Heima er bezt - 01.09.1962, Blaðsíða 15

Heima er bezt - 01.09.1962, Blaðsíða 15
GUÐM. JOSAFATSSON FRA BRANDSSTOÐUM: Mannlýsing r slendingar hafa orðið frægir fyrir mannlýsingar, og sjálfsagt ekki vonlaust að svo geti orðið enn, enda blasa þær við í skáldritum þeirra enn þann dag í dag. Ein hefur borizt mér nýlega, mjög at- hyglisverð. Hún hljóðar svo: Sylvía smart. Sylvía pen. Sylvía fín. Sylvía með gullkeðju tvöfalda. Sylvía með tvöfalda gullkeðju. Sylvía smart. Sylvía pen. Sylvía dýr. Þetta sýnist vera frábært tjáningarform hvernig sem það er skoðað. Það sem fyrst verður fyrir er, hversu það er hnitmiðað. Þessu má auðveldlega skipta í tvennt svo að hvor hluti verði með hnífjöfnum atkvæðum, 22 í hvorum hluta. Mismunurinn er sá einn, að tvö orð skipta um sæti og eitt orð kemur fram, sem ekki er í fyrri hlutanum. Þetta sýnir hversu ótrúlegt þanþol þessa skáldskaparforms er. ‘ Það bendir ótvírætt til þess, að unnt sé að hylja stóra blaðsíðu án þess að bæta nokkru orði við. Það virðist ekkert þurfa að tap- ast, þó í einni umferðinni yrði t. d.: Smart Sylvía. Fjölbreytnin myndi koma því betur í ljós, sem fleira yrði fært til. Hvort þetta nýja form skáldmenntar þol- ir jafn margar veltur og sléttubönd, verður ekki full- yrt fyrr en fram hefur farið bókmenntafræðileg rann- sókn og samanburður á þessum tjáningarformum. En það er fleira frábært við þetta. Allur þessi skáld- skapur er aðeins 8 orð, þegar allt er talið. Það er mjög athyglisvert, hversu mikið má gera úr svona litlu. Þó er sennilega mest um það vert, hvílíkur lærdómur stendur á bak við skáldskapinn. Þessi átta orð virðast sótt í fjórar þjóðtungur. „Ekki er nú karlinn blár. Tal- ar á öllum tungum eins og postularnir á hvítasunnudag- inn“, sagði Falur, þegar djöfsi kvað ferhenduna á fjór- um tungumálum. Það getur vel sannazt hér. Konuheit- ið Sylvía virðist nátengt heitinu Silverius, en svo heit- í nýjum stíl ir einn dagurinn í Þjóðvinafélagsalmanakinu, og því trúlega latneskt. A. m. k. er það ekki íslenzkt. „Smart“ er talið af fróðum mönnum enskt lýsingarorð, sem geti þýtt sár, skörp, hörð, snörp, hvatleg, lipur, kæn, slung- in, fyndin. Þar er því bvsna margt fyrir hendi. „Pen“ er talið danska og fullyrða lærðir menn að það sé sama og „pæn“, sem útleggst snyrtileg, snotur, lagleg, þokka- leg, tepruleg. Það sýnir því sitt af hverju. Orðið „fín“ gæti líka verið þaðan runnið þó það verði ekki fullyrt hér. Eftir eru þá fjögur orð, sem öll eru íslenzka. Er þar sannarlega sparlega á haldið. Orðin „með tvöfalda gullkeðju“ eru ekkert sérstaklega athyglisverð, nema helzt fyrir það, hve auðgert er að hafa sætaskipti á þeim, án þess þau tapi tign sinni. Orðið „dýr“ getur bent okkur á fleira. Það getur minnt á hvaða dýr, sem vera skal: nagdýr, skriðdýr, rándýr, jórturdýr, spen- dýr svo eitthvað sé nefnt. Það getur líka bent til þess, að hún sé dýr í rekstri eða viðhaldi. Ef þetta tjáningarform er borið saman við ferskeytl- una, sést bezt hversu hér er um mikla framför að ræða. Tökum t. d. þéssa: Minnsta gæfu með sér bar, mörg því hreppti köfin, af því ræfilseðlið var eina vöggugjöfin. Þama skilur margt á milli og er þó tvennt sameigin- legt. Hið fyrra er, að hvort tveggja er mannlýsingar. Hið síðara er, að hvoru fyrir sig má skipta í hnífjafna hluta, ef atkvæðin eru talin. En vert er að benda á, að atkvæðin í hvorum helmingi ferskeytlunnar eru 13, — eins og talan er líka gæfuleg. — En þegar þetta er frá, er fátt sameiginlegt. Ferskeytlan er aðeins íslenzka. Bendir það til þess, að höfundurinn hafi ekkert kunn- að nema hana. VTerra er það, að þar er ekki unnt að færa neitt orð til, svo að hún fari ekki öll úr skorðum. En hin fyrri virðist engu tapa hvernig sem með hana er farið. — Þó er enn ótalið hið lakasta við þá seinni: Það má búast við að hún elti þá árum saman, sem einu sinni klófesta hana. Á þessu virðist engin hætta með þá fyrri. Hún gefur góðar vonir um að á höfundi hennar sannist það, er Stephan G. Stephansson mælti: „Eftir þig gat engin munað eina línu.“ Heima er bezt 307

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.