Heima er bezt - 01.09.1962, Blaðsíða 28
EIRÍKUR SIGURBERGSSON:
Eftir
EIJ
SJÖUNDI HLUTI
Upp úr þrettánda gerði stillur og æki. Var nú
Gvendur á Bökkunum og því minna að gera við gegn-
ingar. Stóð mikið til að nota ækið. Þurfti að sækja
stórviði og skíði á fjöru. Átti að fara fyrir dag daginn
eftir með tvo sleða. Áttu þeir að fara báðir, Steini og
Gvendur. Skyldu þeir ríða Stjarna og Rauð, en hafa
Brún og Bleik fyrir sleðunum. Ætlaði Brynjólfur að
annast allar gegningar með Sveinka. Var búið 1 haginn
fyrir hann eins og hægt var, með því t. d. að lata 1 alla
meisa fyrir sig fram, svo að hann þyrfti ekki að hugsa
um annað en gefa og vatna. Sat nu Brynjolfur 1 smiðju
um hádegið og notaði dagsbirtuna þessa stund, sem
hún hélzt. Var hann að laga járnin undir annan sleð-
ann, sem hann var nýbúinn að smíða. Svo þurfti hann
að potta tvær, þrjár skeifur. Heiðskírt var og logn, en
nokkurt frost. Var smiðjuhurðin í hálfa gátt. Sat
Brynjólfur og raulaði við smíðarnar.
Allt í einu var rjálað við dyrnar og þær opnaðar.
Leit Brynjólfur upp og sá þar standa sína ungu og
fögru eiginkonu. Var hún uppdúðuð, en þó grá og
kuldaleg. Kom hún þegjandi inn fyrir og hallaði hurð-
inni aftur.
Brynjólfur tók hana í fangið og setti hana á hné sér.
Leit hann á hana stórum augum og spurði, hvort nokk-
uð væri að. Hún neitaði því, en þó nokkuð seint.
Brynjólfur horfði fast á hana og þögðu bæði um stund.
Þarna sat þá húsfreyjan á Bökkunum á hnjám síns
unga og sterka maka. Hún hafði sett skuplu á höfuðið
til þess að skýla sér. Niðurundan skuplunni gægðust
tvær svartar, þykkar fléttur, sem náðu niður fyrir
mitti.
Kristín losaði nú um höfuðklútinn og ýtti honum
aftur á hvirfil. Sást nú enni hennar allt og kinnamar.
Hafði hún enni föður síns, hátt og hvelft. Augun voru
brún, broshýr og tindrandi. Höfðu þau margan piltinn
töfrað, enda var hún ánægð með þau. Hún hafði frem-
ur lítið nef, beint, en þó nokkuð hærra fremst. Hafði
hún á tímabili haft ekki litlar áhyggjur út af nefinu
á sér, eins og gerist og gengur, og talið sér trú um,
að það væri ljótt og andstyggilegt og á allan hátt illa
lagað og allt öðm vísi en það ætti að vera. Hefði hún
viljað gefa mikið til, að það væri dottið af og annað
komið í staðinn, allt öðru vísi, stærra og beinna, ekki
með neinni totu eins og þetta nef, helzt bogið. En nef-
ið sat sem fastast, þetta óhræsis nef, sem Kristínu fannst
allir glápa á, rétt eins og hún væri ekkert annað en nef-
ið. En það fór fyrir Kristínu eins og fleirum, að á-
hyggjur hennar út af nefinu rénuðu fyrr en varði,
enda hafði Brynjólfur verið óspar á að lofsyngja það
og dásama fyrir fegurð og yndisleik. Hafði hann fljótt
fundið það út, að Kristín var meira en lítið óánægð
með þennan mjög svo áberandi likamshluta og notað
fyrsta tækifærið til að hrósa því. Þá hafði Kristín litla
orðið hrædd og undrandi og dauðleið með sjálfri sér.
Að hann skyldi geta verið að, minnast á þetta! Gat
hann ekki talað um eitthvað annað! Að geta látið það
út úr sér, að nefið á henni væri fallegt! Honum gat
ekki verið alvara! Gat hann ekki horft á eitthvað ann-
að en nefið á henni? Ósjálfrátt faldi hún það í lófanum.
Þá hafði hann skellihlegið, en hún orðið kafrjóð.
En sem sagt, nú voru þessar áhyggjur um garð
gengnar, og áttu aldrei afturkvæmt. Þessa stundina var
„totan“ ofurlítið rauð og Brynjólfur kyssti á hana.
„Hvað er að, elskan mín?“ sagði hann aftur. Hún
stundi við og svaraði:
„Ekki nema það, að nú er ég viss, alveg viss.“
320 Heima er bezt