Heima er bezt - 01.09.1962, Blaðsíða 16

Heima er bezt - 01.09.1962, Blaðsíða 16
INGIBJORG OLAFSSON: ÞORKELL Á BAKKA orkell á Bakka var ríkasti bóndinn í dalnum, eins og faðir hans hafði verið. Föðurafi hans hafði verið sýslumaður þar í sýslunni. „Það var ágætismaður,11 voru bændurnir van- ir að segja. Þorkell var stór og sterkur, fölur í andliti, skegglaus með bogið nef, dökka hárið hans varð snemma hæru- skotið. Hann var virðulegur maður og gat orðið ofsa- fenginn, ef einhver gerði honum á móti skapi. Gunn- hildur, kona Þorkels, var mjög ólík honum, lítil og spengileg, með Ijóst hár og blágrá, mild augu. Þau áttu eina dóttur, Sigríði að nafni, hún var há, eins og faðir hennar, en hafði ljósa hárið og blíðlegu augun hennar móður sinnar. Þorkell unni dóttur sinni mikið. Þegar hún var 18 ára gaf hann henni hvítan hest — orðlagðan gæðing — og nýjan söðul. Nágrönnunum fundust þetta konunglegar gersemar. Nú var Sigríður komin á þann aldur að faðir hennar fór að hafa áhyggj- ur af því hvar hann gæti fundið mannsefni sem væri henni samboðið. Á þeim dögum sem saga þessi gerðist var það einatt vilji foreldranna sem mestu réði um giftingu barnanna og þótti sjálfsagt. En þó kom það stundum fyrir að ungt fólk fór til Ameríku, annað hvort til að sleppa frá ógeðfelldri giftingu eða til þess að geta gifzt þeim sem hjartað þráði. Þorkeli kom ekki eitt augnablik til hugar að hafa Sigríði með í ráðum — að maðurinn væri henni sam- boðinn, var honum nóg, þá kæmi ástin af sjálfu sér, um það var hann ekki í vafa. „Heyrðu, Gunnhildur," sagði hann einn dag við konu sína. „Nú förum við bráðum að gifta Sigríði.“ „Mér finnst nú ekki nauðsynlegt að flýta sér að því, góði minn,“ svaraði Gunnhildur. „Konur eru alltaf svo kenjóttar,“ sagði Þorkell, hálf- ergilegur. „Mér er full alvara að það er tími til þess kominn að við förum að svipast um eftir mannsefni handa henni. Mig langar ekki til að hún bíði og verði ástfangin í einhverjum ráðleysingjanum hérna í ná- grenninu. Eg ætla að fara vestur á land og heimsækja hann Þormóð frænda minn og vita hvort einhver af sonum hans er ekki hentugur maður handa Sigríði." „Mér finnst barnið verði að hafa leyfi til að ráða giftingunni sinni,“ sagði Gunnhildur. „Hvaða endir heldurðu að verði á því? Við megum búast við að einn góðan veðurdag giftist hún einhverju greyi, sem ekkert á og ekki er maður til að stjórna búi. Nei, mig langar ekki til þess.“ „Sei, sei, það er nú engin hætta á ferðum enn þá,“ svaraði Gunnhildur. Þorkell sagði ekkert, en saug pípuna sína óþolinmóð- lega. „Heyrðu, vinur minn,“ hélt Gunnhildur áfram eftir stutta þögn, „mér finnst að við ættum að vera svo hyggin að skipta okkur ekkert af þessu, ég gef aldrei mitt samþykki til þess að Sigríður verði seld, hún skal hafa leyfi til að giftast þeim sem hún finnur að hún á samleið með.“ „Aldrei hef ég heyrt þvílíkt þvaður,“ rödd Þorkels skalf Iítið eitt, „hver talar um að selja hana, ég vil að- eins að hún fái góða giftingu.“ „ÞorkelI,“ sagði Gunnhildur blíðlega, „hvernig held- urðu að sambúð okkar hefði orðið ef við hefðum ekki unnað hvort öðru?“ „Það er enginn sem talar um mig og þig,“ Þorkell hleypti brúnum, hann vildi ekki viðurkenna fyrir sjálf- um sér að hann var sigraður. „Það veit heldur enginn hvort okkar hjónaband hefur frekar blessazt af hjóna- ástinni, eða því að jafnræði var með okkur.“ „Nei, Þorkell minn, nú botna ég ekki lengur í því sem þú segir,“ Gunnhildur strauk sokkbolinn sem hún var að prjóna og brosti hlýtt til hans. Þorkell greip hattinn sinn. „Það er ekki hægt að tala skynsamlega við þig í dag,“ hreytti hann úr sér, um leið og hann hvarf út úr dyrunum. Það var fagurt sumarkvöld, rétt fyrir sláttarbyrjun. Siggi smali var kominn heim með 200 kvíaær, sem hann sat yfir á daginn, uppi í fjalli. Hann hafði líka hjálpað stúlkunum að bera mjólkurföturnar út á kvíabólið, og nú lá hann í brekkunni fyrir vestan bæinn, með brauð- sneið í annarri hendi og bók í hinni. Leó, elzti hundurinn á bænum — sem venjulega gerði ekki annað en éta og sofa — fór allt í einu að gelta, svo hátt og hvellt, að Siggi, sem var að lesa skemmtilegan kafla í Njáls sögu, reis upp til hálfs, til þess að sjá hvað um væri að vera. Niður hina lágu fjallshlíð fyrir vestan bæinn, kom löng lest af mönnum og konum. 308 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.