Heima er bezt - 01.07.1963, Síða 6

Heima er bezt - 01.07.1963, Síða 6
Kornhlaða. Byggð 1961. ar einn bíllinn er orðinn fullur, fer hann sína leið til skemmunnar, og samtímis kemur tómur bíll albúinn í hans stað. Venjulega hafa Halls-feðgar 24 vörubíla á akrinum. StÖðugt fylgist með uppskerulestinni vörubíll með starfsmönnum, vélahlutum og verkfærum, ef ske kynni að eitthvað bilaði, svo að hægt sé þá að gera vuð það tafarlaust. Allur þessi starfsrekstur þarf a. m. k. á 62 manna starfshði að halda. Segja sá, að hér sé um nýtízku rekstur og útbúnað að ræða. Fyrir fáum árum gátu skólakrakkar, húsmæð- ur og piparmeyjar unnið sér inn dálaglegan skilding með því að ganga tvær eða tvö saman á eftir „plógn- um“ með stórefhs körfu og tína upp kartöflurnar. Olli þessi vinna að vísu bakverk og kvefi og ýmsum smá- kvillum, en hafði einnig sína kosti. Margmennið var skemmtilegt, fréttir „bárust vængjum á“, unga fólkið Dœtur Jóhanns, talið frá vinstri: Lilja, Pálína, RósalincL, Karolína, Ingibjörg og Maria. kynntist betur, varð öðruhverju ástfangið, og leiddi það síðan til giftinga og kostnaðar fyrir eldra fólkið, sem þurfti að kaupa brúðargjafir og veizlubrauð og fleira. Nú er ekki tími til að hugsa um né sinna smámunum einum. Kartöflurnar eru komnar undir þak „í hvelli“, eins og þið Austur-íslendingar segið! En samt er enn margt að athuga. Eitt sinn var hægt að selja kartöflur með moldarklessum, og jafnvel talið, að moldin verði þær skemmdum. Síðar ályktuðu þó kartöflumenn, að aðalatriði væri að handleika vöruna þannig, að hún liti sem bezt út á sölutorgi (markaði) eins og hvert annað garðmeti og seldist í laglegum 5, 10, 25, 50 og 100 punda pokum. En sú meðferð gerir þá ráð fyrir að kartöflurnar séu áður þvegnar og stundum vaxbomar. Var því nauðsynlegt að reisa fjölyrkju-stöðvar til að þvo og flokka kartöflumar eftir stærð og gæðum o. fl. I fyrsta flokld (nr. 1) má ekki vera yfir 5% gahaðar kartöflur og alls engar sólbrenndar. Annar flokkur er verðlægri, og þar mega gallar vera allt að 10%. Þriðja flokks kartöflurnar eru látnar renna út í vörubíl, og fluttar þangað, sem þær era notaðar í sterkjugerð („stíf- elsi“) og ýmislegt annað. Halls-feðgar byggðu tvær Þrjár hvolfþaks-skemmur og fjölyrkjustöð Halls-feðga i Edin- borg. Húsrými skemmanna alls: allt að 50.000 bushels! Synir Jóhanns, talið frá vinstri: Jósef, Björn, Vilhjálmur, Eðvarð og Jón. 230 Heirna er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.