Heima er bezt - 01.10.1962, Blaðsíða 34

Heima er bezt - 01.10.1962, Blaðsíða 34
Vantar yáur ekki samlagn tngarvél eáa [) á feráaritvél? Þá er um að gera að taka þátt í hinni nýju og stóru verðlaunasam- keppni „Heima er bezt“ en þar á sigurvegarinn þess kost að velja sér aðra hvora þessara véla, sem framleiddar eru af einni af beztu og kunnustu skrifstofuvélaverksmiðju í heiminum. Við höfum þá ánægju að geta boðið sigurvegaran- um að velja hvora sem hann heldur kýs af tveimur vélum, báðum mjög vönduðum, enda eru þær fram- leiddar hjá hinni heimsþekktu OLIVETTI verk- smiðju í Ítalíu. Þessar umræddu vélar eru: Olivetti summa PRIMA 20 samlagningarvél, að verðmæti kr. 6.785.00 eða Olivetti LETTERA 22 ferðaritvél að verðmæti kr. 5.000.00, vélar sem sam- eina í einu fagurt útlit og tæknilega snilli, og sem verða munu til mikils gagns fyrir hvern þann, sem þarf daglega að fást við útreikninga, bókhald, bréfa- skriftir eða eitthvað af þeim ótalmörgu störfum öðrum, sem þessar vélar auðvelda svo mjög. Eins og þúsundir manna og kvenna um allan heim, munuð þér einnig verða stórhrifin af að vinna með Olivetti-vél. Getraunin verður í þremur tölublöðum og fyrstu þrautirnar sem þér eigið að glíma við sjáið þér hér neðst á síðunni. Ráðningamar á að senda til blaðs- ins allar í einu þegar getrauninni lýkur. Og hér eru þá fyrstu þrjár þrautirnar: 1. FLUGFERÐ. — Flugvél fiaug frá Reykjavík til Akureyrar á 1 klukkustund og 20 mínútum, en var ekki nema 80 mínútur á leiðinni til baka frá Akureyri til Reykjavíkur. Hver er skýringin á því? 2. PENINGAGJAFIR. — Tveir feður gáfu tveim- ur sonum sínum peningagjafir. Annar gaf sín- um syni 150 krónur en hinn syni sínum 100 krónur. Þegar synimir tveir fóru að telja saman pen- ingana sáu þeir, að samanlagt höfðu þeir aðeins auðgast um 150 krónur. Hvemig stóð á því? 3. SKÍÐAGANGA. — Maður nokkur reiknaði það út, að ef hann gengi á skíðum 10 kílómetra vegalengd á einum klukkutíma, þá myndi hann komast heim til sín klukkan 1 e. h. Ef hann flýtti sér enn meira og gengi 15 km á klukku- tíma, myndi hann komast heim kl. 11 f. h. Hvað þarf hann að ganga marga kílómetra á klukku- stund til að vera kominn á leiðarenda klukkan 12 á hádegi? '362 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.