Heima er bezt - 01.09.1962, Blaðsíða 24

Heima er bezt - 01.09.1962, Blaðsíða 24
NÍUNDI HLUTI Aumingja Sveinn fór hjá sér, en þótti þó lofið gott, og næsta laugardag bauð hann þeim Ástu á ball. Ásta vildi ekki fara, en Dúlla var í sjöunda himni. Og um nóttina þegar hún kom heim, settist hún við að skrifa beztu vinkonu sinni fyrir vestan. Atburðirnir urðu skáldlegir, og jafnvel kveðjan „sjáumst aftur!“ varð að heilum ástaróð. Það ieyndi sér ekki, að telpan var ástfangin. XI. Ásta leggur á flótta. Sólveig lá enn í rúminu, þegar Karlsen kom heim, en var þó sýnu hressari, smurði sig nú fallega brúna í framan, enda sagði hún, að Björg léti sig iiggja í sól- baði alla daga. Skipið átti að sigla tvær ferðir til útlanda og vera einn til tvo mánuði í ferðum. Sólveig hugsaði, að bezt væri að hún færi með. Hún gæti rekið endahnútinn á æivntýri sitt með brúðkaupi um borð. Það yrði ágætur endir á áætlun hennar. Ekki lét hún Karlsen neitt vita um þetta ráðabrugg sitt, en pantaði sér farseðil með skipinu. Hún lá enn í rúminu, þegar Karlsen kom til að kveðja. Hann var alvarlegur að vanda í seinni tíð og óskaði henni góðs bata, meðan hann væri í burtu. „Þú kemur aftur,“ hvíslaði hún. „Ef þú gerir það ekki, tek ég eitthvað fljótvirkt. Ég get ekki án þín Iifað!“ „Ég kem aftur,“ svaraði hann dapurlega. Sólveig stökk fram úr rúminu, um leið og hurðin lokaðist á hæla Karlsens, klæddi sig í snatri í ferðafötin og pantaði bíl. Hún beið í bílnum á hafnarbakkanum, meðan bílstjórinn kom farangri hcnnar um borð. Loks sá hún Karlsen koma í land og ganga inn í mann- fjöldann. Hann var eflaust að kveðja. A meðan gekk hún um borð og niður í klefa sinn. Karlsen kvaddi móður sína og kunningja. Nú tók hann aðeins í hönd Ástu, þétt og innilega. „Fyrirgefðu mér, en ég get ekki annað,“ sagði hann lágt- „Ég skil þig, Kalli, þú gerir rétt,“ svaraði hún og brosti gegnum tárin. Þá stóðst hann ekki freistinguna, en vafði hana að sér. „Vertu sæl, ástin mín að eilífu!“ Hún fann að vangar hans voru einnig votir, og rödd- in brást honum. Svo sneri hann sér snöggt við og gekk hratt um borð. Þrem dögum seinna kom símskeyti frá Færeyjum: „Gifti mig í dag. Kær kveðja frá okkur báðum. — Karlsen." Ingunn sat náföl inni í stofu, þegar Ásta kom úr vinnunni. Hún sýndi henni skeytið. „Ég trúi þessu ekki,“ tautaði hún aftur og aftur. „Sólveig var ekki með skipinu.“ Þær gengu þó fljótt úr skugga um það. Sólveig hafði sagt upp íbúðinni og farið utan með seinustu skipsferð, sagði húsráðandinn, er þær hringdu til hans. „En hún var með fótinn í gipsi og var ekkert farin að klæða sig,“ andmælti Ingunn. Það vissi húsráðandi ekkert um, enda fór hún kvöldið sem hann kom heim að norðan. Ásta var harmþrungin og niðurbeygð. Grunur henn- ar hafði verið staðfestur af lækni. Hún átti von á barni. „Kalli, Kalli!“ grét hún niður í koddann á kvöldin. Hún vissi ekkert, hvað hún átti af sér að gera. Hrædd- ust var hún þó um, að Ingunn kæmist að þessu. Oft var hún komin á fremsta hlunn með að fá einhvem lækni eða skottulækni til að eyða fóstrinu. Það kostaði 316 Heima 'er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.