Heima er bezt - 01.08.1962, Side 27

Heima er bezt - 01.08.1962, Side 27
SJÖTTI HLUTI „Ansvítans vitleysa er í þér, Gvendur. Þið hafið ekki verið saman, þegar hann hvarf.“ „Ekki alveg saman, nei. Hann stakk upp á því sjálf- ur, að við værum dálítinn spöl hvor frá öðrum, svo að við fyndum frekar sauðina. Ég jánkaði því. Annars gæti ég bezt trúað, að hann hefði falið sig einhvers staðar af hrekk, til þess að hafa gaman af að láta mig leit að sér.“ „Það þýddi nú lítið að leita eftir að dimmt var orðið.“ „Jæja, ég gat þó allatíma kallað, ekld heyrðist svo illa, nóg var kyrrðin. Annars get ég sagt þér það, að lítið langar mig til að vera þarna aftur staddur í myrkri. Við hvert fótmál getur maður átt von á, að detta ofan í gjá eða festa löppina í einhverri holunni, fara úr liði eða fótbrotna. Og eggjarnar í brunanum eru svo hvassar, að þær stingast upp í iljarnar á manni. Ég jrorði ekld annað en þreifa mig áfram með lúkun- um. Það var seinlegt og þreytandi, þú getur ímvndað þér, ganga alltaf hálfboginn. En sjálfsagt hef ég bjarg- að með því lífi mínu. Og alltaf var ég að arga á strák- inn. Ég ætlaði að verða vitlaus af að heyra í mér hljóð- in bergmála í öllum áttum, því að ekkert heyrðist ann- að. Fyrr en fór að hvessa, þá hvein í hrauninu. Ég þykist ekki vera myrkfælinn að jafnaði, en ekki get ég neitað því, að þá fór mig að kitla ónotalega í bakið. — Og loksins, þegar ég komst ofan af brúninni, þá fann ég ekki jálkana. Ég hef verið að leita að þeim mest af nóttinni. Loksins fann ég þá suður undir á.“ Brynjólfur var farinn að velta vöngum. Hann gat ckki að sér gert að brosa, þótt honum væri að vísu ekki hlátur í hug. Sagði hann Gvendi að flýta sér að eta, því að hann var byrjaður að háma í sig úr askin- um, sem Guðrún hafði sett til vonar og vara á kistilinn fyrir framan rúmið hans. „Legðu þig svo þangað til í fyrramálið, þá förum við allir að leita að Sveinka.“ „Og sauðunum,“ sagði Gvendur. „Þeir eru dauðir,“ sagði Brynjólfur. „Ekki trúi ég því,“ sagði Gvendur. „Ekki hætti ég fyrr við en ég finn þá lifandi.“ Nú bylti Guðrún sér snögglega í rúminu og sagði: „Þú áttir erindið í brunann, Gvendur!“ Gvendur svaraði engu. Hann háttaði í flýti, slökkti á lampanum og fleygði sér upp í rúm. í birtingu morguninn eftir voru allir komnir á fætur á Bökkunum. Tygjuðu menn sig af stað til þess að leita að Sveinka. Fóru allir karlmennirnir, Nikulás og Ólafur líka. Riðu þeir sem leið lá upp með hraun- brún og leituðu inni í hverju viki. Við og við fóru þeir af baki og upp á brúnina og lituðust um, hvort þeir sæu nokkuð kvikt uppi í bruna. Gengu þeir hægt og gætilega og stikluðu á hellum og sléttustu steinum, því þeir voru ekki eins vel skóaðir og Gvendur hafði verið daginn áður. Uppi í hrauninu var ekkert líf að sjá svo langt sem augað eygði, nema einn og einn hrafn. Þar blasti alltaf við sama sjónin, hvar sem kom- ið var upp á brún. Alls staðar var bruninn eins, með holum og gjótum, gjám og sprungum og hellum af alls konar lögun og í alls konar stellingum, sumar lágu flatar, aðrar á ská, enn aðrar stóðu upp á endann. Hér og hvar gnæfðu heilar vörður af brunagrjóti eins og turnar upp í loftið. Og þótt þeir héldu áfrarn upp með hrauninu og væru við og við að klöngrast upp á brún- ina, þá sáu þeir strax, að leit var tilgangslaus og hrein- asta tilviljun, ef þeir fyndu drenginn, til þess yrðu þeir blátt áfram að ganga ofan á hann. Einu sinni, er þeir voru nýkomnir á bak eftir að hafa farið enn í einn leiðangurinn upp á brún, sjá þeir allt í einu, hvar Sveinki kemur labbandi á móti þeim Heima er bezt 283

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.