Heima er bezt - 01.08.1962, Blaðsíða 28

Heima er bezt - 01.08.1962, Blaðsíða 28
suður með hraunbrúninni. Þetta kom svo flatt upp á ieitarmenn, að þeir ætluðu varla að trúa sínum eigin augum. Þegar þeir mættu strák, horfðu þeir allir á hann með mestu athygli. Það var ekkert á honum að sjá óvana- legt. Hann var hvorki rifinn né skrámóttur. En hann var berhöfðaður og treyjulaus. Brynjólfur var fyrstur til að yrða á hann: „Hvar hefur þú verið, Sveinki litli?“ „Uppi í bruna,“ sagði Sveinki. „Og hvað varstu að gera þar?“ „Ég var að villast." „Af hverju fórstu frá honum Gvendi?“ „Gvendur fór frá mér.“ „Þú lýgur því,“ sagði Gvendur, „þú hvarfst frá mér og anzaðir ekki, þó ég væri að kalla.“ „Og ekki anzaðir þú mér, þegar ég kallaði á þig.“ „Þú kallaðir aldrei á mig!“ hrópaði Gvendur. „Aldrei kallaðir þú á mig,“ sagði Sveinki og gaut augunum allkynduglega til Gvendar. Nú fóru hinir að brosa. Brynjólfur sagði Sveinka að fara á bak lausa hestinum, sem þeir höfðu haft með sér. Var nú snúið við og riðið fram að Bökkunum aftur. Þegar heim kom, stóð allt kvenfólkið úti á hlaði. Var nú Sveinki skoðaður í krók og kring og gengið úr skugga um, að hann væri lifandi, en ekki afturgenginn. En ekkert nýstárlegt sást á strák. Hann var að öllu leyti eins og hann var vanur að vera. Þegar hann var spurð- ur, hvar hann hefði verið um nóttina, svaraði hann ýmist út í hött eða að hann hefði verið að villast. „Og hvar er húfan þín og treyjan? Þú hefur þó ekki týnt af þér treyjunni?“ sagði Guðrún. „Nei,“ sagði Sveinki. „Ekki ertu í henni,“ sagði Guðrún. „Nei.“ „Hvar er hún þá?“ „Uppi á kirkjuturni.“ „Hv-að segirðu?“ „Ég hengdi hana á krossinn.“ Nú leit fólkið hvað á annað. Enginn sagði neitt, en sumir hugsuðu sem svo, að lítið hefði hann lagazt í nótt, sem varla var von. En Gvendur gat ekki á sér setið: „Ég held hann hefði átt að vera kyrr uppi í brunan- um, hjá foreldrunum," sagði hann og hló. Var nú Sveinki látinn eiga sig, en menn gengu í bæ- inn. Og með því að Iíða tók á daginn, en þeir ætluðu heim, Nikulás og Ólafur, þá flýttu þær sér, Guðrún og Kristín að taka til handa þeim mat. Var og Gvendi gcfið eitthvað, því hann ætlaði að fylgjast með þeim. Fékk hann að bragða á sauðunum og trúði nú, að þeir væru dauðir. Seinna um kvöldið, er dimmt var orðið og búið að kveikja og allir seztir upp á baðstofupall, Brynjólfur og Kristín inn í hjónahús, nöfnurnar í norðurendann, en Steini og Sveinki í miðbaðstofu, segir Guðrún allt í einu: „Komdu hingað, Sveinka tetur.“ Sveinki stóð á fætur og gekk í hægðum sínum inn fyrir til Guðrúnar. Hún lætur hann nema staðar fyrir framan sig, hættir að prjóna, lætur hendumar með prjónunum hvíla í kjöltu sér, starir á hann og segir: „Segðu mér nú, Sveinn, hvar þú varst í nótt.“ „Ég var í brunanum.“ „Hvar í brunanum?“ „í kirkjunni." „Hvaða kirkju?“ „Það veit ég ekki.“ „Vertu ekki að þessum þvættingi, Sveinn,“ sagði Guðrún og byrsti sig, „þú hefur bezt af því að segja mér eins og satt er. Gerði ég ekki á þig skóna?“ „Jú,“ sagði Sveinki. „Jæja, hvaða kirkja var þetta þá?“ „Það var bara kirkja, sem stóð niður í brunanum. Hann var allt í kringum hana, og svo nálægt gaflaðinu, að hægt var að hoppa upp á það. Ég gat klifrazt alla leið upp á turninn. Ég hengdi treyjuna mína á kross- inn, svo að hægara væri að finna kirkjuna aftur seinna.“ „Hvenær fannstu þessa kirkju?“ „í gær.“ „Já —, en hvenær í gær?“ „Rétt á eftir, að við Gvendur skildum.“ „Var þá farið að dimma?“ „Nei, það var löngu fyrir sólarlag.“ „Skoðaðirðu kirkjuna vel?“ „Nokkuð.“ „Hvernig var hún?“ „Hvernig var hún, hvað?“ „Já, hvernig var hún byggð? Var það timburkirkja, tjörguð, eins og kirkjan á Laugum, með þremur glugg- um á hvorri hlið?“ „Nei, það var torfkirkja." „Varstu þá viss um, að það væri kirkja?“ „Af hverju?“ „Hún var með turni og krossi. Svo fór ég inn í hana. Þar var altari og prédilamarstóll.“ „Hvernig var turninn?" „Hann var úr grjóti hlaðinn upp af sléttu sunnan megin við dyrnar. Efst á honum var járnkross.“ „Sástu nokkra skurðmynd í kirkjunni?“ „Já, fyrir ofan altarið var mynd af manni, sem hélt á lambi.“ „Það var nú góði hirðirinn, frelsarinn þinn, vesaling- urinn. Og hvað, sagðistu hafa verið inni í ldrkjunni í alla nótt?“ „Já.“ „Varstu ekki hræddur?“ „Nei.“ „Varstu ekki var við neitt?“ „Nei, ég svaf. Fyrst settist ég fyrir framan altarið 284 Heima. er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.