Heima er bezt - 01.07.1963, Blaðsíða 30

Heima er bezt - 01.07.1963, Blaðsíða 30
II. BRÚÐKAUPSDAGURINN. Undarlegt var það, en þungbúinn og drungalegur rann hann upp brúðkaupsdagur Hamradalsrósarinnar — gráir, loðnir þokuflókar héngu niður fjallshlíðarn- ar, og hráslagalegur vindur blés austan af heiðinni. Hvers vegna voru veðurguðimir svona duttlungafull- ir? Já, hvers vegna skörtuðu þeir ekki sínu fegursta ein- mitt þennan dag? Jómnn á Heiði vaknaði snemma, hún steig fram úr rúminu, gekk út að glugganum, dró tjöldin frá og leit út; snöggvast kom óánægjusvipur á fallega andlitið. „O, ég sem hélt að allir yrðu í sólsldnsskapi í dag, veðráttan líka!“ Hún opnaði gluggann og hlustaði. „En hvað Gáski syngur undarlega — það er eins og hann gráti.“ Köld vindstroka smaug fram með veggnum og greip með sér nokkur fölnuð lauf og þeytti þeim í trylltum - dansi eftir bæjarhlaðinu. Jómnn lokaði glugganum. Hún fann undarlegan geig grípa sig. „Hvers vegna er veðrið svona ömurlegt í dag? Hvers vegna grætur Gáski?“ Jórann gekk að fataskápnum sínum, opnaði hann og tók út úr honum brúðarkjólinn. Hún gekk með hann að rúminu og lagði hann ofan á sængina. Hún strauk hendinni ástúðlega eftir hvím líninu og brosti. Nei, það var engin ástæða til að kvíða neinu. Það var þungt í Gáska af því að hún var að fara, og veðrið er svo oft hráslagalegt á haustin. Það var drepið létt á dyrnar. „Kom inn,“ sagði Jór- unn og leit til dyra. Hurðin opnaðist og Halldóra húsfreyja gekk inn. „Þú ert snemma á fótum, elsku bam,“ sagði hún og strauk hendinni um vanga dóttur sinnar. „Já, mamma ég gat ekld sofið. Mér finnst þetta allt eins og ævintýri. Að hugsa sér, að í kvöld verð ég orð- in konan hans Agnars. Þú veizt ekki, mamma, hvað ég er sæl. Einasti skugginn á himni lífs míns nú er að þurfa að fara frá ykkur pabba og æskustöðvunum. Mér finnst nærri því ég hafa svikið ykkur öll, þig, pabba og Heiði.“ „Settu það ekki fyrir þig, barnið mitt. Það fer allt einhvern veginn — einhvern veginn vel. Svo ert þú ekki svo ýkja langt í burtu, meðan Agnar verður verzlunar- stjóri í Hamarsfirði, og þá getur þú heimsótt okkur oft. Ég vona aðeins að það spor sem þú stígur nú í dag verði þér til gæfu og þú þurfir aldrei að iðrast þess. Guð blessi þig, elsku bamið mitt!“ Halldóra kyssti Jóranni á ennið, hlýtt og ástúðlega. Síðan hraðaði hún sér út. Hún vildi eklti láta dóttur sína sjá tárin, sem læddust niður vangana. Ekkert mátti skyggja á hamingju barnsins hennar á brúðkaupsdag- inn. Eftir hádegið fór að sjást til mannaferða neðan dal- inn. Það vora boðsgestimir í brúðkaupsveizluna á Heiði. Hjónin, Erlendur og Halldóra, vora mjög vinsæl og dáð meðal sveitunga sinna. Hjálpsemi, gestrisni og góð- vild höfðu einkennt búskap þeirra allt frá fyrstu tíð. Þau höfðu ætíð verið stórtæk og aldrei skorið við negl- ur sér, hvorki veitingar né annað. í brúðkaup einka- barnsins síns höfðu þau boðið öllum, ungum og göml- um úr Hamradal og nærliggjandi sveit. Úr sjálfu þorp- inu, Hamarsfirði, buðu þau einnig öllum kunningjum og vinum. Úti í litla fagra hvamminum við Hamarsá situr Jór- unn á Heiði. Hún er að kveðja æskustöðvarnar í dag — morgun ætlar hún að flytjast burtu og setjast að í nýju umhverfi. Hún finnur sársaukasting í hjartanu, er hún rennir augunum yfir hvamminn sinn; hér hafði hún leikið sér þegar hún var bam, hér hafði hún byggt litlu húsin sín. Það var langt síðan; nú vora þau 'hranin og orðin að ólögulegum grjóthrúgum. Hérna hafði hún setið og hlustað á Gáska, háa tignarlega fossinn sem hún sjálf hafði gefið þetta nafn. Hann sagði henni sögur og ævintýri og söng fyrir hana undarlega söngva, stund- um fagra og blíða, stundum þunga og ógnandi. Nið- inn frá Gáska heyrði hún heim í svefnherbergið sitt, hún hafði sofnað við hann á kvöldin og vaknað við hann á morgnana frá því að hún fundi fyrst. Gáski var vinur hennar og félagi; honum sagði hún gleði sína og sorgir; hann vissi öll hennar leyndarmál. — Héma í hvamminum hjá Gáska hafði hún lofast Agnari, og nú var hún að kveðja þennan kæra æskuvin. Hingað myndi hún héðan af aðeins koma sem gestur. Jórunn reis á fætur; hún gekk fast fram á árbakkann, rétti hendina í áttina að fossinum. „Vertu sæll, vinur minn! Ég mun alltaf sakna þín, en ég verð að hlýða rödd hjarta míns og fylgja hon- um sem er sterkari en þú.“ Síðan sneri hún heim á leið og fögra skýrlegu augun vora full af táram. Hún gekk hægt og renndi társtokkn- um augunum yfir túnið, fjöllin og ána, þetta yndislega umhverfi sem hafði verið hennar heimur allt til þessa. Hún hafði aldrei fundið eins greinilega 02 nú, hvað henni þótti ósegjanlega vænt um Heiði. Þegar hún var bam hafði hún fengið að fara með for- eldrum sínum eitt og annað, og ætíð hafði henni fund- izt það bezt við þessi ferðalög að koma aftur heim. Hún hafði oft heitið því með sjálfri sér að eyða allri sinni ævi hér á þessum ástkæra stað, en — svo kom Agnar, svo fagur og skemmtilegur og bar með sér framandi töfra; heillandi, frjáls og glæsilegur hafði hann unnið hug og hjarta þessa dalabarns, svo að jafnvel ljómi bemskustöðvanna bliknaði. Jórann staldraði við, tók klút úr barmi sínum og þerraði nokkur áleitin tár er læðzt höfðu niður á ávala vangana. Hún stóð kyrr og horfði í kringum sig, eins og hún vildi kveðja hvem stein, hverja þúfu og laut. Það var eins og hún teygaði fegurð fjallanna, straum- kast árinnar og litadýrð haustsins með társtokknum 254 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.