viss um, að þetta er allt
lygi með barnið, þótt hún sverji að það sé satt.
Nokkru seinna um daginn hringdi síminn. Ingunn
svaraði. Það var æst stúlkurödd, sem spurði eftir Karli
Karlsen. Hann tók við símatækinu af móður sinni og
kallaði: „Halló.“
„Þetta er heima hjá Sólveigu Indriðadóttur,“ sagði
stúlkan fljótmælt og æst. „Það hefur orðið slys. Sól-
veig varð fyrir bíl, þegar hún kom frá ykkur, rétt fyr-
ir utan húsið hérna.“
„Hvað, slys,“ Karlsen náfölnaði.
„Já, og nú hrópar hún í sífellu á yður. Þér verðið að
koma strax!“
„Já, ég kem,“ tautaði hann hljómlausri rödd og lagði
símann á. Hann ætlaði fram í eldhúsið, en áttaði sig
og fór ofan eins og í leiðslu.
„Hvað er um að vera?“ spurði Ásta og hljóp á eftir
honum og greip í handlegg hans.
„Sólveig varð fyrir bíl áðan,“ stundi hann upp. „Ég
hefði ekki átt að láta hana fara svona æsta!“
„Guð minn góður!“ Ásta horfði skelfingu lostin á
hann. Svo tók hún höndunum um háls honum og kyssti
hann í fyrsta sinni að fyrra bragði.
Hann þrýsti henni fast að sér augnablik, svo hljóp
hann út.
„Sérðu nokkuð til hans? Það er rauðbrúnn, lítill bíll,
sem hann er í,“ sagði Sólveig áfjáð við Björgu, sem
stóð við gluggann. Þær voru búnar að hella spritti í
skál, svo einhver læknislykt skyldi vera þarna inni.
Annan handlegg Sólveigar höfðu þær vafið rækilega
með sárabindi, og einnig makað joði á enni hennar og
límt síðan heljarmikinn plástur yfir, en létu þó joðið
sjást út undan plástrinum. Þar var mikið sár. Að öðru
leyti var andlit hennar gert náfölt og skuggar undir
augunum.
„Hananú, þar kemur hann,“ hrópaði stúlkan og
flýtti sér að sækja glerkrukku með brytjuðum lauk
fram í eldhús. Hún skrúfaði lokið af krukkunni, og
Sólveig þefaði af öllum kröftum, unz tárin streymdu
niður kinnarnar á henni, og hún gat varla haldið aug-
unum opnum.
„Fljótt fram með laukinn,“ stundi hún. „Þetta er
víst nóg.“
Stúlkan setti krukkuna inn í skáp og hraðaði sér til
dyra.
„Guði sé lof, að þér eruð kominn,“ sagði stúlkan og
dró Karlsen með sér inn í herbergi Sólveigar. í dyrun-
um nam hann staðar. Sólveig lá náhvít með aftur aug-
un, en andlitið flóði í tárum.
Hún hreyfði höfuðið hægt og opnaði augun.
„Kalli,“ hvíslaði hún ofurlágt og rétti fram heil-
brigðu höndina. „Kalli, þú komst þó.“
Hann gekk hægt nær. „Já, Sólveig,“ tautaði hann
lágt. „Ég kom.“
Hún leit á hann tárvotum augum.
„Kalli, barnið.“
Hann sagði ekki neitt, kom ekki upp neinu orði.
„Ég missti barnið,“ hvíslaði hún.
„Það var þá satt.“ Karlsen strauk sér um ennið, hann
vissi ekkert hvað hann ætti að segja.
Stúlkan gekk fram og lofaði þeim að vera einum. Þá
fannst Karlsen sem öll sund væru lokuð. Nú væri hann
kominn í ófæru, sem engum væri fært úr.
„Ertu einhvers staðar brotin?“ spurði hann lágt.
„Nei, bara illa marin, og svo fékk ég slæman skurð á
handlegginn og ennið.“ Hún var nú furðu hressileg í
tali, en þá kom hjúkrunarkonan.
„Elsku bezta Sólveig, þú mátt ekki reyna svona mik-
ið á þig! Mundu hvað læknirinn sagði. Nú þarft þú
að reyna að sofna. Svo kemur vinur þinn aftur í kvöld,
þá verður þú hressari.“ Síðan lagfærði hún koddann
og sængina mjög nærfærnislega.
Sólveig kveinkaði sér, og Karlsen fannst kalt vatn
renna sér milli skinns og hörunds. Þó gat hann ekki
séð, að hún væri lífshættulega slösuð, en hann hafði
nú lítið vit á því. —
Ingunn og Ásta biðu heima í ofvæni. Karlsen sagði
Heima er bezt 281