Heima er bezt - 01.08.1962, Qupperneq 32

Heima er bezt - 01.08.1962, Qupperneq 32
HEIMA_____________ BEzrr BÓKAHILLAN Herbert Kubly: Italía. Reykjavík 1962. Almenna bókafélagið. Þetta er þriðja bókin í flokknum Lönd og þjóðir, sem AB hóf útgáfu á í lok síðastliðins árs, og hin skemmtilegasta þeirra að mínum dómi. Frágangur allra bókanna er hinn sami. Hér er brugðið upp svipmyndum af ítalíu fyrr og nú. Vér kynnumst þar töfrum þessa undralands, fáum og býsna mikil kynni af þjóðinni, sem þar býr, öllum stéttum hennar, hugðarefnum, stjórnarfari, atvinnuháttum o. s. frv. Lesandinn er einnig leiddur um svið hinnar viðburðariku sögu hennar frá Rómaveldi hinu forna til nútímans, og það er ekki einungis stjórnmálasagan, sem þar er kynnt, heldur miklu fremur saga bókmennta og fagurra lista. Allt þetta færir bókin oss líkt og litauðug, atburðarík kvikmynd. Og einkum verða lesandanum minnisstæðar andstæðurnar, sem svo skýrt eru dregnar þar fram. Þarna mætum vér hinni glæstustu hámenningu við hliðina á aumkunnarverðri fáfræði, auður og ó- hóf birtist þar jafnframt hinni sárustu örbirgð og skorti. Enda þótt bókin sé ekki hlaðin staðreyndum, gefur hún aukinn skilning og vekur um leið þorstann eftir að vita meira um þetta furðulega land og þjóð. 1 stuttu máli sagt, heillandi bók, sem menntar og skemmtir í senn. Þýðandi er Einar Pálsson, og virðist hann hafa leyst verk sitt vel af hendi. Fuglabók AB. Reykjavík 1962. Almenna bókafélagið. Fuglar íslands og Evrópu heitir bókin fullu nafni. Höfundar hennar eru þrír, tveir enskir og einn amerískur, og fyrst er hún gefin út á ensku árið 1954. l)r. Finnur Guðmundsson hefur þýtt hana á íslenzku og staðfært. Bókin hefur þegar verið þýdd á öll hin helztu Evrópúmál og hvarvetna notið hinna mestu vinsælda. f henni er lýst alls 573 tegundum fugla. 1 henni eru yfir 1200 myndir, þar af mjög margar litmyndir og kort af útbreiðslu alls þorra tegundanna. Af fuglum bókarinnar hafa 230 tegundir sézt á íslandi. Fátt af fyrirbærum náttúrunnar nýtur almennari vinsælda en fuglarnir. Bækur um þá eru nær óteljandi, og margt af þeim stór verk og hin skrautlegustu. Ahugamenn um fugla eru sennilega fleiri en um nokkra aðra grein náttúrufræðinnar, og hafa margir þeirra lagt fram drjúgan skerf til fuglafræðinnar. Annað mál er að fuglafræðin getur naumast talizt til hinna hagnýtu greina nátt- úruvísindanna nema að litlu leyti, og meiri tilfinningasemi gætir i viðhorfi manna til fugla en margs annars sem fyrir augun ber í ríki náttúrunnar. Hér á landi sem annars staðar eru margir áhugamenn um þessi efni, og fáu leikur mönnum meiri hugur á en að vita einhver deili á ókenndum fuglum, sem fyrir augu þeirra ber. En fram að þessu hafa einungis verið til tvær íslenzkar bækur um þetta efni, fuglabækur þeirra Bjarna Sæmundssonar og Magnúsar Björnssonar, sem báðar eru nokkuð gamlar og ófáan- legar með öllu. Hvorug þeirra var handhæg við skoðun fugla í náttúrunni, þótt ágætar væru í sinni röð og á sínum tíma. Fugla- bók AB bætir því úr brýnni þörf. Hún er samin eftir nýjustu þekkingu manna á þessum efnum og umfram allt sniðin við það að vera handbók við skoðun fuglanna úti í náttúrunni sjálfri. Enda þótt nothæfi slíkrar bókar verði ekki til fulls dæmt nema við notkun, má ráða það af vinsældum hennar, að hún nái vel þeim tilgangi sínum að vera trúr leiðbeinandi um að þekkja fugla úti við. Lýsingar hennar eru glöggar og góðar, þótt stuttar séu. Aðalatriðin dregin skýrt fram, og skilgreiningar skýrar og auð- skildar. Myndirnar eru afbragð að litum og formi og gera kleift að þekkja fuglana í ýmsum mismunandi stellingum. Meginkost má það og telja, að fleira er hér talið en þeir fuglar einir, sem hér hafa sézt, því að árlega bætast nýir flakkarar við í hóp íslenzkra fugla, og gerir bókin nú kleift að átta sig á þeim. Þýðingin hefur verið vandaverk, en virðist hafa tekizt mjög vel. Þýðandi hefur búið til um 420 ný fuglanöfn. Eins og vænta má hefur sú nýsmíð tekizt misjafnlega vel, en mörg nöfnin eru ágæt og fara vel í máli, og yfirleitt er fengur að þeim. Mjög eru breytt latnesku fugla- heitin frá hinum eldri íslenzku fuglabókum, og hefði verið rétt að geta samnefna við þær tegundir að minnsta kosti, þar sem bæði nöfnin, hið íslenzka og latneska, eru breytt. Þá hefði verið til bóta, að táknin um þá fugla, sem sézt hafa hér á landi, hefðu verið sett við tegundatalið í bókarbyrjun en ekki einungis við myndatext ana. Frágangur bókarinnar er með ágætum, og er hún valin til þess að vekja áhuga ungra og fullorðinna á einum þætti íslenzkrar náttúru, og skapa þeim með því óteljandi ánægjustundir, og kenna þeim að meta dásemdir náttúru lands vors og lffsins í heild. Allir sem að bókinni hafa unnið eiga því hinar beztu þakkir fyrir hana. St. Std. +------------------------------------------------------* HUGSAÐ HEIM. LjóS eftir Ingibjörgu Sigurðardóttur. Bókaforlag Odds Bjömssonar. í haust kemur á bókamarkaðinn ljóðabók eftir Ingibjörgu Sigurðardóttur. Ljóðabólcin, sem er 100 blaðsíður, nefnist Hugsað helm. Á und- anförnum árum hafa komið út allmargar skáld- sögur eftir Ingibjörgu Sigurðardóttur, og hef- ur hún nú eignazt stóran hóp lesenda. En þó mun fáum hafa verið kunnugt um að Ingibjörg legði einnig stund á Ijóðlist í tómstundum sín- um. Enda þótt skáldkonan láti lítið yfir Ijóð- um sínum, mun þessi litla bók eflaust verða kærkomin mörgum af lesendum hennar. Þeir áskrifendur „Heima er bezt“, sem kynnu að vilja eignast bókina, geta fengið hana afgreidda strax. Bókhlöðuverð kr. 88.00. Til áskrifenda „Heima er bezt“ aðeins kr. 60.00. •)»„„-----M----M-------------------------------W----«--„4* 288 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.