Heima er bezt - 01.08.1962, Blaðsíða 35
91. „Fúsa dettur óðar í hug, að ég sé að
leita fjárins þarna í múrnum, og reynir
með smjaðri að fá mig til að leysa frá
skjóðunni. Er það reynist árangurslaust,
og ég er að fara burt, ræðst hann á mig.“
92. „Svona var það, hélt hann áfram.
„Fúsi fór sjálfur að leita í múrnum, gróf
og losaði steina, en árangurslaust.Varð
hann æstari og æstari. Svo komst þú og
bjargaðir mér, vinur minn.“
93. „Hvort ég viti nokkuð um þessa
peninga? Það er lítið. Mig minnir að
systir mín segji, að hún hefði falið þá hjá
steinunum! En það eru þúsundir steina
á þeim slóðum!“
94. Snemma morguninn eftir kvaddi ég
þetta vinafólk og hélt heim með Mikka.
Á leiðinni var ég að velta fyrir mér fjár-
sjóðnum týnda. Gamli skógarvörðurinn
hafði sannarlega þörf fyrir þessar krón-
ur, væru þær bara finnanlegar!
95. Það er ráðsmaðurinn, sem fyrstur
býður mig velkominn heim aftur á stór-
býlið. Hann er á eftirlitsferð úti á tún-
inu. „Velkominn heim aftur, Óli!“ kall-
ar hann glaður. „Hvar varstu? Við vor-
um að leggja af stað að leita þín.“
96. Ég segi honum allt, sem á dagana
hefur drifið í fjarveru minni. Loks spyr
ég hann, hvort honum geti ekki dottið í
hug úrlausn á gátunni um geymslustað
týndu peninganna. Ráðsmaðurinn hrist-
ir aðeins höfuðið.
97. Ég segi að skógarvörðurinn hafi
sagt eftir systur sinni, að hún hefði fal-
ið peningana hjá steinunum. „Kannske
er einhver staður þar, sem er mjög stein-
óttur eða heitir ,steinar‘,“ segi ég.
98. Ráðsmaðurinn fer meg mig inn í
skrifstofu og leitar þar að gömlu landa-
bréfi af svæðinu, sem um er að ræða. At-
hugar það um hríð sérstaklega umhverfis
bæ gamla skógarvarðarins.
-j*.
99. Svo rís hann upp og bendir mér á
vissan blett á kortinu: „Þú nefndir
steina! Líttu á! Skammt frá bænum ligg-
ur hóll, sem er merktur „Steinar". Það
skyldi þó ekki vera þar?“
Heima er bezt 291