Heima er bezt - 01.10.1962, Blaðsíða 16

Heima er bezt - 01.10.1962, Blaðsíða 16
SIGURJÓN FRIÐRIKSSON, YTRI-HLÍÐ: Kóngur yill sigla, en byr hlýtur að ráða Pað var á þeim merkisdögum í lífi þjóðarinnar þegar íbúar þessa lands, þeir sem þegar höfðu náð þeim aldri að fá að eiga hlutdeild í kosn- ingu 60 fulltrúa á löggjafarþing þjóðarinnar eftir nýrri kosningalöggjöf, voru að ljúka við að setja síðustu exin á kjörseðlana. Vetur konungur var nýgenginn í garð og glotti nú illúðlega við sjóndeildarhringinn til metorðagjarnra mannkinda. Ætlaði hann nú að fara að sletta sér út í ákvörðun mannanna þegar verst gegndi? Öll þjóðin beið með öndina í hálsinum eftir úrslitum þessara kosn- inga, sem öllum virtist lífsnauðsyn að fá sem allra fyrst. En vetur konungur veit að í hinu nýja Austur- landskjördæmi þarf ekki nema fremur litla drífu ásamt nokkrum stormi, til þess að fjallvegir þar verði erfiðir umferðar fyrir þá, sem þurfa að flytja atkvæðakassa til Seyðisfjarðar allt frá Gunnólfsvíkurfjalli að norðan og frá Lómagnúp að sunnan og því var nú freistandi að stríða ofurlítið háttvirtum kjósendum, og minna þá á að þeir væru ekki alls ráðandi bæði á himni og jörðu. Ætla ég nú hér á eftir að segja frá einni slíkri ferð, ekki fyrir það að hún sé á neinn hátt merkilegri né meira þrekvirki en aðrar slíkar, sem farnar voru þessa dagana í sama tilgangi, en frekar sem dæmi um það, sem margir bílstjórar fengu að spreyta sig við a. m. k. í Austurlands- og Vestfjarðakjördæmi, og svo til að minna á að íslendingar hafa löngum þurft og þurfa enn að taka óstöðuga veðráttu með í reikninginn þeg- ar samdar eru áætlanir á margs konar grundvelli, og getur móðir náttúra gripið í taumana jafnvel þegar verið er að kjósa háttvirta alþingismenn. Kjörfundi á Vopnafirði var ekki lokið fyrr en kl. 2 e. h. mánudaginn 26. október 1959 og þá var eftir að ganga frá ýmsu varðandi kjörgögnin svo að kassinn var ekki tilbúinn fyrr en kl. 3.30 e. h. Faðir minn, sem er formaður kjörstjómar, hafði beð- ið mig að fara með kassana til Seyðisfjarðar. En Er- lendur Björnsson, sýslumaður, sem var formaður yfir- kjörstjórnar, hafði beðið hann að útvega bíl til farar- innar, sem tæki alla kassa að norðan austur að Fjarð- arheiði. Ekki mun hafa verið um marga að ræða til far- arinnar, þar sem sjálfsagt var að velja rússajeppa, en þeir eru betri í snjó en minni jeppar, svo var um all- mikinn farangur að ræða, sem vart hefði komizt í Willy’s jeppa. Svo munu bíleigendur hafa verið tregir að láta bíla sína í langferð í slæmu útliti. Ég tók að mér að fara, og fékk til fylgdar við mig tvo hrausta menn þá Örn Ingólfsson starfsmann hjá Kaupfélagi Vopnfirðinga, duglegan ferðamann, og Erling Emilsson, mág minn. Veðri var þannig háttað, að nýgengið var í norðaustan átt, sem var fremur hæg, og gekk á með éljum og snjóaði út við sjó. Eitthvað hafði snjóað á heiðar daginn áður og um nóttina en þó góð færð kvöldið áður. Fyrri part dagsins 26. okt. var að sjá snjókoma á heiðinni, en um hádegið var allbjart, en þó él. Bjugg- um við okkur nú út svo vel sem við gátum, því að auðséð var að einhver snjór yrði til fyrirstöðu. Lögð- um við svo upp frá Vopnafjarðarkauptúni kl. 3.30 með kassana frá Vopnafirði og Bakkafirði. Þar sem bíllinn er óyfirbyggður, en með góðum blæjum, var ekkert útvarp í honum, en þar sem við áttum langa ferð fyrir höndum fengum við lánað ferðatæki til að stytta okk- ur stundir við, að hlýða á kosningafréttir og annað, sem það hefði á boðstólum. Leiðin til Seyðisfjarðar er nærri 220 km löng og meiri partur hennar yfir fjallgarða og öræfi að fara. Fyrsta bæjarleiðin, til Möðrudals, er um 80 km, og er sú leið sem líklega fyrst teppist vegna snjóa af fjall- vegum landsins, og er bæði að hún er nokkuð há, en þó aðallega hitt að á heiðinni er að mestu ruddur veg- ur og er því víða nokkru lægri en yfirborðið, því skefur þar fljótt í skafla. Okkur sóttist ferðin vel því að nokkuð bjart var og snjór ekki til fyrirstöðu nema hvað við þurftum á tveim til þrem stöðum að krækja fyrir skafla á há- heiðinni, og komum við í Möðrudal á eðlilegum tíma. Enga viðdvöl höfðum við þar aðra en að taka benzín og svo kjörkassann, og spyrja um færi austur yfir fjallgarðinn, og fengum við þær fregnir að nokkrir 'bílar hefðu farið austur um daginn og væri færi sjálf- sagt gott. Við fórum því bjartsýnir frá Möðrudal í hægu veðri, en grátt var til lofts. Höfðum við fengið gott veður og færi það sem af var ferðinni, enda kom það á daginn að það var eini spottinn sem við fengum bæði gott veður og færi. Þegar austur að fjallgarðinum kom settum við keðj- ur á afturhjól, en fram til þessa höfðum við ekið keðjulaust og bar nú ekkert til tíðinda austur yfir fjall- garðana, sem eru nærri 700 m yfir sjávarmál. En er austur kom að Lindará fór að snjóa nokkuð og gola af norðaustri. Austan í Grjóthálsi mættum við þremur 344 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.