Heima er bezt - 01.09.1962, Blaðsíða 13

Heima er bezt - 01.09.1962, Blaðsíða 13
una, ásamt öðrum hundi. Sá hundur hafði komið heim daginn eftir að Níels fór að heiman frá sér og sást hundurinn koma úr stefnu frá Víðidalsfj alli norðan- verðu. Tíkin bar sig aumlega mjög og virtist engu fegnari en því að hitta menn. Mennirnir tveir röktu nú slóð hennar vestur yfir fjallið og niður í Melrakkadal. Þeg- ar þangað kom var auðsýnilegt, að þar hafði tíkin lát- ið fyrirberast lengur eða skemur, því þar var mikið traðk eftir hana víðsvegar í snjónum og varð slóð hennar ekki rakin lengra. Gizkuðu menn á að þar væri Níelsar að leita, enda varð sú raunin á. Af aðalleitarhópnum sem lagði upp frá Þingeyrarseli samtímis þessum tveim mönnum er það að segja, að þeir héldu suður fyrir Illagil þar sem fullvíst þótti að Níels hefði farið. Brátt fundu leitarmennirnir spor eftir Níels og kindur nokkrar, sem munu hafa rásað undan honum yfir fjallið. Vegna harðspora slitnaði slóðin alltaf ann- að veifið, en fannst aftur. Varð hún rakin alla leið nið- ur undir bæi í Víðidal. Skammt fyrir ofan bæinn Kolu- gil hefur Níels yfirgefið kindurnar, enda hlotið að vera skollið á svartamyrkur eftir vegalengdinni að dæma, sem hann hafði þá farið. Þegar hér er komið sögu snýr Níels við, gengur fyrst niður fyrir svokallaða Hvarfsgjá og síðan yfir ívar sonur Nielsar, nú bóndi á Nautabúi í Vatnsdal. Hann var unglingspiltur, þegar faðir hans fórst, en tók samt þátt i leitinni að honum. Björn Bergmann kennari. Hann var einn þeirra, sem tóku þátt i dauðaleitinni á Viðidalsfjalli haustið 1930 og það var hann, sem fann lik Níelsar i Melrakkadal. Björn er aðalheim- ildarmaður höfundar að þessari frásögn. nokkur lítil klettagil, en tekur að því búnu stefnu norðaustur yfir fjallið, sem næst beina stefnu á Þing- eyrarsel. Menn telja, að enda þótt Níels hafi tekið þarna beint strik heim til sín, hafi hann þó misreiknað hvar hann var staddur, því leiðin sem hann fór, var leið í sjálfheldu og hlaut að enda með skelfingu. Hægra megin við sig hafði hann Hvarfsgjána, sem er djúpt skarð yfir þvert Víðidalsfjall, og er með hækkandi skriðum og klettabeltum því ofar sem dregur í það. Vinstra megin við sig hefur Níels hengiflug sem liggja niður í Melrakkadalinn, en beint framundan milli Mel- rakkadals og Hvarfsgjár voru líka illfærir klettar. Útilokað er annað en að jafn kunnugur maður sem Níels var á þessum slóðum hafi gert sér það ljóst að þarna var ófær leið, a. m. k. í náttmyrkri og blindu eins og ástatt var. Þess vegna gizka menn á, að hann hafi talið sig fara upp sjálfa Hvarfsgjána, en það var gömul alfaraleið yfir fjallið þegar menn fóru fótgang- andi milli Vatnsdals og Víðidals. Þarna gátu leitarmennirnir rakið slóð Níelsar æ hærra upp í fjallið og Iengra inn í sjálfhelduna. Loks liggja spor hans fram á klettabrún Melrakkadals og eftir þeirri brún gengur hann á að gizka 200—300 metra áður en hann lendir fram af henni. Þar í brún- inni liggja smávik inn í fjallið og í einu þeirra sáu Heima er bezt 305

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.