Heima er bezt - 01.10.1962, Blaðsíða 6
Efri röð frá vinstri: Gunnar, Unnar, Guðjón. Neðri röð frá vinstri: Pálina, Sigurður Jóninna.
um svipað leyti formaður sóknarnefndar og forða-
gæzlumaður. Þessum störfum gegndi hann um nokk-
ur ár.
Þegar fram liðu stundir komst Kristján ekki hjá því
að bæta á sig fleiri og fleiri opinberum störfum.
Árið 1910 var hann kosinn í hreppsnefnd, 1917 odd-
viti, og allt til ársins 1948. í kjörstjórn við Alþingis-
kosningar 1910 og gegnir því enn. í skattanefnd 1916.
Sýslunefndarmaður 1929, gegnir því enn. í stjórn Lestr-
arfélags og Búnaðarfélagsins um 30 ára skeið. Hrepp-
stjóri síðan 1946. í stjórn Búnaðarsambands Austur-
Skaftfellinga 1950 og síðan. Formaður Sjúkrasamlags-
ins síðan 1945, að það var stofnað. Formaður skóla-
nefndar síðastliðin 30 ár. Prófdómari síðastliðin 20 ár.
Endurskoðandi Hreppsreikninga, Skólareikninga og
Bókasafnsreikninga í sýslunni og einnig endurskoðandi
byggingarreikninga Skóla og Félagsheimila sýslunnar.
Þá hefur hann átt sæti á fjórðungsþingum Austurlands
og fulltrúi á fundum Stéttarsambands bænda.
Einnig átti Kristján sæti í stjórnum Menningarfélags
og Ungmennasambands Austur-Skaftfellinga um fjölda
ára og tók virkan þátt í mótum þeirra félagssamtaka.
Guðrún.
Margrét.
Kristján. Þorbjörg. Bergur.
334 Heima er bezt