Heima er bezt - 01.10.1962, Blaðsíða 4

Heima er bezt - 01.10.1962, Blaðsíða 4
ÞORSTEINN GEIRSSON, REYÐARÁ: Benedikt Kristjánsson. Alfheiður Sigurðardóttir. Kristján Benediktsson, Einkiolti Kristján Benediktsson er fæddur 11. september 1881 að Lambleiksstöðum á Mýrum í Austur- Skaftafellssýslu. Foreldrar hans, Benedikt Kristjánsson og Álfheiður Sigurðardóttir, voru |)ar til heimilis, en fluttu vorið eftir að Viðborði og bjuggu þar í 16 ár. En árið 1898 flytja þau að Ein- holti, sem var kirkjujörð. Kristján var þriðja barn af 11 systkinum, sem kom- ust til fullorðinsára. Árið 1903 ákvað Benedikt, faðir Kristjáns, að flytja vestur um haf, og svo langt var sú ráðagerð á veg komin að hann var búinn að fá kaup- anda að áhöfn jarðarinnar. En þá er það Kristján hinn tvítugi ungi maður, sem vinnur að því í fjölskyldunni að ekki sé farið. Það mun hafa verið mikið átak fyrir hinn unga mann að afstýra þeirri för. 26. maí 1905 giftist Kristján Jóhönnu Steinunni Sig- urðardóttur á Miðskeri í Nesjum. Árið áður flutti hann til heitkonu sinnar, en 1906 flytja þau að Einholti og hefja þar búskap. Þremur ár- um síðar flytja þau hjónin að Holtaseli á Mýrum og búa þar til ársins 1917. Þá flytja þau hjón aftur að Einholti og hefja þar búskap að nýju. Árið 1922 keypti Kristján Einholtið. íbúðarhúsið í Einholti byggði Kristján 1936. Slíkar byggingar voru á þeim árum mik- ið átak. Kristján og Jóhanna eignuðust 15 börn — 13 komust til fullorðinsára. Þau eru: Sigurður, f. 1905, búsettur í Kópavogi. Benedikt, f. 1906, skipstjóri, d. 11. febrúar 1952. Var skipstjóri á m/s Eyfirðing, sem fórst við Orkneyjar 1952. Sigríður, f. 1909, húsfreyja í Einholti. 332 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.