Heima er bezt - 01.10.1962, Blaðsíða 25
TÍUNDI HLUTI
„Ég er hrædd um, að þið verðið fyrir vonbrigðum
með dugnaðinn minn í vor,“ sagði Ásta, sem sá að bezt
var að segja Bjössa mínum frá högum sínum, meðan
Björn gamli væri ekki við.
Bjössi minn varð dauðfeiminn, en henni mjög þakk-
látur fyrir að tala um þetta við sig. Hann sagði að hún
skyldi aldeilis ekki hafa áhyggjur. Þau þyrftu bara að
fá einhverja manneskju á heimilið, og það fyrr en
seinna, hún væri auðsjáanlega oft sárlasin.
„Þekkir þú ekki einhverja konu, sem gæti hjálpað
upp á sakirnar?" sagði Bjössi minn og hampaði telp-
unni í ákafa. „Þú hlýtur að þekkja svo margar.“
Ásta hugsaði sig um. Hún fór í huganum austur í
Lágeyrarfjörð. Þar var einmitt kona, sem til mála gæti
komið að vildi koma hingað. Hún hét Ástríður, var á
fertugsaldri og lausakona. Gárungarnir sögðu, að hún
biði alltaf eftir biðlinum, sem aldrei kæmi.
Þessari konu skrifaði Ásta nú og bað hana liðsinnis,
lofaði að borga henni eins hátt kaup og hún fengi ann-
ars staðar, eða þar sem hún hefði verið^ og fría ferð
fengi hún líka. Neðst á blaðið skrifaði Ásta svo: „Ég
veit að ég þarf ekki að borga ferðina til baka. Þú sezt
hér að í búið, ég skal mæla með þér!“ Ásta bað hana
að láta engan vita, að það væri hún, sem hefði skrifað
henni.
Eftirvæntingin var jafn sterk hjá þeim báðum, Ástu
og Bjössa mínum, eftir svarbréfi að austan. Og þegar
skipið kom aftur, gerði Bjössi minn sér ferð niður í
kaupstaðinn til að vitja um bréfið. Hann gat ekki
beðið eftir póstferðinni.
Hann kom heim seint um kvöldið bréflaus, en aftur
á móti með kvenmanninn með sér. Ástríður sagðist
ekki hafa haft frá neinu að hverfa og því brugðið sér
strax vestur. Hún hafði aldrei út úr fæðingarsýslu
sinni komið, og þetta var henni því hreinasta ævintýra
ferðalag, sem hún aldrei þreyttist á að tala um og segja
frá.
Ástríður tók strax öll búsforráð í sínar hendur og
fór með Ástu eins og prinsessu. Ingu litlu sagðist hún
hreint éta einhvern daginn, svo sæt væri hún. Nú gekk
hún meðfram og var farin að sleppa sér. Ástríður
spurði Ástu, hvort Friðgeir ætti telpuna, og fussaði,
þegar Ásta játaði því.
„Sá hani skuli eiga svona engil,“ sagði hún hneyksluð.
Ásta stakk því að Bjössa mínum, að þarna væri konu-
efnið háns komið. Nú yrði hann annað hvort að
hrökkva eða stökkva. Bjössi minn játaði, að sér litist
vel á konuna, en hvernig hann ætti að fá hana fyrir
konu, það vissi hann ekki.
„Taktu einhvern tíma utan um hana,“ ráðlagði Ásta,
„og vittu svo hvað hún gerir.“
Ekki sagðist Bjössi minn þora það, en þó klæjaði sig
í lófana eftir að fá að snerta hana.
Ásta varð trúnaðarvinur Bjössa míns, og henni þuldi
hann allar sínar raunir, sýndi henni ástaróð, sem hann
hafði ort til Ástríðar, en þorði ekki að láta hana sjá.
Loks tók Ásta af skarið og sendi hann með Ástríði á
skemmtun, sem haldin var niðri í kaupstaðnum. Ekkert
gekk þó eða gerðist í þeirri ferð, og kom Bjössi dapur
og hundslegur heim.
Þá sneri Ásta sér að Ástríði, benti henni á, hvílíkur
afbragðs eiginmaður Bjössi minn mundi verða, — og
svo var allt búið. Hún léti hann strax byggja upp og
virkja fossinn, sem var rétt ofan við túnið. Þetta gætu
þau gert að glæsilegustu jörð sveitarinnar.
Ástríður játaði þessu öllu, en talaði annars lítið urn
það. Aftur á móti hugsaði hún fleira.
Um vorið eignaðist Ásta dreng. Hún var neðra hjá
lækninum, meðan á því stóð.
Bjössi minn kom með fréttina.
Heitna er bezt 355