Heima er bezt - 01.07.1963, Blaðsíða 22
sæki í vindinn. Á Snorrastöðum rennur Kaldá með-
fram túninu til sjávar. Hún á upptök sín á Kaldárdal
miili Kolbeinsstaðafjalls og Fagraskógarfjalls. Á vorin
sótti sauðfé á Snorrastöðum mjög til fjalls, og rann þá
venjulega upp með Kaldá. — Næstu bæir upp með ánni
eru Kaldárbakki og Hraunsmúli, sitt hvorum megin ár-
innar. Oftast tókst okkur smölunum að ná þessum
fjallsæknu ám, áður en þær kæmust upp fyrir þessa
bæi, en stundum sluppu þær til fjalls. Daglega var því
farið sem kallað var upp fyrir féð, og oftast um mið-
aftansleytið. Skammt vestan við túnið á Kaldárbakka
var dálítið fen undir melbarði, sem kallað var Stein-
holtsdý. í því var nokkur gróður, sem lifnaði snemma
á vorin og sóttu því kindur að dýinu. Eitt vorkvöld,
snemma á sauðburði, var ég síðla dags að fara upp fyrir
féð til að stöðva það, sem sótti til fjalls. Ég fór alla leið
upp að Steinholtsdýi, því að þar var eitthvað af kind-
um. Þá hitti ég þannig á, að úti í þessu hættulega feni
miðju, var bráðlifandi ær á kafi í dýinu, svo að að-
eins hrvggurinn og höfuðið stóð upp úr. Ærin var í
miðju dýinu, svo að ég gat hvergi náð til hennar, án
þess að ösla út í dýið, en mér virtist það vera botns-
laust fen. Ég hafði eklö einu sinni smáprik í hendi og
gat því ekkert kannað fyrir mér. Frá því að ég var
smákrakki, hafði ég alltaf verið hræddur við þetta dý,
og einnig annað dý rétt á móti bæjargluggunum á
Snorrastöðum, en það nefndist Drápsdý. Er ekki að
orðlengja það, að ég hafði ekki kjark til að ösla út í
dýið og bjarga kindinni, enda taldi ég það óvíst, að ég
hefði krafta til að draga ána upp úr feninu. Ég hélt
líka, að vel gæti svo farið, að ég yrði fastur í dýinu við
hliðina á ánni og var ég þá litlu nær með björgunina.
Ég vissi, að bróðir minn, sem var fullorðinn rnaður,
ellefu árum eldri en ég, væri ekki mjög langt í burtu.
Hann var líka að smala og hafði farið suður fyrir féð,
en ég norður fyrir. Ég tók því sprettinn og hljóp sem
fætur toguðu að leita að bróður mínum, — en 10 til 11
ára drengur, getur verið léttur á sér að hlaupa, þótt
hann bresti hug, til að ösla út í dý, sem hann heldur
líka að sé botnlaust fen.
Þegar ég hafði hlaupið alllengi, fann ég loks bróður
minn og sagði honum fréttirnar. Hann sagði fátt og
ávítaði mig ekkert fyrir kjarkleysið, en stikaði af stað
í áttina að dýinu. Þótti mér hann ærið skreflangur, og
varð ég að hlaupa við fót, til að geta fylgt honum eft-
ir. Þegar hann kom að dýinu óð hann hiklaust út í
og dró kindina á þurrt. Þetta botnlausa fen reyndist þá
rösklega hnédjúpt, og var þétt leirlag í botninum. —
Ærin var alveg óþjökuð, og hljóp strax til kinda, sem
voru þar skammt frá. Hún var ekki frá Snorrastöðum,
heldur frá Syðri-Görðum eða Kaldárbakka.
Við bræður héldum svo heimleiðis, en ég var held-
ur fréttafár, er heim kom. Mér fannst ég ekki hafa af
miklu að státa. Eitt var þó, sem gladdi mig. Ég hafði þó
verið svo lánsamur að finma kindina lifandi, þótt ég
hefði ekki kjark eða getu til að bjarga henni upp úr
feninu. (Framhald.)
- '■ ''" ; '" "T
r 1
2
- y
weSmhmar oæ il . V«WÍMI v Jtt AÍÍÍS < < t
Tvær konur við Eyjafjörð, önnur á Árskógsströnd
og hin í Arnarneshreppi, hafa beðið um Ijóð, sem voru
á hvers manns vörum fyrir þrjátíu til fjörutíu árum.
Konan á Árskógsströnd sendir afrit af ljóðinu, sem
hún biður um að birt sé, en hún er ekki viss um að af-
ritið sé rétt. Ég kannast vel við þetta ljóð, og ég held
að ég hafi séð það á prenti, en ég hef ekki getað grafið
það upp.
Ég birti hér fyrsta erindið í von um að einhver les-
andi þessa þáttar geti gefið mér einhverjar upplýsingar
um kvæðið eða sent af því afrit.
Fyrsta erindið er þannig:
„Eitt sinn um þögla aftanstund,
er öll náttúran festi blund,
við gullinn foss í gljúfrum há,
einn gráti þrunginn halur lá.“
Ljóðið, sem konan úr Arnarneshreppnum biður um,
kannast ég líka við, en ég hef ekki fundið það. Ég birti
hér fvrstu tvær ljóðlínurnar úr fyrsta erindinu í þeirri
von að einhverjir lesendur Heima er bezt geti gefið mér
upplýsingar um þetta ljóð.
Éyrstu tvær ljóðlínurnar eru þannig:
„Þér kveðju hlýt ég senda
þú kvaddir ekki mig.“
Margir hafa beðið um Limbo-ljóðið á íslenzku, en
mér hefur enn ekki tekizt að ná í þetta litla ljóð.
Undanfarið hefur fremur lítið borizt af nýjum dæg-
urljóðum og lögum, og birti ég því nokkuð af eldri
Ijóðum, sem um hefur verið beðið, en ekki gefizt tælö-
færi til að birta fyrr.
Er þá hér fyrst líöð Ijóð, sem heitir Pep. Höfundar
Ijóðsins eru S. og R., en lagið er eför Oliver Guð-
mundsson, og Haukur Morthens hefur sungið Ijóðið á
hljómplötu:
í kvöld, í kvöld á skemmtistað ég skrepp.
í kvöld, í kvöld, ég dansa vals og stepp
Á meðan noikkum eyri á
ég ætla að leika burgeisa, sem græða’ á fingri og tá.
í kvöld, í kvöld, við kátir syngjum Pep.
í kvöld, í kvöld, við dönsum vals og stepp,
þótt oft sé gleðin endaslepp —
en er á meðan syngjum við Pep.
246 Heima er bezt