Heima er bezt - 01.07.1963, Blaðsíða 33
á eftir henni, þar til er hún hvarf út í dökkblátt kvöld-
rökkrið.
En það voru fleiri sem fylgdust með ferðum hennar.
Úti við fjárhúsin í túnfætinum stóð Kári. Hann horfði
á hana og úr augum hans skein innileg en sársaukabland-
in ást. Þegar Jórunn hvarf niður í hvamminn, hraðaði
hann sér upp túnið. Hann læddist þangað sem hann gat
séð Jórunni og fylgzt með gerðum hennar. Þar faldi
hann sig bak við stóran stein og beið.
Þegar Jórunn kom niður í hvamminn settist hún og
tók höndunum fyrir andlitið. Það fóru grátkippir um
herðar hennar. Þannig sat hún góða stund. Síðan reis
hún á fætur, gekk fram á bakkabrún og leit niður í
grængolandi hylinn.
„Gott væri að hverfa frá þessu öllu saman — frá
sársaukanum og smáninni! “
Hún lokaði augunum. „Nú er bara að detta, — þá er
öllu lokið,“ hugsaði hún.
Niðurinn frá Gáska hlj()maði í eyrum hennar, hár og
tryllingslegur, — skyndilega opnaði hún augun og
horfði á fossinn. Hægt og rólega losaði hún trúlofunar-
hringinn af fingri sínum. Hún hélt á honum í lófa sín-
um dálitla stund.
„Nei, Gáski, ég ætla mér ekki að drekkja mér í Ham-
arsá. Agnar Ólafsson skal ekki geta skemmt sér við þá
tilhugsun, að ég hafi ekki getað án hans hfað. Þó að
hann hafi nú svikið mig og lagt líf mitt í rúst, á ég samt
eitt eftir — hefndina á ég eftir, Gáski.“
Hún hóf upp höndina, sveiflaði henni hörkulega og
þeytti hringnum í iðuna við fossinn.
„Héma, Gáski. Geymdu gjöf svikarans.“
Síðan sneri hún sér við og gekk hratt heim til bæjar.
Stuttu seinna reis Kári einnig á fætur og hélt heim-
leiðis.
Og kvöldið leið, nóttin kom, hin íslenzka hausmótt
lagði dökka skuggavængi sína yfir heimihð á Heiði, og
út í gljúfrinu söng Gáski fyrir Hamradalsrósina, en nú
megnaði hann ekki að svæfa hana með tónum sínum.
Hún hafði byrjað þennan dag með hugann fullan af
fegursm vonarblómum æskuástar. Nú sat hún við
gluggann sinn og horfði út í myrkrið, grámum aug-
um, með hélurósir í hjartanu.
III. VETURINN LEIÐ - ÞAÐ VORAÐI Á NÝ.
Eins og að líkindum lætur var mikið talað um at-
burðinn á Heiði. Nær allir luku upp sama munni um
að Agnar hefði sýnt einstæða ómennsku í framkomu
sinni gagnvart Jórunni. Þó voru nokkrar kynsysmr
hennar, sem sjálfar höfðu haft augastað á honum, er
lém þau orð falla að ekki væri harmandi þó að mesta
veldið færi af Hamradals-goðinu. Þannig gemr öfund-
in algerlega blindað og svæft fólk gagnvart þjáningum
annarra.
Hæst stigu öldur umtalsins fyrst eftir „brúðkaupið
sæla“, eins og menn kölluðu það sín á milli, en er frá
leið hætti fólk að mestu skrafi sínu um þetta, enda kom
þá annað umtalsefni sem menn gám skemmt sér við að
ræða fram og aftur.
Nokkm fyrir hátíðir gaus upp sá kvittur, og breidd-
ist óðfluga út, að efnahagur Kristjáns kaupmanns í
Hamarsfirði stæði ekki með jafnmiklum blóma og al-
rnennt hafði verið haldið. Sumir fullyrtu jafnvel að
jaðraði við gjaldþroti. Það, sem aðallega styrkti grun
fólks í þessum efnum, var að tveimur vinnukonum, er
verið höfðu hjá kaupmannshjónunum, var fyrirvara-
laust og án nokkurrar vitanlegrar ástæðu sagt upp vist-
inni, og frúin annaðist nú sjálf öll húsverk, en það hafði
hún ekki fyrr gert. Þetta hefði verið skiljanlegra ef Sól-
veig, dóttir kaupmannshjónanna, hefði verið heima, en
svo var ekki. Hún hafði tekið sér far með sama skipi
og Agnar Ólafsson og skyldi hún forframast utanlands.
Þeir, sem skæðastar höfðu tungurnar og lengst gengu
í bollaleggingum sínum um þetta, þóttust hafa fundið
lausnina. Þeir fullyrtu, að það hefði kostað Kristján
gamla svo stóra fjárhæð að kaupa Agnar til að svíkja
Jórunni og kosta þau Sólveigu bæði utanlands, að hann
riðaði til falls efnalega. Aðrir sögðu aftur á móti að
verðsveiflum og minnkandi verzlun væri um að kenna.
Kristján hafði um langt skeið verið einvaldur hvað
verzlun snerti í Hamarsfirði, en eins og oft vill verða
voru sumir ánægðir en aðrir óánægðir, og þar lcom að
hinir óánægðu mynduðu samtök sín á milli og stofn-
uðu aðra verzlun í Firðinuin. Einn af aðalhvatamönn-
um stofnunar þessarar nýju verzlunar var einmitt Er-
lendur á Heiði, en þar eð enginn verzlunarlærður mað-
ur var þar um slóðir varð að fá hann að. Nokkrir höfðu
sótt um verzlunarstjórastöðuna, og fyrir valinu varð
Agnar Ólafsson er þá hafði nýlokið námi í þess konar
fræðum.
Hann hafði reynzt mjög atorkusamur í starfi sínu,
og fyrirtældð blómgast undir stjóm hans. Á síðustu
mánuðum hafði verzlunin aukizt svo mikið að annar
maður hafði verið ráðinn honum til hjálpar, og þessi
aðstoðarmaður var það sem tók við umsjá verzlunar-
innar við burtför Agnars. Var honum fahð starfið yfir
veturinn, hvað sem afráðið yrði næsta vor.
Tíminn hafði liðið án fleiri stórtíðinda. Veðráttan
var mild og snjólaus að kalla, þar til um aðventu. Þá
brá til stórhríða og fannkomu, og íslenzki veturinn
ríkti í öllu sínu veldi með koldimmar skammdegisnæt-
ur, þegar hríðin steig faldafeyki á freðinni bæjarþekj-
unni og stormurinn lék rammaslag, svo að brast í
feysknum baðstofuviðunum. Við og við slotaði um
stundarsakir, og inn á milli þessara hrunadansa náttúru-
aflanna smeygðu sér kyrrlát stjömubjört kvöld með
norðurljósalog yfir hvítri snjóauðninni og silfurlitað
mánaskin sem endurspeglaðist í kristöllum klakans.
Þannig er hinn íslenzki vetur, ógnandi og skelfilegur
í ofsa sínum og hrikaleik, töfrandi og ólýsanlegur í
sinni köldu fegurð.
(Framhald.)
Heima er bezt 257