Heima er bezt - 01.07.1963, Blaðsíða 12
hin og þessi störf og eigi miklu síðar viðhlítandi hús-
næði selt á leigu með sanngjörnu verði. Með þrotlausu
starfi og gætilegri meðferð handaflans tókst Jóhanni að
verjast skuldum að mestu leyti. Fór svo fram um hríð.
Þessu næst réði Jóhann sig í þjónustu verzlunarstjóra
eins á Akureyri og þá fyrir umsamið ákveðið mánaðar-
kaup. Verzlunarstjóri þessi rak allmikinn landbúnað,
hafði nokkrar kýr, sauðfé og hross. Störf Jóhanns urðu
fyrst og fremst í því fólgin að annast voryrkju, hey-
skap um sumur og hirðingu gripa um vetur. Eins og
allir vita, sem landbúnað hafa stundað, verður hver og
einn landbúnaðarverkamaður, oft á tíðum að sinna
störfum, jafnt á helgum dögum sem virkum, ef til hlít-
ar vill duga. Þessi störf áttu að sumu vel við Jóhann,
þeim hafði hann vanizt í Svarfaðardalnum frá blautu
barnsbeini. Hjá þessum manni vann Jóhann nokkuð á
annan tug ára. Þessu næst hafði Jóhann atvinnu við
vatnsveitu Akureyrarbæjar og allt til þess, að starfs-
þrek hans og heilsa tók að bila. Hann var lengi ævi
heilsugóður, mátti segja, að honum legðist það til líkn-
ar. Um konu hans, Onnu Pálsdóttur, var aðra sögu að
segja. Plún náði aldrei fullri heilsu eftir átökin við
barnsfarsóttina, þó að lengi stæði hún að starfi, við hús-
verk og heimilisstörf, enda ekki konunni skapi næst að
liggja á liði sínu. Heilsu hennar hnignaði þrátt fyrir
viðleitni lækna til úrbóta. Síðasta æviárið var hún rúm-
lægur sjúklingur. Hún lézt að heimili sínu, Ægisgötu
12 á Akureyri, 20. maí 1945, um 68 ára gömul. Anna
Pálsdóttir, þessi hrjáða og vanheila kona, kaus að liggja
heima síðasta þungbæra áfangann. Var undir stöðugu
eftirhti viðkomandi læknis, er þrátt og oft vitjaði henn-
ar. Jóhann Jónsson maður hennar — þrautgóður og
skyldurækinn — annaðist konu sína, svo sem bezt mátti
verða, felldi niður atvinnu sína og vék að kalla mátti
aldrei frá rekkju sjúklingsins nótt eða dag. Sannaði Jó-
hann þá, svo og oftar um ævi sína, raungildi hins forn-
kveðna spakmælis: „þolinmæðin er hin sanna karl-
mennska11.
Jóhann Jónsson naut lengi ævinnar góðrar heilsu, og
er þess fyrr getið. En þá er aldur féll honum í fang,
kenndi hann lasleika, er gat orðið lífshættulegur, ef
ekki yrði til úrbóta snúið. Leitaði hann þá læknisráða
til Guðmundar Karls yfirlæknis á Akureyri, er gerði á
Jóhanni uppskurð mikinn og aðra handlæknisaðgerð
síðar með nokkurra vikna millibili. Lá Jóhann þá lengi
á sjúkrahúsi og allþungt um skeið, en ráðsnilli læknis-
ins, glöggskyggni og gifta sigraði að lokum, enda Jó-
hann frá öndverðu að mörgu hraustur. Alheill mun
hann aldrei hafa orðið af meini þessu, og aftur og aft-
ur sættti hann ráðum og meðferð Guðmundar Karls
yfirlæknis, er löngum tókst að snúa til betra horfs heilsu
skjólstæðings síns.
Og þannig liðu allmörg ár. Jóhann var nú hættur að
vinna utan heimilis síns, hélt ýmsu til þrifnaðar og hag-
ræðis á heimili sínu og bama sinna, og sjaldan var hann
iðjulaus. Brá sér á sumrin út í Svarfaðardalinn á gamlar
stöðvar. Heimsótti vini sína og frændur og gæddi þá
gjöfum. Var alls staðar hinn mesti aufúsugestur og
hjartanlega velkominn.
Jóhann hafði hentugt og hlýtt húsnæði, fæði, þjón-
ustu og aðbúð alla, hjá börnum sínum og tengdasyni í
Ægisgötu 12. Var samlyndi fjölskyldunnar hið bezta,
þótti og öllum gott þar að koma, hressingu að þiggja
og haldgóð vináttumál, má ég, er þetta rita, vel um það
vita, svo oft hefur mig þar að húsum borið og á stund-
um margs þurfandi.
í októbermánuði 1961 veiktist Jóhann Jónsson alvar-
lega. Lá hann heima um vikutíma, en þegar ekki brá til
bata, þrátt fyrir læknishjálp, var hann fluttur í Fjórð-
ungssjúkrahúsið á Akureyri. Þvarr honum máttur og
ræna, og lézt hann þar eftir skamma dvöl 27. okt. 1961
og þá þremur dögum miður en hálfníræður að aldri.
Jóhann Jónsson var ekki borinn til auðs eða yfirráða,
hafði hvorki héraðsveldi til umráða eða konungsríki að
stjórna. En hann var trúr því bezta í sjálfum sér. Trúr
samtíð sinni. Trúr lífinu og dásemdum þess, inn í þann
helgidóm vildi hann ekki óhreinn fótum stíga. Afdrátt-
arlaus og óhvikul skyldurækni og linnulaus trúmennska
gerði hann að merkismanni.
Börn þeirra Jóhanns Jónssonar og Önnu Pálsdóttur
voru þrjú og komust öll upp:
1. Ingólfur Jóhannsson, f. 1903. Fór ekki með for-
eldrum sínum, þá er þau fluttu til Akureyrar. Ólst upp
nokkur næstu árin að Hamri í Svarfaðardal, hjá Freyju
Þorsteinsdóttur og Antoni Arnasyni, manni hennar, og
bömum þeirra. Naut drengurinn allra góðra kosta hjá
þessu sæmdarfólki. Seytján ára gamall hvarf Ingólfur
til foreldra sinna á Akureyri. Gekk þá í trésmíðanám
og lauk við með góðum vitnisburði. Arið 1924 veikt-
ist hann af mænusótt og Iézt eftir stutta legu. Ingólfur
Jóhannsson var mikill efnismaður til líkama og sálar,
skapfastur og grandvar í tiltektum og öllu ráði.
2. Anna Stefanía Jóhannsdóttir, í. í marzmán. 1905.
Ólst upp með foreldrum sínum, gift Skarphéðni Jóns-
syni af Ufsaströnd, karlmenni og góðum dreng.
3. Páll Jóhannsson, f. 1913, ráðsettur reglumaður.
Byggði íbúðarhúsið 12 við Ægisgötu á Akureyri. Bjó
þannig sjálfum sér hús og heimili til frambúðar, svo og
foreldmm sínum, systur sinni og mági og börnum
þeirra.
BRÉFASKIPTI
Kristin GuÖrún Jósefsdóttir, Hvoli, Þverárhr., V.-Hún., óskar
eftir b'réfaskiptum við stúlkur á aldrinum 14—15 ára. Mynd fylgi.
Sigurlaug Elsa Jóhannesdóttir, Ægissíðu, Þverárhr., V.-Hún.,
óskar eftir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á aldrinum 14—15
ára. Mynd fylgi.
Guðlaug Sigurðardóttir, Efri-Þverá, V.-Hún., óskar eftir bréfa-
skiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 16—18 ára. Æskilegt að
mynd fylgi.
Maggý Sigurðardóttir, Efri-Þverá, V.-Hún., óskar eftir bréfa-
skiptum við stúlkur á aldrinum 12—13 ára.
236 Heima er bezt