Heima er bezt - 01.09.1962, Blaðsíða 29

Heima er bezt - 01.09.1962, Blaðsíða 29
„Vertu ekki hrædd við það, Kristín mín, við skulum heldur hlakka til. Heldurðu, að það verði ekki gaman, þegar það er komið?“ „Jú, víst. En það verður bara ekkert gaman fyrir mig þangað til.“ „Vertu ekki hrædd,“ sagði hann aftur. „Farðu nú inn í baðstofu og láttu þér ekki verða kalt. Þú skalt segja Guðrúnu, hvernig komið er, það er ekki hætt við öðru en hún hugsi vel um þig, hún Guðrún, þú getur verið viss um það.“ „Heldurðu að ég viti það ekki. Og ég þarf ekki að segja henni Guðrúnu neitt, hún veit þetta, þó ég hafi ekkert sagt henni. Ég sé það á henni, að hún veit það.“ Og vist vissi Guðrún, hvernig nú var ástatt fyrir húsmóðurinni. Það þurfti enginn að segja henni Guð- rúnu Guðmundsdóttur frá öðru eins og þessu, það var eitthvað annað. Hitt kom fyrir, að hún vissi betur en ungu konurnar, hvernig komið var fyrir þeim. Guð- rún Guðmundsdottir var meira að segja búin að reikna ut, hvenær barnið myndi fæðast. Það myndi ekki skeika mörgum vikum. Það yrði alltaf fyrir slátt, en langt yrði liðið á vor. Eitt er það af mörgu, sem furðulegt er í tímans rás, að oft líða svo dagar og vikur, að ekkert markvert ber til tíðinda, ekkert nema hversdagslegir viðburðir. Það liggur við, að það sé veðrið eitt, sem sýni lit á því að gera tilveruna tilbreytingarsama. En svo getur það brugðizt líka, segjum í stillum, sams konar veður dag eftir dag. Þá telst það til stórtíðinda, ef kýrin ber. Þá er það merkisviðburður, ef maður fer á fjöru og finn- ur eitthvað rekið. En þó tekur út yfir, ef gest ber að garði, næturgest, sem kann frá tíðindum að segja úr sveitinni eða jafnvel úr öllum hreppnum. En það furðu- lega er einmitt þetta: Langur tími líður svo, að ekkert gerist. En svo, allt í einu, kemur margt fyrir og merki- legt samtímis, margir meiri háttar viðburðir á einum og sama degi. Það var löngu fyrir dögun, að þeir risu úr rekkju, Steini og Gvendur. Tóku þeir sér bita úr askinum sín- um og höfðu með sér í nesti, sem Guðrún hafði tekið til handa þeim um kvöldið. Hröðuðu þeir sér út. Úti var heiðskírt, frost, logn, tunglsljós, hjarn yfir allt. Þeir félagar beizluðu nú hestana, teymdu þá út og lögðu á þá, spenntu Bleik og Brún fyrir sleðana, náðu í hey- poka, sem þeir ætluðu að hafa með sér og bundu á sleð- ana, en malinn með nestinu höfðu þeir fyrir aftan sig. Var svo haldið af stað. Það hafði ekki verið farið á fjöru fyrr á þessu ári. Má vera að of mikið sé sagt, að þeir hafi verið fullir eftirvæntingar. Hitt er sannleikur, að þeir gátu eins átt von á að finna reka, með því að harðindin um áramótin höfðu einmitt byrjað á því, að ofsaveður gerði af land- suðri. Stoð það veður tæpan sólarhring. Var þá stór- streymt. En varla slotaði því veðri, fyrr en annað veð- ur rak á, og ekki minna, af útsuðri. Stóð það dægur. Kólnaði þá mjög og gerði éljagang. Hækkaði hann sig á og gekk í vestur með snjókomu. Því næst brá hann sér eina nóttina rétt sem snöggvast í landsuðrið aftur og gerði lemjandi rigningu. En þegar komið var á fæt- ur, var hann aftur genginn upp í. Síðan hafði hann létt til og verið við norður með frosti og logni. Ækið gat ekki verið betra. Það mátti segja, að allt væri ein glæra. Tunglið speglaði sig í henni. Ferðin á fjöruna gekk því að vonum eins og í sögu. Er fátt anægjulegra á hfsleiðinni en svona ferðalag. Manni verður það minnisstætt alla ævi. Ber maður það saman við margskonar - svaðilfarir, sem maður hefur farið á þessum sömu slóðum, í vitlausu veðri, svo tvísýnt var, að maður kæmist lifandi til byggða yfir fen og foræði. Nú var ekki hún Illakelda til trafala. Þegar þeir komu suður á fjöru, var dagsbrún á lofti. Fóru þeir af baki og leystu hestana frá sleðunum. Ætl- uðu þeir að skilja sleðana þar eftir, en teyma dráttar- hestana með sér meðan þeir riðu fjöruna og skyggnd- ust um, hvort reki væri nokkur og björguðu honum, ef einhver væri. Að því búnu ætluðu þeir að velja þær spýtur, sem þeir færu með heim, og ganga frá þeim á sleðana. Þá yrðu hauspokar settir á hestana og þeir látn- ir éta á meðan. Æki var alveg fram á kamp. En efst framan í kamp- inum var íshrönn nokkur. Höfðu þeir ekki lengi farið eftir fjörunni, er þeir komust að raun um, að mikið hefði gengið hér á í veðrinu, og mörgu og margvíslegu skolað á land. Var ótrúlegt, hvað þeir fundu, allt frá smáhlutum, sem svo voru einkennilegir, að þeir vissu hvorki hvað þeir hétu, né til hvers notaðir. Flestir þeirra voru úr tré, brot úr öðrum stærri hlutum, sumir ur dyrindis viði, svo sem mahoný. Þá fundu þeir eitt leðurstigvél og útlenda skó. Meira að segja skyrtu, ef skyrtu skyldi kalla, því ekki var hún úr vaðmáíi, held- ur ur einhverju þunnu hyjalíni. Rétt á eftir rákust þeir á heljarmikið siglutré. Fór æði tími í það hjá þeim að bisa við að koma því upp fyrir kampinn, svo að öruggt væri, að það tæki ekki út. Þá fundu þeir all- mikið af fjölum og þarna var hurð. Nú, það leit helzt ut fyrir, að skip hefði farizt hér í námunda í ofviðrinu. Þó sást hvergi skipsflak. En mikið hefur borizt upp í fjöru af vogreki. Það tók langan tíma hjá þeim að bjarga þessu öllu og setja í hrúgur á öruggum stað. Það var komið fram undir sólarlag, þegar þeir höfðu lokið við að búa upp á sleðana. Höfðu þeir valið stór- tre, aðallega ur gömlum hrúgum, sem voru fyrir ofan kamp, rétt þar hja, sem þeir höfðu skilið sleðana eftir. Aroru nu hauspokarnir komnir á klárana fyrir löngu, en ekki gáfu þeir félagar sér tíma til þess að fá sér bita, fyrr en þeir höfðu gengið rækilega frá hverri spvtu, reyrt og bundið, svo að tryggt var, að ekkert týndist a leiðinni. Að því búnu settust þeir á annan sleðann, toku upp nestið og rifu það í sig með beztu lyst, enda þott það væri hálffreðið í malnum. Þeir horfðu ut a hafið. Nú var það slétt. Nú var það eins og tjörn. Engin gára. Það hefði verið hægt að róa Heima er bezt 32 l

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.